Erlent

Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Að minnsta kosti átta eru látnir.
Að minnsta kosti átta eru látnir. AP

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu.

CNN greinir frá og heldur úti fréttaflutningi í beinni af gangi mála.

Þekkti fórnarlömbin vel

Árásarmaðurinn var 57 ára starfsmaður á lestarstöðinni og segir Sam Liccardo, borgarstjóri San Jose, að árásarmaðurinn hafi þekkt fórnarlömbin vel. Nöfn hinna látnu hafa ekki verið opinberuð en borgarstjórinn segist hafa rætt við fjölskyldur þriggja þeirra.

Árásarmaðurinn hóf skothríð á hóp starfsmanna á lestarstöðinni skömmu fyrir klukkan 15 að íslenskum tíma. Rannsókn málsins er í fullum gangi en sprengiefni fannst á vettvangi og því er unnið með gát á svæðinu þar sem viðbragðsaðilar reyna að átta sig á atburðarrásinni.

Í Hvíta húsinu hafa fánar hafa verið dregnir í hálfa stöng til að minnast fórnarlamba árásarinnar, að skipun Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Í yfirlýsingu sem Biden sendi frá sér kemur fram að þetta sé í fimmta sinn sem hann skipar starfsmönnum sínum að draga fána í hálfa stöng vegna skotárása í Bandaríkjunum.

 Starfsmenn Hvíta hússins fylgjast náið með ástandinu, tilbúnir að bjóða fram aðstoð ef þörf verður á. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, segir árásina algjöran harmleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×