Fótbolti

Juventus bikar­meistari á Ítalíu og PSG í Frakk­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Buffon vann enn einn bikarinn í kvöld. Hann yfirgefur Juventus í lok leiktíðarinnar og var væntanlega að spila sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld.
Buffon vann enn einn bikarinn í kvöld. Hann yfirgefur Juventus í lok leiktíðarinnar og var væntanlega að spila sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld. Alessandro Sabattini/Getty

Juventus og PSG urðu í kvöld bikarmeistarar. Juventus á Ítalíu eftir sigur á Atalanta og PSG í Frakklandi eftir sigur á Mónakó.

Dejan Kulusevski kom Juventus yfir á 31. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Ruslan Malinovsky metin.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en það var svo Federico Chiesa sem skoraði sigurmark Juventus stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Góður bikar í safnið fyrir Juventus eftir vonbrigðartímabil en þeir eru enn að berjast fyrir Meistaradeildarsæti er ein umferð er eftir á Ítalíu.

PSG vinnur að minnsta kosti einn bikar í Frakklandi eftir 2-0 bikarsigur á Mónakó.

Mauro Icardo skoraði fyrra markið á 19. mínútu eftir undirbúning Kylian Mbappe og Mbappe skoraði sjálfur annað markið á 81. mínútu.

PSG er í harði baráttu við Lille um franska deildarmeistaratitilinn en Mauricio Pochettino endar tímabilið að minnsta kosti ekki tómhentur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×