Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem veita manni innblástur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2021 14:00 Hönnuðurnir Eygló, Anita og Magnea eru með sýningu saman í versluninni KIOSK á HönnunarMars. Vísir/Vilhelm Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. „Ég er að frumsýna og kynna gleraugnalínu sem ég hannaði í samstarfi við breska merkið Cutler and Gross í London. Gleraugnalínan er hönnuð fyrir konur og einkennist af sterkum litasamsetningum, en við lögðum miklar áherslur smáatriðin í hönnuninni. Gleraugun eru framleidd á Ítalíu og eru handgerð en þau ríma vel við litríku kjólanna sem við gerum,“ segir Anita. Virtasti gleraugnaframleiðandi í heimi „Ég var að koma með þrjá nýja kjóla sem eru klassískir og tímalausir og ganga allan ársins hring. Einn svartur, grár og hvítur með fallegum litasamsetningum. Ég er þekkt fyrir mjög litríka stíla og kvenleg snið sem þeir kjólar eru svo sannarlega. En svo í fyrsta skipti gerði ég aftur þekktan kjól sem heitir Blossom kjóllinn, hvítur með ferskum nýjum litasamsetningum, hann hefur verið mjög vinsæll giftingarkjóll.“ Anita segir að í þetta skipti hafi innblásturinn byrjað út frá litapallettunni. „Ég byrjaði að mála og blanda litina saman og vann munstrin á marga vegu, og gerði ótal tilraunir með tóna af litum. En þetta ferli er það skemmtilegast, mér síðan fannst fallegast að leyfa litunum saman að njóta sín á klassískum svörtum og gráum og hvítum bakgrunni.“ Hún telur að samstarfið við Cutler and Gross hafi hugsanlega aldrei komið til, ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldurinn. „Cutler and Gross er einn virtasti gleraugnaframleiðandi í heimi. Yfirhönnuður Cutler and Gross í Bretlandi er kúnni hjá mér og hafa fylgt mér síðan ég útskrifaðist úr Central Saint Martins í London. Mér hefur lengi langað að prufa mig áfram í gleraugnahönnun enda er ég sjálf með gleraugu og finnst þetta vera fylgihlutur sem við flest þurfum á að halda einhvern tíma á lífsleiðinni. Við ákváðum síðan í vetur að byrja að vinna saman en þá var Bretland í lockdown en við tókum alla fundi á zoom og hönnuðum þetta saman þar sem var mjög svo krefjandi. Ég var með ákveðnar hugmyndir um form og liti en okkur langaði að gleraugun væri hægt að nota sem sólgleraugu sem og fyrir styrkleika.“ Yiwei Li Kjörið að sameina kraftana Hún viðurkennir að það að hanna gleraugu sé ekki einfalt og hafi í raun verið mjög mikil áskorun. Það er einfaldlega svo mikið af smáatriðum sem þarf að hafa í huga og eins gæðin og valið á efniviðnum. Hún segir að útkoman hafi verið eftirtektarverð gleraugu sem fanga persónuleika kvenna. „Áherslur eru á handverk en skrefin að búa til ein gleraugu eru 42 talsins og öll handgerð á Ítalíu. Formin eru kvenleg en áherslur eru á liti, form og skala. Gleraugun eru fyrir konur sem vilja gæði en þau eru ekki fjöldaframleidd í mörgum eintökum. Gleraugun koma í sölu í sumar og verða í sölu í Kiosk Granda og einnig í verslun Sjáðu á Hverfisgötu en merkið er einmitt til sölu þar.“ Anita segir að KIOSK ævintýrið hafi gengið vonum framar. „Okkur fannst vera kjörið tækifæri þegar faraldurinn byrjaði að sameina krafta okkar allra enda fannst okkur vanta verslun þar sem kúnnar geta keypt milliliðalaust af hönnuðum. Við erum ólíkar og allar með sterka reynslu af verslunarrekstri og þegar tækifæri gafst ákváðum við að slá til. Það er bara ótrúlega gefandi að vinna með svona flottum konum og hönnuðum sem gefa manni innblástur inn í lífið.“ Það sem Anitu finnst einkenna HönnunarMars í ár er þrautseigja, bjartsýni og frelsi. Hún ætlar sjálf að reyna að gefa sér tíma í að sjá hvað aðrir eru að gera og sýna. „Þetta er einstakt tækifæri á að hitta hönnuði og ég hvet fólk að gefa sér tíma í að sjá hvað við eigum hugmyndaríka hönnuði.“ Hægt er að fylgjast með Anitu á vefsíðunni www.anita-hirlekar.shop og Instagram undir nafninu @anita_hirlekar. Yiwei Li Ný lína í haust Magnea Einarsdóttir sýnir verk í vinnslu á HönnunarMars í ár. „Ný lína er væntanleg í haust og ég ætla að bjóða gestum og gangandi að skyggnast inn í sköpunarferlið og fylgjast með þróun á flíkunum. Fyrstu prufur eru tilbúnar og verð ég með þær til sýnis í Kiosk Granda ásamt ljósmyndum sem gefa vísbendingar um áframhaldandi þróun. Ég er að vinna með prjón eins og áður. Ég hef verið að þróa ný snið og ákvað að fara þá leið að fá prufuflíkur í hlutlausum litum. Í línunni er einnig að finna nýja yfirhafnir úr 100% íslenskri ull sem framleiddar eru hér í Reykjavík,“ útskýrir Magnea. Rut Sigurðar „Ég hef verið upptekin af sjálfbærni og umhverfismálum í tísku og vil leggja mitt af mörkum þar. Eitt af því sem ég hef verið að rannsaka eru umhverfisvæn efni og hef ég unnið mikið með íslenska ull og kynnti línu yfirhafna úr henni síðast liðið haust. Það má segja að ullin sjálf hafi verið innblástur þessarar línu og ég hef verið að prófa mig áfram með misjafna áferð í hlutlausum litum og umhverfisvænum efnum. Á sýningunni fá áhorfendur svo tækifæri til að taka þátt í sköpunarferlinu og leggja til sínar hugmyndir að litum og litasamsetningum en titill sýningarinnar er - Hver er þinn uppáhalds litur?“ Magnea leggur áherslu á að gera nýja og ferska hluti í prjóni og. að skapa efnin sem hún vinnur sjálf frá grunni. „Ég geri tilraunir með efni og aðferðir, hef auga með smáatriðum og frágangi ásamt ástríðu fyrir sjálfbærni og umhverfisvænni tísku. Með áherslu á íslenskt hráefni og framleiðslu vil ég bjóða upp á vöru með lágmarks kolefnisspor en ég vinn einnig með framleiðendum í Evrópu. Prjónið og efnin eru síðan vandlega útfærð í látlaus snið og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri.“ Rut Sigurðar Þéttur hópur fimm kvenna Hún er ótrúlega ánægð með meðbyrinn með KIOSK og segir að þeirra helsta áskorun hingað til hafi verið að anna eftirspurn. „Ég hafði rekið verslun og sýningarrými með Anítu Hirlekar í nokkur ár og við stóðum á krossgötum og vorum að velta fyrir okkur næstu skrefum þegar Eygló hringdi og bauð okkur að vera með í nýrri verslun ásamt tveimur öðrum hönnuðum - Kiosk Granda. Þegar ég kom inn í húsnæðið var ekki aftur snúið, umhverfið á Grandanum er einstakt og við sem hönnuðir erum skemmtilega ólíkar með okkar misjöfnu áherslur sem myndar gott jafnvægi og passa vel saman í rýminu. Þetta var því hreint ekki erfið ákvörðun,“ segir Magnea. „Hugmyndafræði Kiosk byggir á samrekinni verslun hönnuða. Við erum þéttur hópur fimm kvenna sem rekum allar okkar eigin merki en sameinumst undir einu þaki í verslun þar sem samstarf og stuðningur er lykilatriði. Við skiptumst á að standa vaktina og þannig skapast jafnvægi milli þess að sinna hönnun og viðskiptavinum. Í alla staði frábært konsept sem gengur frábærlega vel upp.“ Rut Sigurðar Magnea telur að bjartsýni, fjölbreytni og framsýn hugsun einkenni HönnunarMars í ár. Hún ætlar að heimsækja nokkra sýningarstaði í dag og um helgina en hátíðinni lýkur formlega á sunnudag. „Á föstudagskvöld ætla ég að fara í Vesturbæjarlaugina og fylgjast með samhæfðu sundi og kynningu á nýrri sundfatalínu BAHNS og kíkja svo við á opnun Hlínar Reykdal í Stefánsbúð. Um helgina langar mig síðan að koma við í Ásmundarsal, Gerðarsafni og á Hönnunarsafni Íslands þar sem eru að opna spennandi og fjölbreyttar sýningar.“ Næst á dagskrá hjá Magneu er að klára línuna sem hún er að sýna á HönnunarMars en hún er væntanleg á markað í ágúst. Svo ætlar hún að halda áfram með tilraunir og þróun á nýjum hugmyndum. Hægt er að fylgjast með Magneu á Instagram undir nafninu @magnea.reykjavik og á vefsíðunni magneareykjavik.com. Rut Sigurðar Hönnuðurinn Eygló Margrét Lárusdóttir sýnir nýja línu á HönnunarMars sem er samstarfsverkefni hennar við Hugleik Dagson. Eygló lýsir flíkunum sem skemmtilegum, praktískum og fyrir öll kyn. „Alveg mjög skemmtilegum.“ Eygló segir að það sem hafi heillað sig við myndasögur Hugleiks hafi verið litapallettan og munstrin. Þetta eru þó verk sem ekki allir þekkja frá listamanninum. „Þau höfðu samband við mig fyrir áramót, fór svo að grúska í þessu í janúar. Samstarfið hefur gengið stórkostlega. Mjög áreynslulaust og þægilegt. Erum greinilega með sama smekk.“ Hennar áhersla er á að gera fatnað sem hægt er að nota mikið en gera hann spennandi. „Það sem mér finnst það besta við Kiosk er að þú kaupir beint frá hönnuði. Maður getur gert allskonar tilraunir og sett fram í búð og séð viðbrögðin strax. Svo eru stelpurnar sem eru með mér bara svo hrikalega skemmtilegar. Besti saumaklúbburinn. Það hefur gengið mjög vel á Grandanum og erum mjög þakklátar fyrir viðtökurnar. Nú eru helstu áskoranirnar að hafa nógu reglulega nýjar vörur.“ Eygló mælir mjög mikið með þessu fyrirkomulagi fyrir hönnuði. „Allir hjá okkur hafa sitt hlutverk, ég er til dæmis fjármálastjórinn. Mjög góð tilfinning að vera hluti af hóp og geta leitað ráða ef eitthvað vantar.“ Eygló segir að það sem einkenni HönnunarMars í ár sé gleði og þakklæti fyrir að hægt sé að halda hátíðina. Einnig bjartsýni. Sjálf ætlar hún að hoppa á milli sýninga um helgina. Hægt er að fylgjast með Eygló á Instagram undir @eygloreykjavik. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagur þrjú á HönnunarMars Þriðji dagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og það er kominn föstudagur. Dagskrá dagsins í dag er að vanda fullhlaðin. 21. maí 2021 09:30 Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár. 21. maí 2021 06:01 Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01 Íslenska ullin í húseingangrun, uppgræðslu lands og umhverfisvæn kælibox Að einangra hús með ull, uppgræðsla lands með ull, umhverfisvæn kælibox fyrir fisk úr ull og rekjanleiki ullar urðu hlutskörpust í Ullarþoni 2021. Úrslitin voru tilkynnt á HönnunarMars í gær og sýnt var frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á Vís. 21. maí 2021 08:43 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég er að frumsýna og kynna gleraugnalínu sem ég hannaði í samstarfi við breska merkið Cutler and Gross í London. Gleraugnalínan er hönnuð fyrir konur og einkennist af sterkum litasamsetningum, en við lögðum miklar áherslur smáatriðin í hönnuninni. Gleraugun eru framleidd á Ítalíu og eru handgerð en þau ríma vel við litríku kjólanna sem við gerum,“ segir Anita. Virtasti gleraugnaframleiðandi í heimi „Ég var að koma með þrjá nýja kjóla sem eru klassískir og tímalausir og ganga allan ársins hring. Einn svartur, grár og hvítur með fallegum litasamsetningum. Ég er þekkt fyrir mjög litríka stíla og kvenleg snið sem þeir kjólar eru svo sannarlega. En svo í fyrsta skipti gerði ég aftur þekktan kjól sem heitir Blossom kjóllinn, hvítur með ferskum nýjum litasamsetningum, hann hefur verið mjög vinsæll giftingarkjóll.“ Anita segir að í þetta skipti hafi innblásturinn byrjað út frá litapallettunni. „Ég byrjaði að mála og blanda litina saman og vann munstrin á marga vegu, og gerði ótal tilraunir með tóna af litum. En þetta ferli er það skemmtilegast, mér síðan fannst fallegast að leyfa litunum saman að njóta sín á klassískum svörtum og gráum og hvítum bakgrunni.“ Hún telur að samstarfið við Cutler and Gross hafi hugsanlega aldrei komið til, ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldurinn. „Cutler and Gross er einn virtasti gleraugnaframleiðandi í heimi. Yfirhönnuður Cutler and Gross í Bretlandi er kúnni hjá mér og hafa fylgt mér síðan ég útskrifaðist úr Central Saint Martins í London. Mér hefur lengi langað að prufa mig áfram í gleraugnahönnun enda er ég sjálf með gleraugu og finnst þetta vera fylgihlutur sem við flest þurfum á að halda einhvern tíma á lífsleiðinni. Við ákváðum síðan í vetur að byrja að vinna saman en þá var Bretland í lockdown en við tókum alla fundi á zoom og hönnuðum þetta saman þar sem var mjög svo krefjandi. Ég var með ákveðnar hugmyndir um form og liti en okkur langaði að gleraugun væri hægt að nota sem sólgleraugu sem og fyrir styrkleika.“ Yiwei Li Kjörið að sameina kraftana Hún viðurkennir að það að hanna gleraugu sé ekki einfalt og hafi í raun verið mjög mikil áskorun. Það er einfaldlega svo mikið af smáatriðum sem þarf að hafa í huga og eins gæðin og valið á efniviðnum. Hún segir að útkoman hafi verið eftirtektarverð gleraugu sem fanga persónuleika kvenna. „Áherslur eru á handverk en skrefin að búa til ein gleraugu eru 42 talsins og öll handgerð á Ítalíu. Formin eru kvenleg en áherslur eru á liti, form og skala. Gleraugun eru fyrir konur sem vilja gæði en þau eru ekki fjöldaframleidd í mörgum eintökum. Gleraugun koma í sölu í sumar og verða í sölu í Kiosk Granda og einnig í verslun Sjáðu á Hverfisgötu en merkið er einmitt til sölu þar.“ Anita segir að KIOSK ævintýrið hafi gengið vonum framar. „Okkur fannst vera kjörið tækifæri þegar faraldurinn byrjaði að sameina krafta okkar allra enda fannst okkur vanta verslun þar sem kúnnar geta keypt milliliðalaust af hönnuðum. Við erum ólíkar og allar með sterka reynslu af verslunarrekstri og þegar tækifæri gafst ákváðum við að slá til. Það er bara ótrúlega gefandi að vinna með svona flottum konum og hönnuðum sem gefa manni innblástur inn í lífið.“ Það sem Anitu finnst einkenna HönnunarMars í ár er þrautseigja, bjartsýni og frelsi. Hún ætlar sjálf að reyna að gefa sér tíma í að sjá hvað aðrir eru að gera og sýna. „Þetta er einstakt tækifæri á að hitta hönnuði og ég hvet fólk að gefa sér tíma í að sjá hvað við eigum hugmyndaríka hönnuði.“ Hægt er að fylgjast með Anitu á vefsíðunni www.anita-hirlekar.shop og Instagram undir nafninu @anita_hirlekar. Yiwei Li Ný lína í haust Magnea Einarsdóttir sýnir verk í vinnslu á HönnunarMars í ár. „Ný lína er væntanleg í haust og ég ætla að bjóða gestum og gangandi að skyggnast inn í sköpunarferlið og fylgjast með þróun á flíkunum. Fyrstu prufur eru tilbúnar og verð ég með þær til sýnis í Kiosk Granda ásamt ljósmyndum sem gefa vísbendingar um áframhaldandi þróun. Ég er að vinna með prjón eins og áður. Ég hef verið að þróa ný snið og ákvað að fara þá leið að fá prufuflíkur í hlutlausum litum. Í línunni er einnig að finna nýja yfirhafnir úr 100% íslenskri ull sem framleiddar eru hér í Reykjavík,“ útskýrir Magnea. Rut Sigurðar „Ég hef verið upptekin af sjálfbærni og umhverfismálum í tísku og vil leggja mitt af mörkum þar. Eitt af því sem ég hef verið að rannsaka eru umhverfisvæn efni og hef ég unnið mikið með íslenska ull og kynnti línu yfirhafna úr henni síðast liðið haust. Það má segja að ullin sjálf hafi verið innblástur þessarar línu og ég hef verið að prófa mig áfram með misjafna áferð í hlutlausum litum og umhverfisvænum efnum. Á sýningunni fá áhorfendur svo tækifæri til að taka þátt í sköpunarferlinu og leggja til sínar hugmyndir að litum og litasamsetningum en titill sýningarinnar er - Hver er þinn uppáhalds litur?“ Magnea leggur áherslu á að gera nýja og ferska hluti í prjóni og. að skapa efnin sem hún vinnur sjálf frá grunni. „Ég geri tilraunir með efni og aðferðir, hef auga með smáatriðum og frágangi ásamt ástríðu fyrir sjálfbærni og umhverfisvænni tísku. Með áherslu á íslenskt hráefni og framleiðslu vil ég bjóða upp á vöru með lágmarks kolefnisspor en ég vinn einnig með framleiðendum í Evrópu. Prjónið og efnin eru síðan vandlega útfærð í látlaus snið og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri.“ Rut Sigurðar Þéttur hópur fimm kvenna Hún er ótrúlega ánægð með meðbyrinn með KIOSK og segir að þeirra helsta áskorun hingað til hafi verið að anna eftirspurn. „Ég hafði rekið verslun og sýningarrými með Anítu Hirlekar í nokkur ár og við stóðum á krossgötum og vorum að velta fyrir okkur næstu skrefum þegar Eygló hringdi og bauð okkur að vera með í nýrri verslun ásamt tveimur öðrum hönnuðum - Kiosk Granda. Þegar ég kom inn í húsnæðið var ekki aftur snúið, umhverfið á Grandanum er einstakt og við sem hönnuðir erum skemmtilega ólíkar með okkar misjöfnu áherslur sem myndar gott jafnvægi og passa vel saman í rýminu. Þetta var því hreint ekki erfið ákvörðun,“ segir Magnea. „Hugmyndafræði Kiosk byggir á samrekinni verslun hönnuða. Við erum þéttur hópur fimm kvenna sem rekum allar okkar eigin merki en sameinumst undir einu þaki í verslun þar sem samstarf og stuðningur er lykilatriði. Við skiptumst á að standa vaktina og þannig skapast jafnvægi milli þess að sinna hönnun og viðskiptavinum. Í alla staði frábært konsept sem gengur frábærlega vel upp.“ Rut Sigurðar Magnea telur að bjartsýni, fjölbreytni og framsýn hugsun einkenni HönnunarMars í ár. Hún ætlar að heimsækja nokkra sýningarstaði í dag og um helgina en hátíðinni lýkur formlega á sunnudag. „Á föstudagskvöld ætla ég að fara í Vesturbæjarlaugina og fylgjast með samhæfðu sundi og kynningu á nýrri sundfatalínu BAHNS og kíkja svo við á opnun Hlínar Reykdal í Stefánsbúð. Um helgina langar mig síðan að koma við í Ásmundarsal, Gerðarsafni og á Hönnunarsafni Íslands þar sem eru að opna spennandi og fjölbreyttar sýningar.“ Næst á dagskrá hjá Magneu er að klára línuna sem hún er að sýna á HönnunarMars en hún er væntanleg á markað í ágúst. Svo ætlar hún að halda áfram með tilraunir og þróun á nýjum hugmyndum. Hægt er að fylgjast með Magneu á Instagram undir nafninu @magnea.reykjavik og á vefsíðunni magneareykjavik.com. Rut Sigurðar Hönnuðurinn Eygló Margrét Lárusdóttir sýnir nýja línu á HönnunarMars sem er samstarfsverkefni hennar við Hugleik Dagson. Eygló lýsir flíkunum sem skemmtilegum, praktískum og fyrir öll kyn. „Alveg mjög skemmtilegum.“ Eygló segir að það sem hafi heillað sig við myndasögur Hugleiks hafi verið litapallettan og munstrin. Þetta eru þó verk sem ekki allir þekkja frá listamanninum. „Þau höfðu samband við mig fyrir áramót, fór svo að grúska í þessu í janúar. Samstarfið hefur gengið stórkostlega. Mjög áreynslulaust og þægilegt. Erum greinilega með sama smekk.“ Hennar áhersla er á að gera fatnað sem hægt er að nota mikið en gera hann spennandi. „Það sem mér finnst það besta við Kiosk er að þú kaupir beint frá hönnuði. Maður getur gert allskonar tilraunir og sett fram í búð og séð viðbrögðin strax. Svo eru stelpurnar sem eru með mér bara svo hrikalega skemmtilegar. Besti saumaklúbburinn. Það hefur gengið mjög vel á Grandanum og erum mjög þakklátar fyrir viðtökurnar. Nú eru helstu áskoranirnar að hafa nógu reglulega nýjar vörur.“ Eygló mælir mjög mikið með þessu fyrirkomulagi fyrir hönnuði. „Allir hjá okkur hafa sitt hlutverk, ég er til dæmis fjármálastjórinn. Mjög góð tilfinning að vera hluti af hóp og geta leitað ráða ef eitthvað vantar.“ Eygló segir að það sem einkenni HönnunarMars í ár sé gleði og þakklæti fyrir að hægt sé að halda hátíðina. Einnig bjartsýni. Sjálf ætlar hún að hoppa á milli sýninga um helgina. Hægt er að fylgjast með Eygló á Instagram undir @eygloreykjavik.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagur þrjú á HönnunarMars Þriðji dagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og það er kominn föstudagur. Dagskrá dagsins í dag er að vanda fullhlaðin. 21. maí 2021 09:30 Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár. 21. maí 2021 06:01 Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01 Íslenska ullin í húseingangrun, uppgræðslu lands og umhverfisvæn kælibox Að einangra hús með ull, uppgræðsla lands með ull, umhverfisvæn kælibox fyrir fisk úr ull og rekjanleiki ullar urðu hlutskörpust í Ullarþoni 2021. Úrslitin voru tilkynnt á HönnunarMars í gær og sýnt var frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á Vís. 21. maí 2021 08:43 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Dagur þrjú á HönnunarMars Þriðji dagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og það er kominn föstudagur. Dagskrá dagsins í dag er að vanda fullhlaðin. 21. maí 2021 09:30
Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár. 21. maí 2021 06:01
Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01
Íslenska ullin í húseingangrun, uppgræðslu lands og umhverfisvæn kælibox Að einangra hús með ull, uppgræðsla lands með ull, umhverfisvæn kælibox fyrir fisk úr ull og rekjanleiki ullar urðu hlutskörpust í Ullarþoni 2021. Úrslitin voru tilkynnt á HönnunarMars í gær og sýnt var frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á Vís. 21. maí 2021 08:43