Ákærðu krafin um tæplega 70 milljónir í bætur Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 15:46 Þrír karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir morðið í samverknaði. Vísir/Vilhelm Þau fjögur sem ákærð eru fyrir að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn eru sameiginlega krafin um rúmlega 68 milljónir í bætur ásamt vöxtum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur fjórmenningunum sem Vísir hefur undir höndum. Þrír karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir morðið í samverknaði, þau Angjelin Sterkaj, Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Angjelin hefur játað að hafa myrt Armando við heimili hans í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. Armando var skotinn níu sinnum með 22 kalíbera skammbyssu sem búin var hljóðdeyfi. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, er einnig ákærð. Eins og Kompás greindi frá fyrr í mánuðinum er hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, eru einnig ákærðir vegna málsins. Annar þeirra var vinur þess myrta en hinn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Í ákærunni gerir Þóranna Helga Gunnarsdóttir, eiginkona Armando, miskabótakröfur fyrir sína hönd sem og fyrir hönd sonar síns og ófædds barns þeirra Armando. Hvert um sig krefst fimm milljóna í miskabætur og greiðslu útfararkostnaðar. Þá er einnig farið fram á bætur fyrir missi framfæranda, en samanlagt hljóða þær upp á 43 milljónir króna. Foreldrar Armando krefjast einnig fimm milljóna í miskabætur hvort um sig. Farið er fram á greiðslu málskostnaðar af hálfu allra þeirra sem gera kröfur í málinu. Málið var sent til héraðssaksóknara þann 3. maí síðastliðinn og höfðu þá fjórtán manns stöðu sakbornings. Ekki er ljóst hvað héraðssaksóknari hyggst hafast að hvað tíu af þeim fjórtán varðar. Málið er höfðað fyrri Héraðsdómi Reykjavíkur af hálfu héraðssaksóknara. Hér að neðan má sjá viðtal við Þórönnu Helgu, eiginkonu Armando, úr Kompás fyrr í mánuðinum: Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11. maí 2021 16:56 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Þrír karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir morðið í samverknaði, þau Angjelin Sterkaj, Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Angjelin hefur játað að hafa myrt Armando við heimili hans í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. Armando var skotinn níu sinnum með 22 kalíbera skammbyssu sem búin var hljóðdeyfi. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, er einnig ákærð. Eins og Kompás greindi frá fyrr í mánuðinum er hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, eru einnig ákærðir vegna málsins. Annar þeirra var vinur þess myrta en hinn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Í ákærunni gerir Þóranna Helga Gunnarsdóttir, eiginkona Armando, miskabótakröfur fyrir sína hönd sem og fyrir hönd sonar síns og ófædds barns þeirra Armando. Hvert um sig krefst fimm milljóna í miskabætur og greiðslu útfararkostnaðar. Þá er einnig farið fram á bætur fyrir missi framfæranda, en samanlagt hljóða þær upp á 43 milljónir króna. Foreldrar Armando krefjast einnig fimm milljóna í miskabætur hvort um sig. Farið er fram á greiðslu málskostnaðar af hálfu allra þeirra sem gera kröfur í málinu. Málið var sent til héraðssaksóknara þann 3. maí síðastliðinn og höfðu þá fjórtán manns stöðu sakbornings. Ekki er ljóst hvað héraðssaksóknari hyggst hafast að hvað tíu af þeim fjórtán varðar. Málið er höfðað fyrri Héraðsdómi Reykjavíkur af hálfu héraðssaksóknara. Hér að neðan má sjá viðtal við Þórönnu Helgu, eiginkonu Armando, úr Kompás fyrr í mánuðinum:
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11. maí 2021 16:56 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00
Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11. maí 2021 16:56
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01