Örugg á hjólinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 27. maí 2021 08:02 Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar