Ekki sama hvar eða hvenær fjölskyldan hyggst dýfa tánum í náttúrubað Eiður Þór Árnason skrifar 22. maí 2021 11:00 Svokölluð náttúruböð njóta aukinna vinsælda og hefur þeim fjölgað hægt og þétt á síðustu árum. Samsett Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu ferðamannastaða hérlendis á síðustu árum og enn bætist í flóru baðstaða sem er ætlað að bjóða upp á eitthvað annað en hina hefðbundnu sundlaugaupplifun. Styttist nú óðum í sumarleyfi hjá fjölda Íslendinga og eflaust margar fjölskyldur farnar að íhuga hvort dýfa eigi tánum í manngerðar náttúrulaugar á ferðum sínum innanlands. Vísir tók saman hvað það kostar fyrir hina hefðbundnu vísitölufjölskyldu að kíkja í lónin og skoðaði verð á sjö mismunandi baðstöðum víðs vegar um landið. Miðast samanburðurinn við ferð tveggja fullorðinna auk tveggja barna á aldrinum átta og þrettán ára. Allt að 49 prósenta verðmunur Af þeim stöðum sem voru til skoðunar er ódýrast fyrir umrædda fjölskyldu að fara í Laugarvatn Fontana þar sem hún myndi greiða 9.900 krónur fyrir allan hópinn. Dýrast yrði hins vegar að fara í hið nýopnaða Sky Lagoon á Kársnesi, jafnvel þó gert sé ráð fyrir því að yngsta barnið fái ekki að stíga fæti í lónið vegna aldurstakmarkanna. Ef foreldrunum er illa við að skilja það yngsta eftir heima þá er dýrasti kosturinn að fara í Vök Baths við Urriðavatn þar sem umrædd vísitölufjölskylda þyrfti að borga 14.800 krónur fyrir að fara í sjóböðin. Munar þar með um 49 prósentum á hæsta og lægsta verði ef ekki er horft til tímabundinna tilboða. Rýna má í verðsamanburðinn í töflunni hér fyrir neðan. Hafa ber í huga að þar er ekki tekið mið af öllum tilboðum eða afsláttum sem einstaka staðir kunna að bjóða upp á. Verðin eru fengin af vefsíðum baðstaðanna og var ódýrasti pakkinn valinn þar sem við átti. Misjafnt er hvort ýmis þjónusta á borð við afnot af handklæði er innifalin í verðinu. Þá getur aldur barna haft nokkur áhrif á heildarkostnað fjölskyldna. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Vök Baths. Neytendur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Fjármál heimilisins Verðlag Sky Lagoon Bláa lónið Tengdar fréttir Innlit í baðlónið á Kársnesinu og skrefin sjö sem gestirnir fara í gegnum Baðlónið Sky Lagoon opnaði í síðasta mánuði úti á Kársnesi í Kópavogi og hefur nánast verið uppselt í lónið síðan þá. 14. maí 2021 10:31 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Styttist nú óðum í sumarleyfi hjá fjölda Íslendinga og eflaust margar fjölskyldur farnar að íhuga hvort dýfa eigi tánum í manngerðar náttúrulaugar á ferðum sínum innanlands. Vísir tók saman hvað það kostar fyrir hina hefðbundnu vísitölufjölskyldu að kíkja í lónin og skoðaði verð á sjö mismunandi baðstöðum víðs vegar um landið. Miðast samanburðurinn við ferð tveggja fullorðinna auk tveggja barna á aldrinum átta og þrettán ára. Allt að 49 prósenta verðmunur Af þeim stöðum sem voru til skoðunar er ódýrast fyrir umrædda fjölskyldu að fara í Laugarvatn Fontana þar sem hún myndi greiða 9.900 krónur fyrir allan hópinn. Dýrast yrði hins vegar að fara í hið nýopnaða Sky Lagoon á Kársnesi, jafnvel þó gert sé ráð fyrir því að yngsta barnið fái ekki að stíga fæti í lónið vegna aldurstakmarkanna. Ef foreldrunum er illa við að skilja það yngsta eftir heima þá er dýrasti kosturinn að fara í Vök Baths við Urriðavatn þar sem umrædd vísitölufjölskylda þyrfti að borga 14.800 krónur fyrir að fara í sjóböðin. Munar þar með um 49 prósentum á hæsta og lægsta verði ef ekki er horft til tímabundinna tilboða. Rýna má í verðsamanburðinn í töflunni hér fyrir neðan. Hafa ber í huga að þar er ekki tekið mið af öllum tilboðum eða afsláttum sem einstaka staðir kunna að bjóða upp á. Verðin eru fengin af vefsíðum baðstaðanna og var ódýrasti pakkinn valinn þar sem við átti. Misjafnt er hvort ýmis þjónusta á borð við afnot af handklæði er innifalin í verðinu. Þá getur aldur barna haft nokkur áhrif á heildarkostnað fjölskyldna. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Vök Baths.
Neytendur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Fjármál heimilisins Verðlag Sky Lagoon Bláa lónið Tengdar fréttir Innlit í baðlónið á Kársnesinu og skrefin sjö sem gestirnir fara í gegnum Baðlónið Sky Lagoon opnaði í síðasta mánuði úti á Kársnesi í Kópavogi og hefur nánast verið uppselt í lónið síðan þá. 14. maí 2021 10:31 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Innlit í baðlónið á Kársnesinu og skrefin sjö sem gestirnir fara í gegnum Baðlónið Sky Lagoon opnaði í síðasta mánuði úti á Kársnesi í Kópavogi og hefur nánast verið uppselt í lónið síðan þá. 14. maí 2021 10:31