Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2021 20:00 Heilbrigðisstarfsfólk að störfum í Mumbai á Indlandi. Mikill skortur er á súrefni fyrir Covid-sjúklinga þar í landi. EPA/Divyakant Solanki Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. Þótt nýgengi smita á Indlandi fari nú lækkandi deyja enn þúsundir dag hvern af völdum Covid-19. Súrefnisskorturinn í landinu hefur takmarkað getu heilbrigðiskerfisins til að hjálpa sjúklingum og þörfin fór hratt vaxandi. Um miðjan maí þurftu Indverjar fjórtánfalt meira súrefni fyrir Covid-sjúklinga en í mars og allur útflutningur súrefniskúta var bannaður. Útlit er fyrir sams konar þróun í fjölda ríkja, einkum grannríkjum Indlands. Umfjöllun samtakanna Bureau of Investigative Journalism leiddi í ljós áhyggjur sérfræðinga af stöðunni í Pakistan, Nepal, Bangladess, Srí Lanka og Mjanmar en ríkin reiða sig að miklu leyti á indverska súrefniskúta og annan búnað. Súrefnisþörfin í Nepal hefur til að mynda hundraðfaldast frá því í mars. Vandinn er þó ekki bundinn við nágrannaríki Indlands. Í Suður-Afríku, Íran, Filippseyjum, Kosta Ríku og Úkraínu fer þörfin hratt vaxandi en súrefni er afar mikilvægt í meðhöndlun Covid-19. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst lungnasjúkdómur sem gerir það að verkum að súrefni lækkar í blóðinu þegar fólk veikist vegna bólgu í lungunum. Þess vegna er mikilvægt að geta gefið meira súrefni en þú færð úr venjulegu andrúmslofti til að viðhalda venjulegu súrefnismagni og súrefnisstyrkleika í blóðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þess vegna sé mjög mikilvægt að eiga súrefnisbirgðir og geta gefið auka súrefni. Enginn skortur sé yfirvofandi hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þótt nýgengi smita á Indlandi fari nú lækkandi deyja enn þúsundir dag hvern af völdum Covid-19. Súrefnisskorturinn í landinu hefur takmarkað getu heilbrigðiskerfisins til að hjálpa sjúklingum og þörfin fór hratt vaxandi. Um miðjan maí þurftu Indverjar fjórtánfalt meira súrefni fyrir Covid-sjúklinga en í mars og allur útflutningur súrefniskúta var bannaður. Útlit er fyrir sams konar þróun í fjölda ríkja, einkum grannríkjum Indlands. Umfjöllun samtakanna Bureau of Investigative Journalism leiddi í ljós áhyggjur sérfræðinga af stöðunni í Pakistan, Nepal, Bangladess, Srí Lanka og Mjanmar en ríkin reiða sig að miklu leyti á indverska súrefniskúta og annan búnað. Súrefnisþörfin í Nepal hefur til að mynda hundraðfaldast frá því í mars. Vandinn er þó ekki bundinn við nágrannaríki Indlands. Í Suður-Afríku, Íran, Filippseyjum, Kosta Ríku og Úkraínu fer þörfin hratt vaxandi en súrefni er afar mikilvægt í meðhöndlun Covid-19. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst lungnasjúkdómur sem gerir það að verkum að súrefni lækkar í blóðinu þegar fólk veikist vegna bólgu í lungunum. Þess vegna er mikilvægt að geta gefið meira súrefni en þú færð úr venjulegu andrúmslofti til að viðhalda venjulegu súrefnismagni og súrefnisstyrkleika í blóðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þess vegna sé mjög mikilvægt að eiga súrefnisbirgðir og geta gefið auka súrefni. Enginn skortur sé yfirvofandi hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira