Kristján Einar sýknaður af ákæru um líkamsárás Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 20:41 instagram Kristján Einar Sigurbjörnsson, unnusti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás í Landsrétti. Dómi héraðsdóms í málinu var þannig snúið við en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkamsárásina í desember 2019. Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“ Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“
Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
„Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30
Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11
Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02