Falla frá hugmyndum um leikskóla á Hagatorgi Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2021 15:00 Byggja á upp almenningsgarð á Hagatorgi í Vesturbænum. Stöð 2 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp færanlegum leikskóla á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Þess í stað verði byggður upp almenningsgarður á torginu. Þetta kemur fram í pósti frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, sem sendur var út í kjölfar fundar borgarráðs í dag. „Við samþykktum að þróa Hagatorg sem almenningsgarð og almenningsrými en falla frá hugmyndum um færanlegan leikskóla þar. Verkefnið mun taka á sig mynd í góð samráði og er umferðaröryggi og samspil við nærliggjandi skóla eitt af því sem skoðað verður með sérstaka áherslu á öruggar göngutengingar,“ segir borgarstjóri. Áður hafði komið fram að borgin liti meðal annars til Hagatorgs fyrir færanlegan leikskóla sem myndi rýma um sextíu börn. Í borgarráði í dag var samþykkt að setja þrjár staðsetningar undir nýja leikskóla í forgang: við Nauthólsveg 81, Vogabyggð 5 og Eggertsgötu 35. Er með þessu ætlað að mæta mikilli fjölgun barna í borginni, vistun yngri barna og minnkun á skutli milli borgarhluta. Hugmyndin um færanlegu leikskólana var hluti af vinnu starfshóps sem hafði yfirskriftina Brúum bilið á meðan við brúum bilið. Kom þar fram að stefnt yrði að því að koma fimm nýjum leikskólum fyrir á höfuðborgarsvæðinu, sem verði færanlegir og víkjandi fyrir annarri starfsemi: í Vogabyggð 5, Nauthólsvegi 81, Barónsstíg 34, Eggertsgötu 35 og Hagatorgi. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. 8. maí 2021 21:01 Leikskóla á Hagatorg Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn. 6. maí 2021 13:19 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, sem sendur var út í kjölfar fundar borgarráðs í dag. „Við samþykktum að þróa Hagatorg sem almenningsgarð og almenningsrými en falla frá hugmyndum um færanlegan leikskóla þar. Verkefnið mun taka á sig mynd í góð samráði og er umferðaröryggi og samspil við nærliggjandi skóla eitt af því sem skoðað verður með sérstaka áherslu á öruggar göngutengingar,“ segir borgarstjóri. Áður hafði komið fram að borgin liti meðal annars til Hagatorgs fyrir færanlegan leikskóla sem myndi rýma um sextíu börn. Í borgarráði í dag var samþykkt að setja þrjár staðsetningar undir nýja leikskóla í forgang: við Nauthólsveg 81, Vogabyggð 5 og Eggertsgötu 35. Er með þessu ætlað að mæta mikilli fjölgun barna í borginni, vistun yngri barna og minnkun á skutli milli borgarhluta. Hugmyndin um færanlegu leikskólana var hluti af vinnu starfshóps sem hafði yfirskriftina Brúum bilið á meðan við brúum bilið. Kom þar fram að stefnt yrði að því að koma fimm nýjum leikskólum fyrir á höfuðborgarsvæðinu, sem verði færanlegir og víkjandi fyrir annarri starfsemi: í Vogabyggð 5, Nauthólsvegi 81, Barónsstíg 34, Eggertsgötu 35 og Hagatorgi.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. 8. maí 2021 21:01 Leikskóla á Hagatorg Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn. 6. maí 2021 13:19 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. 8. maí 2021 21:01
Leikskóla á Hagatorg Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn. 6. maí 2021 13:19