Sannfærður um spillingu í Hæstarétti: Ný kynslóð elítu í dómskerfinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. maí 2021 07:02 Benedikt sagði sig frá málinu vegna tengsla við Svein Andra. Vísir Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við skyndibitakeðjuna Subway, kveðst sannfærður um að vinfengi Benedikts Bogasonar, forseta Hæstaréttar, og Sveins Andra Sveinssonar lögmanns hafi ráðið úrslitum í dómi sem féll gegn honum í vetur. Hann er viss um að mikil spilling þrífist í íslenska dómskerfinu. Hæstiréttur sneri dómi Landsréttar í málinu og dæmdi Skúla til að greiða þrotabúi EK 1923 ehf. hálfan milljarð króna. Sveinn Andri var skiptastjóri EK, sem hét áður Eggert Kristjánsson ehf. heildsala, en félagið var um tíma heildsala, meðal annars fyrir veitingastaði Skúla. Það varð svo gjaldþrota í september 2016. Skúli segir Hæstarétt hafa farið aðra leið en bæði héraðsdómur og Landsréttur og byggt dóm sinn á kröfu sem aldrei hafi verið flutt af áfrýjandanum, Sveini Andra, fyrir Hæstarétti. Lögmanni Skúla hafi því aldrei gefist færi á að verjast málflutningnum né hafi dómarar spurt út í þau atriði við flutning málsins. Dómurinn hafi þurft að teygja sig langt og „toga til staðreyndir og tímamörk“ til að fá „þessa fráleitu niðurstöðu“ en Skúla var gert að greiða að fullu andvirði Skútuvogs 3 til þrotabúsins. Landsréttur hafði staðfest með sínum dómi að Skúli hefði þegar greitt fyrir fasteignina. „Þessa niðurstöðu höfðu ýmsir lögmenn, sem gjörþekktu málið, aldrei hugmyndaflug til að setja fram sem fjarlægan möguleika þegar ég hafði þráspurt þá í nokkra mánuði um allar hugsanlegar dómsniðurstöður Hæstaréttar,“ skrifar Skúli í aðsendri grein til Vísis í dag og rekur síðan sína kenningu um það sem fram fór í Hæstarétti. Sveinn og Benni eru saman Skúli hafði gert þá kröfu í júlí í fyrra að þáverandi varaforseti Hæstaréttar og núverandi forseti hans, Benedikt Bogason, viki sæti í máli Sveins Andra gegn sér fyrir Hæstarétti. Ástæðan var sú að Sveinn Andri hafði skömmu áður birt mynd af þeim saman á Facebook í útskriftarveislu dætra sinna með yfirskriftinni „Sveinn A Sveinsson og Benni Boga eru saman“. Frétt um þetta birtist í Morgunblaðinu tveimur dögum áður en kjósa átti forseta Hæstaréttar. „Benedikt Bogason hafði stefnt að því í áratugi að öðlast þetta æðsta embætti íslensks dómsvalds og mér er sagt að hann hafi bliknað og blánað af bræði þegar fréttin birtist,“ skrifar Skúli. „Eftir þetta átti ég mér tæplega viðreisnar von með málareksturinn fyrir Hæstarétti Íslands. Ég er sannfærður um að á þessum tímapunkti hafi Benedikt Bogason ákveðið að „sekta“ mig í raun um hálfan milljarð fyrir að benda á náinn vinskap hans við mann sem hefur verið þekktur fyrir að tæla unglingsstúlkur til fylgilags við sig.“ Skúli heldur síðan áfram og rifjar upp umfjöllun Stundarinnar frá árinu 2016 þar sem rætt var við ungar konur um samskipti þeirra við Svein Andra. Einnig vísar hann í helgarviðtal Fréttablaðsins frá 2014 þar sem móðir og amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttir, sem tók eigið líf á Vogi, tengja andlát hennar við meinta tælingu lögmanns, sem síðar kom í ljós að var Sveinn Andri. Þrír dómarar skipaðir af Benedikt Því næst bendir Skúli á að þrír af fimm dómurum í málinu hafi ekki verið starfandi lengur við Hæstarétt. Þeir hafi verið skipaðir af forseta Hæstaréttar, Benedikt, til að mæta og dæma málið. „Sem dæmi um vinnubrögðin má nefna að Garðar Gíslason var skipaður dómari fimm dögum fyrir málflutning eftir að hæstaréttardómarinn Viðar Már Matthíasson hafði sagt sig frá málinu. Garðar, sem er að verða áttræður, hafði frá fimmtudegi til þriðjudags til að kynna sér málið sem telur 1400 blaðsíður af málsgögnum! Það vita allir að á þeim tíma er slíkt ómögulegt,“ skrifar hann áfram. Benedikt var kjörinn forseti Hæstaréttar tveimur dögum eftir að fréttin birtist um að Skúli krefðist þess að hann segði sig frá málinu. Hann sagði sig síðan frá því en Skúli segist engu að síður sannfærður um að hann hafi beitt áhrifum sínum í því til að fá fram niðurstöðunni. Telur sig vita hver skrifaði dóminn Hann vísar þá í fyrra viðtal við Benedikt þar sem hann lýsti vinnubrögðum Hæstaréttar; þau séu á þá leið að einn dómari geri strax að loknum málflutningi tillögu að dómsniðurstöðu og semji drög að dómi sem hinir svo samþykki. Hann lagði þá áherslu á að dómarar passi sig að rífast ekki í Hæstarétti. „Reyndir lögmenn hafa sagt mér að það megi sjá á dómnum hver skrifaði hann. Það var ekki fimm manna dómarateymi, heldur sá dómari sem hefur orð á sér fyrir að dæma út og suður í ýmsum málum, Sigurður Tómas Magnússon,“ heldur hann áfram og segir Benedikt hugsanlega aðeins hafa þurft að sannfæra Sigurð Tómas „sem var nýskriðinn upp í Hæstarétt úr Landsrétti“ um niðurstöðu í málinu. Þeir hafa starfað náið saman í gegnum tíðina til dæmis í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Landsréttar. „Hæstaréttardómurinn í máli EK er óvenju óvandaður. Þar koma meðal annars fyrir innsláttarvillur og málvillur sem mér skilst að sjáist sjaldan í dómum Hæstaréttar. Það ber vott um handarbaksvinnubrögð og er langt fyrir neðan virðingu réttarins,“ bendir Skúli á. Hann segist nú hafa þurft að selja ýmsar eigur sínar, þar með talið heimili sitt til að geta staðið undan því að borga hálfan milljarðinn sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. „Mér er engin vorkunn þar sem eingöngu er um peninga að ræða, þótt ég viðurkenni fúslega að þetta áfall hefur tekið verulega á mig andlega.“ Ný kynslóð elítu Þó sé mun alvarlegra þegar fórnarlömb ofbeldis verði fyrir barðinu á spillingu í íslenska dómskerfinu og fullyrðir Skúli að að því muni koma á endanum ef það hafi ekki gerst nú þegar. Sorglegt sé að sjá íslenska lögmanna- og dómarastétt „slá þöggunarskjaldborg um Svein Andra og hans klíku“. „Þetta er ný kynslóð elítu sem í eru eingöngu hægrisinnaðir miðaldra karlmenn sem flestir voru saman í lagadeild HÍ um og upp úr miðjum níunda áratugnum. Vinfengi æðstu manna íslensks dómskerfis við lögmann sem hefur orðið uppvís að stórkostlega ámælisverðum siðferðisbrotum gagnvart stúlkum nýkomnum af barnsaldri — sem í þokkabót hafa leitað ásjár hans sem lögmanns — vekur upp áleitnar spurningar um siðferðið sem þar þrífst.“ Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Mál Benedikts Bogasonar fyrir allsherjarnefnd Páll Magnússon formaður allsherjar og menntamálanefndar telur fulla ástæðu til að ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf hæstaréttardómara sé svarað. 21. maí 2021 12:04 Benedikt Bogason með 423 þúsund krónur á mánuði hjá HÍ Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar prófessor í 48 prósenta starfshlutfalli og þiggur fyrir það mánaðarlaun sem nema 423.003 krónum. 17. maí 2021 10:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hæstiréttur sneri dómi Landsréttar í málinu og dæmdi Skúla til að greiða þrotabúi EK 1923 ehf. hálfan milljarð króna. Sveinn Andri var skiptastjóri EK, sem hét áður Eggert Kristjánsson ehf. heildsala, en félagið var um tíma heildsala, meðal annars fyrir veitingastaði Skúla. Það varð svo gjaldþrota í september 2016. Skúli segir Hæstarétt hafa farið aðra leið en bæði héraðsdómur og Landsréttur og byggt dóm sinn á kröfu sem aldrei hafi verið flutt af áfrýjandanum, Sveini Andra, fyrir Hæstarétti. Lögmanni Skúla hafi því aldrei gefist færi á að verjast málflutningnum né hafi dómarar spurt út í þau atriði við flutning málsins. Dómurinn hafi þurft að teygja sig langt og „toga til staðreyndir og tímamörk“ til að fá „þessa fráleitu niðurstöðu“ en Skúla var gert að greiða að fullu andvirði Skútuvogs 3 til þrotabúsins. Landsréttur hafði staðfest með sínum dómi að Skúli hefði þegar greitt fyrir fasteignina. „Þessa niðurstöðu höfðu ýmsir lögmenn, sem gjörþekktu málið, aldrei hugmyndaflug til að setja fram sem fjarlægan möguleika þegar ég hafði þráspurt þá í nokkra mánuði um allar hugsanlegar dómsniðurstöður Hæstaréttar,“ skrifar Skúli í aðsendri grein til Vísis í dag og rekur síðan sína kenningu um það sem fram fór í Hæstarétti. Sveinn og Benni eru saman Skúli hafði gert þá kröfu í júlí í fyrra að þáverandi varaforseti Hæstaréttar og núverandi forseti hans, Benedikt Bogason, viki sæti í máli Sveins Andra gegn sér fyrir Hæstarétti. Ástæðan var sú að Sveinn Andri hafði skömmu áður birt mynd af þeim saman á Facebook í útskriftarveislu dætra sinna með yfirskriftinni „Sveinn A Sveinsson og Benni Boga eru saman“. Frétt um þetta birtist í Morgunblaðinu tveimur dögum áður en kjósa átti forseta Hæstaréttar. „Benedikt Bogason hafði stefnt að því í áratugi að öðlast þetta æðsta embætti íslensks dómsvalds og mér er sagt að hann hafi bliknað og blánað af bræði þegar fréttin birtist,“ skrifar Skúli. „Eftir þetta átti ég mér tæplega viðreisnar von með málareksturinn fyrir Hæstarétti Íslands. Ég er sannfærður um að á þessum tímapunkti hafi Benedikt Bogason ákveðið að „sekta“ mig í raun um hálfan milljarð fyrir að benda á náinn vinskap hans við mann sem hefur verið þekktur fyrir að tæla unglingsstúlkur til fylgilags við sig.“ Skúli heldur síðan áfram og rifjar upp umfjöllun Stundarinnar frá árinu 2016 þar sem rætt var við ungar konur um samskipti þeirra við Svein Andra. Einnig vísar hann í helgarviðtal Fréttablaðsins frá 2014 þar sem móðir og amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttir, sem tók eigið líf á Vogi, tengja andlát hennar við meinta tælingu lögmanns, sem síðar kom í ljós að var Sveinn Andri. Þrír dómarar skipaðir af Benedikt Því næst bendir Skúli á að þrír af fimm dómurum í málinu hafi ekki verið starfandi lengur við Hæstarétt. Þeir hafi verið skipaðir af forseta Hæstaréttar, Benedikt, til að mæta og dæma málið. „Sem dæmi um vinnubrögðin má nefna að Garðar Gíslason var skipaður dómari fimm dögum fyrir málflutning eftir að hæstaréttardómarinn Viðar Már Matthíasson hafði sagt sig frá málinu. Garðar, sem er að verða áttræður, hafði frá fimmtudegi til þriðjudags til að kynna sér málið sem telur 1400 blaðsíður af málsgögnum! Það vita allir að á þeim tíma er slíkt ómögulegt,“ skrifar hann áfram. Benedikt var kjörinn forseti Hæstaréttar tveimur dögum eftir að fréttin birtist um að Skúli krefðist þess að hann segði sig frá málinu. Hann sagði sig síðan frá því en Skúli segist engu að síður sannfærður um að hann hafi beitt áhrifum sínum í því til að fá fram niðurstöðunni. Telur sig vita hver skrifaði dóminn Hann vísar þá í fyrra viðtal við Benedikt þar sem hann lýsti vinnubrögðum Hæstaréttar; þau séu á þá leið að einn dómari geri strax að loknum málflutningi tillögu að dómsniðurstöðu og semji drög að dómi sem hinir svo samþykki. Hann lagði þá áherslu á að dómarar passi sig að rífast ekki í Hæstarétti. „Reyndir lögmenn hafa sagt mér að það megi sjá á dómnum hver skrifaði hann. Það var ekki fimm manna dómarateymi, heldur sá dómari sem hefur orð á sér fyrir að dæma út og suður í ýmsum málum, Sigurður Tómas Magnússon,“ heldur hann áfram og segir Benedikt hugsanlega aðeins hafa þurft að sannfæra Sigurð Tómas „sem var nýskriðinn upp í Hæstarétt úr Landsrétti“ um niðurstöðu í málinu. Þeir hafa starfað náið saman í gegnum tíðina til dæmis í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Landsréttar. „Hæstaréttardómurinn í máli EK er óvenju óvandaður. Þar koma meðal annars fyrir innsláttarvillur og málvillur sem mér skilst að sjáist sjaldan í dómum Hæstaréttar. Það ber vott um handarbaksvinnubrögð og er langt fyrir neðan virðingu réttarins,“ bendir Skúli á. Hann segist nú hafa þurft að selja ýmsar eigur sínar, þar með talið heimili sitt til að geta staðið undan því að borga hálfan milljarðinn sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. „Mér er engin vorkunn þar sem eingöngu er um peninga að ræða, þótt ég viðurkenni fúslega að þetta áfall hefur tekið verulega á mig andlega.“ Ný kynslóð elítu Þó sé mun alvarlegra þegar fórnarlömb ofbeldis verði fyrir barðinu á spillingu í íslenska dómskerfinu og fullyrðir Skúli að að því muni koma á endanum ef það hafi ekki gerst nú þegar. Sorglegt sé að sjá íslenska lögmanna- og dómarastétt „slá þöggunarskjaldborg um Svein Andra og hans klíku“. „Þetta er ný kynslóð elítu sem í eru eingöngu hægrisinnaðir miðaldra karlmenn sem flestir voru saman í lagadeild HÍ um og upp úr miðjum níunda áratugnum. Vinfengi æðstu manna íslensks dómskerfis við lögmann sem hefur orðið uppvís að stórkostlega ámælisverðum siðferðisbrotum gagnvart stúlkum nýkomnum af barnsaldri — sem í þokkabót hafa leitað ásjár hans sem lögmanns — vekur upp áleitnar spurningar um siðferðið sem þar þrífst.“
Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Mál Benedikts Bogasonar fyrir allsherjarnefnd Páll Magnússon formaður allsherjar og menntamálanefndar telur fulla ástæðu til að ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf hæstaréttardómara sé svarað. 21. maí 2021 12:04 Benedikt Bogason með 423 þúsund krónur á mánuði hjá HÍ Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar prófessor í 48 prósenta starfshlutfalli og þiggur fyrir það mánaðarlaun sem nema 423.003 krónum. 17. maí 2021 10:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Mál Benedikts Bogasonar fyrir allsherjarnefnd Páll Magnússon formaður allsherjar og menntamálanefndar telur fulla ástæðu til að ýmsum spurningum og álitaefnum er varða aukastörf hæstaréttardómara sé svarað. 21. maí 2021 12:04
Benedikt Bogason með 423 þúsund krónur á mánuði hjá HÍ Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar prófessor í 48 prósenta starfshlutfalli og þiggur fyrir það mánaðarlaun sem nema 423.003 krónum. 17. maí 2021 10:55