Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 4-0 | Aftur skora Blikar fjögur á Kópavogsvelli Andri Gíslason skrifar 21. maí 2021 21:30 Blikar unnu einkar öruggan 4-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli fyrr í kvöld og voru það Blikar sem unnu öruggan 4-0 sigur á grönnum sínum úr Garðabænum. Yfirburðir Blika voru talsverðir og sáu Stjörnumenn ekki til sólar í kvöld þrátt fyrir blíðskaparveður. Leikurinn byrjaði frekar rólega en voru Breiðablik mun meira með boltann þrátt fyrir að hafa ekki skapað sér mörg dauðafæri. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika var þeirra hættulegasti maður á vellinum og var duglegur að koma upp hægri vænginn. Á 29.mínútu var það Höskuldur sem átti fasta fyrirgjöf á Gísla Eyjólfsson sem nær skoti á markið en hrekkur í innanverða stöng. Kristinn Steindórsson sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður var fyrstur að átta sig og náði að renna boltanum í tómt markið og staðan orðin 1-0 Eftir þetta náðu Stjörnumenn að koma sér í nokkur góð skotfæri en aldrei mikil hætta fyrir framan mark Breiðabliks. Staðan var 1-0 þegar lið gengu til búningsherbergja í frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og var bara tímaspursmál hvenær annað markið myndi detta. Það gerðist á 60.mínútu þegar títtnefndur Höskuldur komst í góða fyrirgjafarstöðu á hægri kantinum og átti fastan bolta fyrir markið. Haraldur í marki Stjörnunnar nær að slá hann upp í loft en þar kemur Viktor Örn Margeirsson á ferðinni og nær að skalla boltann í netið. Á 74.mínútu leiksins fengu Blikar aukaspyrnu hægra megin á vellinum og var það Oliver Sigurjónsson sem tók spyrnuna. Spyrnan rataði beint á kollinn á Árna Vilhjálmssyni sem stýrði boltanum auðveldlega framhjá Haraldi í markinu. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma var það svo Höskuldur sem rak síðasta naglann í kistuna þegar hann stýrði boltanum í netið framhjá Haraldi í marki Stjörnunnar eftir góðan undirbúning frá Jasoni Daða sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. Flottur sigur Blika staðreynd en Stjörnumenn eru í ansi slæmum málum með aðeins tvö stig eftir fimm umferðir. Af hverju vann Breiðablik? Blikarnir voru bara mun betri en nágrannar þeirra úr Garðabænum í kvöld. Héldu boltanum vel á milli sín og náðu að skapa sér fullt af góðum færum. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson var stórkostlegur í liði Breiðabliks í kvöld. Hljóp upp og niður kantinn alveg fram á síðustu mínútu. Kristinn Steindórsson átti góðan leik í dag og einnig er hægt að nefna Árna Vilhjálmsson sem var ansi duglegur í framlínu Blika. Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk mjög illa að halda boltanum innan og voru virkilega hugmyndasnauðir í sínum sóknarleik. Mikið af háum boltum fram á völlinn sem varnarmenn Blika áttu í litlum vandræðum með Hvað gerist næst? Stjarnan mætir KA á Samsung-vellinum í Garðabæ næstkomandi mánudag og á sama tíma leggja Blikar leið sína í göngin og heimsækja Skagamenn. Mikið svekkelsi og vont tap Þorvaldur var ekki svona sáttur að leik loknum.Stjarnan Þorvaldur Örlygsson var fámæltur og vonsvikinn þegar undirritaður óskaði eftir fyrstu viðbrögðum eftir 4-0 tapið gegn Breiðablik fyrr í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru bara eins og viðbrögð eru þegar maður tapar 4-0. Mikið svekkelsi og vont tap.“ Stjörnumenn hafa einungis skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum og voru þeir ansi hugmyndasnauðir í kvöld þegar þeir komust á síðasta þriðjung vallarins. „Við reynum að finna þær.“ sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hvort hann hefði einhverjar hugmyndir um hvernig Stjörnuliðið gæti farið að skora mörk. Þegar Þorvaldur var spurður út í vistaskipti Sölva Snæ og óvænta uppsögn Rúnars Páls Sigmundssonar hafði hann þetta að segja. „Ég ætla ekki að ræða það mál, það er búið að ræða nógu mikið um þau mál. Það var ákvörðun Rúnars og ég ætla ekki að lýsa minni skoðun á því, það er bara hans ákvörðun eftir að hafa verið þarna allan veturinn.“ Fórum í smá naflaskoðun Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson var frábær í liði Breiðabliks í kvöld og var að vonum virkilega sáttur með frammistöðuna sem lið hans sýndi í kvöld. „Þetta var hrikalega jákvæð og heilsteypt frammistaða.“ Höskuldur var nokkurs konar bakvörður/vængbakvörður í kvöld og leysti hann þá stöðu með miklum sóma. „Maður er nú alltaf á vængnum einhvers staðar. Ég tek öllum verkefnum með trompi. Við erum sóknarlið þannig maður þarf að geta hlaupið til að drulla sér til baka og henta ég vel í það.“ Stöðugleiki Blika hefur ekki alveg verið nógu góður í þessum fyrstu umferðum en telur Höskuldur að frammistaðan í dag sé skref í rétta átt. „Við sýnum karakter og lögum þau atriði sem okkur fannst vanta. Við fórum í smá naflaskoðun og sáum að við vorum ekki að vinna nógu mikið sem lið. Mér fannst við allir staðráðnir í því að gera það betur og peppuðum hvorn annan þegar við unnum tæklingar og reyndum að vera með smá djöflagang. Vinnuframlag fram á við og til baka var það sem mér fannst einkenna leik okkar í dag.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Stjarnan
Breiðablik tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli fyrr í kvöld og voru það Blikar sem unnu öruggan 4-0 sigur á grönnum sínum úr Garðabænum. Yfirburðir Blika voru talsverðir og sáu Stjörnumenn ekki til sólar í kvöld þrátt fyrir blíðskaparveður. Leikurinn byrjaði frekar rólega en voru Breiðablik mun meira með boltann þrátt fyrir að hafa ekki skapað sér mörg dauðafæri. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika var þeirra hættulegasti maður á vellinum og var duglegur að koma upp hægri vænginn. Á 29.mínútu var það Höskuldur sem átti fasta fyrirgjöf á Gísla Eyjólfsson sem nær skoti á markið en hrekkur í innanverða stöng. Kristinn Steindórsson sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður var fyrstur að átta sig og náði að renna boltanum í tómt markið og staðan orðin 1-0 Eftir þetta náðu Stjörnumenn að koma sér í nokkur góð skotfæri en aldrei mikil hætta fyrir framan mark Breiðabliks. Staðan var 1-0 þegar lið gengu til búningsherbergja í frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og var bara tímaspursmál hvenær annað markið myndi detta. Það gerðist á 60.mínútu þegar títtnefndur Höskuldur komst í góða fyrirgjafarstöðu á hægri kantinum og átti fastan bolta fyrir markið. Haraldur í marki Stjörnunnar nær að slá hann upp í loft en þar kemur Viktor Örn Margeirsson á ferðinni og nær að skalla boltann í netið. Á 74.mínútu leiksins fengu Blikar aukaspyrnu hægra megin á vellinum og var það Oliver Sigurjónsson sem tók spyrnuna. Spyrnan rataði beint á kollinn á Árna Vilhjálmssyni sem stýrði boltanum auðveldlega framhjá Haraldi í markinu. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma var það svo Höskuldur sem rak síðasta naglann í kistuna þegar hann stýrði boltanum í netið framhjá Haraldi í marki Stjörnunnar eftir góðan undirbúning frá Jasoni Daða sem hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. Flottur sigur Blika staðreynd en Stjörnumenn eru í ansi slæmum málum með aðeins tvö stig eftir fimm umferðir. Af hverju vann Breiðablik? Blikarnir voru bara mun betri en nágrannar þeirra úr Garðabænum í kvöld. Héldu boltanum vel á milli sín og náðu að skapa sér fullt af góðum færum. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson var stórkostlegur í liði Breiðabliks í kvöld. Hljóp upp og niður kantinn alveg fram á síðustu mínútu. Kristinn Steindórsson átti góðan leik í dag og einnig er hægt að nefna Árna Vilhjálmsson sem var ansi duglegur í framlínu Blika. Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk mjög illa að halda boltanum innan og voru virkilega hugmyndasnauðir í sínum sóknarleik. Mikið af háum boltum fram á völlinn sem varnarmenn Blika áttu í litlum vandræðum með Hvað gerist næst? Stjarnan mætir KA á Samsung-vellinum í Garðabæ næstkomandi mánudag og á sama tíma leggja Blikar leið sína í göngin og heimsækja Skagamenn. Mikið svekkelsi og vont tap Þorvaldur var ekki svona sáttur að leik loknum.Stjarnan Þorvaldur Örlygsson var fámæltur og vonsvikinn þegar undirritaður óskaði eftir fyrstu viðbrögðum eftir 4-0 tapið gegn Breiðablik fyrr í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru bara eins og viðbrögð eru þegar maður tapar 4-0. Mikið svekkelsi og vont tap.“ Stjörnumenn hafa einungis skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum og voru þeir ansi hugmyndasnauðir í kvöld þegar þeir komust á síðasta þriðjung vallarins. „Við reynum að finna þær.“ sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hvort hann hefði einhverjar hugmyndir um hvernig Stjörnuliðið gæti farið að skora mörk. Þegar Þorvaldur var spurður út í vistaskipti Sölva Snæ og óvænta uppsögn Rúnars Páls Sigmundssonar hafði hann þetta að segja. „Ég ætla ekki að ræða það mál, það er búið að ræða nógu mikið um þau mál. Það var ákvörðun Rúnars og ég ætla ekki að lýsa minni skoðun á því, það er bara hans ákvörðun eftir að hafa verið þarna allan veturinn.“ Fórum í smá naflaskoðun Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson var frábær í liði Breiðabliks í kvöld og var að vonum virkilega sáttur með frammistöðuna sem lið hans sýndi í kvöld. „Þetta var hrikalega jákvæð og heilsteypt frammistaða.“ Höskuldur var nokkurs konar bakvörður/vængbakvörður í kvöld og leysti hann þá stöðu með miklum sóma. „Maður er nú alltaf á vængnum einhvers staðar. Ég tek öllum verkefnum með trompi. Við erum sóknarlið þannig maður þarf að geta hlaupið til að drulla sér til baka og henta ég vel í það.“ Stöðugleiki Blika hefur ekki alveg verið nógu góður í þessum fyrstu umferðum en telur Höskuldur að frammistaðan í dag sé skref í rétta átt. „Við sýnum karakter og lögum þau atriði sem okkur fannst vanta. Við fórum í smá naflaskoðun og sáum að við vorum ekki að vinna nógu mikið sem lið. Mér fannst við allir staðráðnir í því að gera það betur og peppuðum hvorn annan þegar við unnum tæklingar og reyndum að vera með smá djöflagang. Vinnuframlag fram á við og til baka var það sem mér fannst einkenna leik okkar í dag.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti