17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 12:01 Englendingar eru á heimavelli á EM eins og þeir voru fyrir 25 árum. getty/Christopher Lee Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. England lenti í 4. sæti á HM 2018 og síðan þá hafa ungir og spennandi leikmenn bæst við enska hópinn. Væntingarnar til Englendinga eru því talsverðar eins og venjulega. Eftir rúmlega tveggja áratuga bið komust Skotar aftur á stórmót með dramatískum hætti. Líkt og á EM 1996, síðasta Evrópumótinu sem þeir komust á, eru þeir með Englendingum í riðli. Króatar eru einnig í D-riðli og Englendingar vilja eflaust ná fram hefndnum gegn þeim eftir tapið sára í undanúrslitum HM 2018. Fjórða og síðasta liðið D-riðli er svo Tékkland sem þykir ekki líklegt til afreka. LEIKIRNIR Í D-RIÐLI: 13. júní: England-Króatía, Wembley 14. júní: Skotland-Tékkland, Glasgow 18. júní: Króatía-Tékkland, Glasgow 18. júní: England-Skotland, Wembley 22. júní: Króatía-Skotland, Glasgow 22. júní: Tékkland-England, Wembley Raheem Sterling í baráttu við Hjört Hermannsson í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni síðasta haust.vísir/hulda margrét England Þjálfari: Gareth Southgate Stjörnur liðsins: Harry Kane (Tottenham), Raheem Sterling (Man. City), Mason Mount (Chelsea) Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2012, 2016). Besti árangur 3. sæti 1968 Englendingar tefla fram sterkara liði en því sem komst í undanúrslit á HM 2018. Kjarninn er enn sá sami en síðan þá hafa ungir og spennandi leikmenn á borð við Mason Mount, Phil Foden Jadon Sancho, Mason Greenwood og Jude Bellingham bæst við. Eins og venjulega rúllaði England yfir sinn riðil í undankeppninni, vann sjö leiki af átta og var með markatöluna 37-6. Gareth Southgate hefur svo sannarlega hráefnin en spurningin er hvernig honum tekst að blanda þeim saman. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera full varfærinn í sinni nálgun en ef hann nær að feta hinn gullna meðalveg gæti enska liðið farið langt. Englendingar verða á heimavelli í riðlakeppninni og í 16-liða úrslitunum ef þeir vinna riðilinn. Þá fara undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir fram á Wembley. Þar dreymir enska um að vera og fagna því að fótboltinn komi heim eins og Baddiel and Skinner sungu svo eftirminnilega um. Luka Modric sló nýverið leikjametið hjá króatíska landsliðinu. Hann hefur leikið 136 landsleiki og skorað sautján mörk.getty/Igor Kralj Króatía Þjálfari: Zlatko Dalic Stjörnur liðsins: Luka Modric (Real Madrid), Ivan Rakitic (Inter), Marcelo Brozovic (Inter) Árangur á EM: Fimm sinnum með (1996, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur átta-liða úrslit (1996, 2008) Króatar lentu í 2. sæti á síðasta stórmóti, HM 2018, þegar gullkynslóð þeirra toppaði. Síðan þá hafa nokkrir leikmenn lagt landsliðsskóna á hilluna en kanónur eins og Luka Modric, Dejan Lovren, Ivan Rakitic og Marcelo Brozovic eru enn til staðar. Króatía vann sinn riðil í undankeppni EM og fékk sautján stig af 24 mögulegum. Króatíska liðinu gekk hins vegar illa í Þjóðadeildinni og var heppið að falla ekki niður í B-deild. EM í ár verður sennilega hinsti dans króatísku gullkynslóðarinnar og spurningin er hversu mikið Zlatko Dalic getur kreist út úr Modric, Rakitic og félögum. Króatía ætti að fara upp úr riðlinum og eftir það er allt mögulegt eins og króatíska liðið sýndi á HM 2018 þar sem það komst í úrslit eftir tvær vítaspyrnukeppnir og svo sigur í framlenginu á móti Englandi í undanúrslitunum. Skotar fagna EM-sætinu eftir sigur á Serbum í vítaspyrnukeppni í umspili.getty/Nikola Krstic Skotland Þjálfari: Steve Clarke Stjörnur liðsins: Andy Robertson (Liverpool), Kieran Tierney (Arsenal), Scott McTominay (Man. Utd.) Árangur á EM: Tvisvar sinnum með (1992, 1996). Besti árangur riðlakeppni (1992, 1996) Loksins, loksins komust Skotar á stórmót eftir 23 ára bið. Leiðin á áfangastað var langt frá því að vera greið en Skotar unnu Ísraela og Serba í vítaspyrnukeppni í EM-umspilinu. Skoska liðið byggir á sterkum kjarna leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni eins og Andy Robertson, Kieran Tierney, Scott McTominay og John McGinn. Mikið mun mæða á þeim síðastnefnda en hann er langmarkahæstur í skoska hópnum, þó ekki með nema tíu landsliðsmörk. Skotar verða á heimavelli í tveimur af þremur leikjum sínum í D-riðli og mæta svo Englendingum á Wembley eins og þeir gerðu á EM 1996. Skotar verða væntanlega í baráttu við Tékka um 3. sæti riðilsins og vonast til að það fleyti þeim í útsláttarkeppnina. Tékkar eru með á sjöunda Evrópumótinu í röð.getty/Thomas Eisenhuth Tékkland Þjálfari: Jaroslav Silhavý Stjörnur liðsins: Tomás Soucek (West Ham), Patrik Schick (Bayer Leverkusen), Vladimír Coufal (West Ham) Árangur á EM: Níu sinnum með (1960, 1976, 1980, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1976 Tékkar eru fastagestir á EM en þeir eru nú með á sjöunda Evrópumótinu í röð. Þeir ollu miklum vonbrigðum á EM 2016 og komust ekki upp úr riðlakeppninni. Tékkland tryggði sér EM-sætið með því að enda í 2. sæti A-riðils á eftir Englandi. Tékkar unnu fimm af átta leikjum sínum og töpuðu þremur, þar af báðum leikjunum fyrir Englendingum sem þeir mæta nú aftur á EM. Tékkneska liðinu gekk vel í síðustu Þjóðadeild og vann sér sæti í A-deildinni. Það mætir því með sjálfstraust til leiks á EM. Tékkneska liðið er ekki stjörnum prýtt og reynslan í því frekar lítil en liðsheildin er sterk. Mikið mæðir á West Ham-mönnunum Vladimír Coufal og Tomás Soucek og í framlínunni treysta Tékkar á helst á Patrik Schick, leikmann Bayer Leverkusen. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í D-riðli mætir liðinu sem endar í 2. sæti F-riðils (Ungverjaland, Portúgal, Frakkland, Þýskaland). Liðið í 2. sæti D-riðils mætir liðinu sem endar í 2. sæti E-riðils (Spánn, Svíþjóð, Pólland, Slóvakía). Liðið úr 3. sæti D-riðils gæti mögulega mætt sigurliðinu úr B-, C- eða E-riðli. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01 20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00 21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
England lenti í 4. sæti á HM 2018 og síðan þá hafa ungir og spennandi leikmenn bæst við enska hópinn. Væntingarnar til Englendinga eru því talsverðar eins og venjulega. Eftir rúmlega tveggja áratuga bið komust Skotar aftur á stórmót með dramatískum hætti. Líkt og á EM 1996, síðasta Evrópumótinu sem þeir komust á, eru þeir með Englendingum í riðli. Króatar eru einnig í D-riðli og Englendingar vilja eflaust ná fram hefndnum gegn þeim eftir tapið sára í undanúrslitum HM 2018. Fjórða og síðasta liðið D-riðli er svo Tékkland sem þykir ekki líklegt til afreka. LEIKIRNIR Í D-RIÐLI: 13. júní: England-Króatía, Wembley 14. júní: Skotland-Tékkland, Glasgow 18. júní: Króatía-Tékkland, Glasgow 18. júní: England-Skotland, Wembley 22. júní: Króatía-Skotland, Glasgow 22. júní: Tékkland-England, Wembley Raheem Sterling í baráttu við Hjört Hermannsson í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni síðasta haust.vísir/hulda margrét England Þjálfari: Gareth Southgate Stjörnur liðsins: Harry Kane (Tottenham), Raheem Sterling (Man. City), Mason Mount (Chelsea) Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2012, 2016). Besti árangur 3. sæti 1968 Englendingar tefla fram sterkara liði en því sem komst í undanúrslit á HM 2018. Kjarninn er enn sá sami en síðan þá hafa ungir og spennandi leikmenn á borð við Mason Mount, Phil Foden Jadon Sancho, Mason Greenwood og Jude Bellingham bæst við. Eins og venjulega rúllaði England yfir sinn riðil í undankeppninni, vann sjö leiki af átta og var með markatöluna 37-6. Gareth Southgate hefur svo sannarlega hráefnin en spurningin er hvernig honum tekst að blanda þeim saman. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera full varfærinn í sinni nálgun en ef hann nær að feta hinn gullna meðalveg gæti enska liðið farið langt. Englendingar verða á heimavelli í riðlakeppninni og í 16-liða úrslitunum ef þeir vinna riðilinn. Þá fara undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir fram á Wembley. Þar dreymir enska um að vera og fagna því að fótboltinn komi heim eins og Baddiel and Skinner sungu svo eftirminnilega um. Luka Modric sló nýverið leikjametið hjá króatíska landsliðinu. Hann hefur leikið 136 landsleiki og skorað sautján mörk.getty/Igor Kralj Króatía Þjálfari: Zlatko Dalic Stjörnur liðsins: Luka Modric (Real Madrid), Ivan Rakitic (Inter), Marcelo Brozovic (Inter) Árangur á EM: Fimm sinnum með (1996, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur átta-liða úrslit (1996, 2008) Króatar lentu í 2. sæti á síðasta stórmóti, HM 2018, þegar gullkynslóð þeirra toppaði. Síðan þá hafa nokkrir leikmenn lagt landsliðsskóna á hilluna en kanónur eins og Luka Modric, Dejan Lovren, Ivan Rakitic og Marcelo Brozovic eru enn til staðar. Króatía vann sinn riðil í undankeppni EM og fékk sautján stig af 24 mögulegum. Króatíska liðinu gekk hins vegar illa í Þjóðadeildinni og var heppið að falla ekki niður í B-deild. EM í ár verður sennilega hinsti dans króatísku gullkynslóðarinnar og spurningin er hversu mikið Zlatko Dalic getur kreist út úr Modric, Rakitic og félögum. Króatía ætti að fara upp úr riðlinum og eftir það er allt mögulegt eins og króatíska liðið sýndi á HM 2018 þar sem það komst í úrslit eftir tvær vítaspyrnukeppnir og svo sigur í framlenginu á móti Englandi í undanúrslitunum. Skotar fagna EM-sætinu eftir sigur á Serbum í vítaspyrnukeppni í umspili.getty/Nikola Krstic Skotland Þjálfari: Steve Clarke Stjörnur liðsins: Andy Robertson (Liverpool), Kieran Tierney (Arsenal), Scott McTominay (Man. Utd.) Árangur á EM: Tvisvar sinnum með (1992, 1996). Besti árangur riðlakeppni (1992, 1996) Loksins, loksins komust Skotar á stórmót eftir 23 ára bið. Leiðin á áfangastað var langt frá því að vera greið en Skotar unnu Ísraela og Serba í vítaspyrnukeppni í EM-umspilinu. Skoska liðið byggir á sterkum kjarna leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni eins og Andy Robertson, Kieran Tierney, Scott McTominay og John McGinn. Mikið mun mæða á þeim síðastnefnda en hann er langmarkahæstur í skoska hópnum, þó ekki með nema tíu landsliðsmörk. Skotar verða á heimavelli í tveimur af þremur leikjum sínum í D-riðli og mæta svo Englendingum á Wembley eins og þeir gerðu á EM 1996. Skotar verða væntanlega í baráttu við Tékka um 3. sæti riðilsins og vonast til að það fleyti þeim í útsláttarkeppnina. Tékkar eru með á sjöunda Evrópumótinu í röð.getty/Thomas Eisenhuth Tékkland Þjálfari: Jaroslav Silhavý Stjörnur liðsins: Tomás Soucek (West Ham), Patrik Schick (Bayer Leverkusen), Vladimír Coufal (West Ham) Árangur á EM: Níu sinnum með (1960, 1976, 1980, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1976 Tékkar eru fastagestir á EM en þeir eru nú með á sjöunda Evrópumótinu í röð. Þeir ollu miklum vonbrigðum á EM 2016 og komust ekki upp úr riðlakeppninni. Tékkland tryggði sér EM-sætið með því að enda í 2. sæti A-riðils á eftir Englandi. Tékkar unnu fimm af átta leikjum sínum og töpuðu þremur, þar af báðum leikjunum fyrir Englendingum sem þeir mæta nú aftur á EM. Tékkneska liðinu gekk vel í síðustu Þjóðadeild og vann sér sæti í A-deildinni. Það mætir því með sjálfstraust til leiks á EM. Tékkneska liðið er ekki stjörnum prýtt og reynslan í því frekar lítil en liðsheildin er sterk. Mikið mæðir á West Ham-mönnunum Vladimír Coufal og Tomás Soucek og í framlínunni treysta Tékkar á helst á Patrik Schick, leikmann Bayer Leverkusen. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í D-riðli mætir liðinu sem endar í 2. sæti F-riðils (Ungverjaland, Portúgal, Frakkland, Þýskaland). Liðið í 2. sæti D-riðils mætir liðinu sem endar í 2. sæti E-riðils (Spánn, Svíþjóð, Pólland, Slóvakía). Liðið úr 3. sæti D-riðils gæti mögulega mætt sigurliðinu úr B-, C- eða E-riðli.
LEIKIRNIR Í D-RIÐLI: 13. júní: England-Króatía, Wembley 14. júní: Skotland-Tékkland, Glasgow 18. júní: Króatía-Tékkland, Glasgow 18. júní: England-Skotland, Wembley 22. júní: Króatía-Skotland, Glasgow 22. júní: Tékkland-England, Wembley
Þjálfari: Gareth Southgate Stjörnur liðsins: Harry Kane (Tottenham), Raheem Sterling (Man. City), Mason Mount (Chelsea) Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2012, 2016). Besti árangur 3. sæti 1968
Þjálfari: Zlatko Dalic Stjörnur liðsins: Luka Modric (Real Madrid), Ivan Rakitic (Inter), Marcelo Brozovic (Inter) Árangur á EM: Fimm sinnum með (1996, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur átta-liða úrslit (1996, 2008)
Þjálfari: Steve Clarke Stjörnur liðsins: Andy Robertson (Liverpool), Kieran Tierney (Arsenal), Scott McTominay (Man. Utd.) Árangur á EM: Tvisvar sinnum með (1992, 1996). Besti árangur riðlakeppni (1992, 1996)
Þjálfari: Jaroslav Silhavý Stjörnur liðsins: Tomás Soucek (West Ham), Patrik Schick (Bayer Leverkusen), Vladimír Coufal (West Ham) Árangur á EM: Níu sinnum með (1960, 1976, 1980, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1976
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01 20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00 21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00
19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01
20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00
21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01
22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30
23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01
24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00