Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3 - 4| Selfoss með fullt hús stiga eftir markasúpu í Laugardalnum Andri Már Eggertsson skrifar 19. maí 2021 22:43 Selfoss er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. vísir/Hulda Margrét Selfoss er enn með fullt hús stiga eftir markasúpu í Laugardalnum. Þær komust tvisvar tveimur mörkum yfir og góðar upphafs mínútur í seinni hálfleiks urðu til þess að þær unnu leikinn að lokum 3 - 4. Fyrstu 45 mínútur kvöldsins í leik Þróttar og Selfoss voru einfaldlega stórkostlegar í alla staði. Bæði lið fengu fullt af færum sem endaði með 4 mörkum og miklu fjöri. Lorena Yvonne Baumann átti fyrsta færi leiksins. Hún slapp ein í gegn en virtist fá of mikinn tíma fyrir framan markið og hitti boltann illa sem endaði framhjá markinu. Anna María Friðgeirsdóttir gerði fyrsta mark leiksins. Caity Heap átti hornspyrnu sem var skölluð frá marki en boltinn datt beint á d bogann þar sem Anna María var og þrumaði boltanum í fjærhornið, sem kom gestunum yfir. Leikurinn róaðist síðan talsvert en Selfoss virtist vera líklegri aðilinn til að bæta við marki. Þegar tæplega 40 mínútur voru liðnar af leiknum hófst fjörið fyrir alvöru. Caity Heap kom Selfossi í tveggja marka forystu eftir mark beint úr aukaspyrnu vinstra megin á vellinum. Boltinn lak inn eftir að hafa farið beint á Írisi Dögg í markinu sem virtist hafa séð boltann seint. Þróttur minnkaði síðan muninn í næstu sókn. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir slapp ein inn fyrir og lagði boltann fram hjá Guðnýju í marki Selfoss. Þróttur voru ekki hættar því rétt fyrir hálfleik jöfnuðu þær leikinn. Andrea Rut Bjarnadóttir þræddi boltann inn fyrir á Lindu Líf Boama sem vippaði yfir Guðnýju og staðan 2-2 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af sama krafti og fyrri hálfleikur endaði. Brenna Lovera kom Selfossi í 2-3. Hólmfríður átti góða sendingu inn í teiginn þar myndaðist barningur sem endaði með að Brenna kom boltanum inn fyrir línuna. Brenna Lovera var síðan aftur á ferðinni nánast í næstu sókn þar sem hún gerði annað mark sitt í leiknum. Eva Núra gerði vel i að keyra upp hægri kantinn renndi boltanum fyrir markið þar var Brenna mætt sem skoraði. Það hægðist verulega á leiknum eftir að Selfoss voru komnar tveimur mörkum yfir. Bæði lið fóru að skipta inn á og færin voru á skornum skammti miðað við hvernig leikurinn var fyrstu 60 mínúturnar. Þróttur minnkaði muninn undir lok leiks þar var Ólöf Sigríður á ferðinni en nær komust þær ekki og fyrsta tap Þróttar á tímabilinu niðurstaðan 3 - 4. Selfoss er með fullt hús stiga á toppi Pepsi Max deildarinnar.vísir/hulda Af hverju vann Selfoss? Selfoss voru heilt yfir betri í leiknum, sköpuðu sér fleiri færi og komust tvisvar í tveggja marka forystu sem var þungur róður fyrir leikmenn Þróttar. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af töluvert meiri krafti sem skilaði þeim tveimur mörkum á stuttum tíma. Hverjar stóðu upp úr? Brenna Lovera átti góðan leik hún var allt í öllu í byrjun síðari hálfleiks og endaði á að gera tvö mörk með skömmu millibili sem fór langt með leikinn í kvöld. Caity Heap var lífleg í Selfoss liðinu í kvöld. Hún gerði vel í föstum leikatriðum bæði í hornum og þeim aukaspyrnum sem hún tók. Hún gerði annað mark Selfoss í leiknum þar sem hún skoraði beint úr aukaspyrnu. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir gerði sín fyrstu tvö mörk í deildinni í kvöld. Hún var dugleg að koma sér í færi og getur verið kát með sinn leik. Hvað gekk illa? Þróttur mætti ekki til leiks í upphafi seinni hálfleiks, þær enduðu fyrri hálfleikinn mjög vel en þessi byrjun þar sem þær voru mjög opnar sem Selfoss nýtti sér og gerðu tvö mörk. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn eftir viku fara Þróttarar á Samsungvöllinn og mæta Stjörnunni klukkan 19:15. Selfoss og Fylkir mætast á fimmtudaginn eftir viku klukkan 19:15. Alfreð Elías í rigningunni í Laugardalnum.vísir/hulda Alfreð Elías: Við ætluðum að bæta upp fyrir skituna í fyrri hálfleik „Þetta var mjög skemmtilegur leikur, við stjórnuðum honum vel í fyrri hálfleik. Það átti sér stað algjört einbeitingarleysi í okkar liði undir lok fyrri hálfleiks sem kom þeim inn í leikinn," sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss sáttur með sigurinn. Það var lítið sem benti til þess að Þróttur myndi jafna leikinn en loka mínútur fyrri hálfleiks voru afar slakar frá Selfoss liðinu í kvöld. „Þetta er einbeitingarleysi, við vorum að spila með liðið allt of ofarlega í stað þess að sætta okkur við tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, en þetta er það fallega við fótbolta, það getur allt gerst." Seinni hálfleikur gestanna var frábær sem skilaði tveimur mörkum og var Alfreð Elías afar sáttur með sínar stelpur þar. „Mér fannst þær bjóða upp á einbeitingarleysi á þeim tíma, við pressuðum þær strax í upphafi seinni hálfleiks og fengum tvö góð mörk, við vildum bæta upp fyrir skituna í fyrri hálfleik." Alfreð Elías viðurkenndi að hann var orðin stressaður undir lok leiks eftir að Þróttur minnkaði leikinn niður í eitt mark en var ánægður með að svo fór ekki og Selfoss enn með fullt hús stiga. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss
Selfoss er enn með fullt hús stiga eftir markasúpu í Laugardalnum. Þær komust tvisvar tveimur mörkum yfir og góðar upphafs mínútur í seinni hálfleiks urðu til þess að þær unnu leikinn að lokum 3 - 4. Fyrstu 45 mínútur kvöldsins í leik Þróttar og Selfoss voru einfaldlega stórkostlegar í alla staði. Bæði lið fengu fullt af færum sem endaði með 4 mörkum og miklu fjöri. Lorena Yvonne Baumann átti fyrsta færi leiksins. Hún slapp ein í gegn en virtist fá of mikinn tíma fyrir framan markið og hitti boltann illa sem endaði framhjá markinu. Anna María Friðgeirsdóttir gerði fyrsta mark leiksins. Caity Heap átti hornspyrnu sem var skölluð frá marki en boltinn datt beint á d bogann þar sem Anna María var og þrumaði boltanum í fjærhornið, sem kom gestunum yfir. Leikurinn róaðist síðan talsvert en Selfoss virtist vera líklegri aðilinn til að bæta við marki. Þegar tæplega 40 mínútur voru liðnar af leiknum hófst fjörið fyrir alvöru. Caity Heap kom Selfossi í tveggja marka forystu eftir mark beint úr aukaspyrnu vinstra megin á vellinum. Boltinn lak inn eftir að hafa farið beint á Írisi Dögg í markinu sem virtist hafa séð boltann seint. Þróttur minnkaði síðan muninn í næstu sókn. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir slapp ein inn fyrir og lagði boltann fram hjá Guðnýju í marki Selfoss. Þróttur voru ekki hættar því rétt fyrir hálfleik jöfnuðu þær leikinn. Andrea Rut Bjarnadóttir þræddi boltann inn fyrir á Lindu Líf Boama sem vippaði yfir Guðnýju og staðan 2-2 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af sama krafti og fyrri hálfleikur endaði. Brenna Lovera kom Selfossi í 2-3. Hólmfríður átti góða sendingu inn í teiginn þar myndaðist barningur sem endaði með að Brenna kom boltanum inn fyrir línuna. Brenna Lovera var síðan aftur á ferðinni nánast í næstu sókn þar sem hún gerði annað mark sitt í leiknum. Eva Núra gerði vel i að keyra upp hægri kantinn renndi boltanum fyrir markið þar var Brenna mætt sem skoraði. Það hægðist verulega á leiknum eftir að Selfoss voru komnar tveimur mörkum yfir. Bæði lið fóru að skipta inn á og færin voru á skornum skammti miðað við hvernig leikurinn var fyrstu 60 mínúturnar. Þróttur minnkaði muninn undir lok leiks þar var Ólöf Sigríður á ferðinni en nær komust þær ekki og fyrsta tap Þróttar á tímabilinu niðurstaðan 3 - 4. Selfoss er með fullt hús stiga á toppi Pepsi Max deildarinnar.vísir/hulda Af hverju vann Selfoss? Selfoss voru heilt yfir betri í leiknum, sköpuðu sér fleiri færi og komust tvisvar í tveggja marka forystu sem var þungur róður fyrir leikmenn Þróttar. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af töluvert meiri krafti sem skilaði þeim tveimur mörkum á stuttum tíma. Hverjar stóðu upp úr? Brenna Lovera átti góðan leik hún var allt í öllu í byrjun síðari hálfleiks og endaði á að gera tvö mörk með skömmu millibili sem fór langt með leikinn í kvöld. Caity Heap var lífleg í Selfoss liðinu í kvöld. Hún gerði vel í föstum leikatriðum bæði í hornum og þeim aukaspyrnum sem hún tók. Hún gerði annað mark Selfoss í leiknum þar sem hún skoraði beint úr aukaspyrnu. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir gerði sín fyrstu tvö mörk í deildinni í kvöld. Hún var dugleg að koma sér í færi og getur verið kát með sinn leik. Hvað gekk illa? Þróttur mætti ekki til leiks í upphafi seinni hálfleiks, þær enduðu fyrri hálfleikinn mjög vel en þessi byrjun þar sem þær voru mjög opnar sem Selfoss nýtti sér og gerðu tvö mörk. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn eftir viku fara Þróttarar á Samsungvöllinn og mæta Stjörnunni klukkan 19:15. Selfoss og Fylkir mætast á fimmtudaginn eftir viku klukkan 19:15. Alfreð Elías í rigningunni í Laugardalnum.vísir/hulda Alfreð Elías: Við ætluðum að bæta upp fyrir skituna í fyrri hálfleik „Þetta var mjög skemmtilegur leikur, við stjórnuðum honum vel í fyrri hálfleik. Það átti sér stað algjört einbeitingarleysi í okkar liði undir lok fyrri hálfleiks sem kom þeim inn í leikinn," sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss sáttur með sigurinn. Það var lítið sem benti til þess að Þróttur myndi jafna leikinn en loka mínútur fyrri hálfleiks voru afar slakar frá Selfoss liðinu í kvöld. „Þetta er einbeitingarleysi, við vorum að spila með liðið allt of ofarlega í stað þess að sætta okkur við tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, en þetta er það fallega við fótbolta, það getur allt gerst." Seinni hálfleikur gestanna var frábær sem skilaði tveimur mörkum og var Alfreð Elías afar sáttur með sínar stelpur þar. „Mér fannst þær bjóða upp á einbeitingarleysi á þeim tíma, við pressuðum þær strax í upphafi seinni hálfleiks og fengum tvö góð mörk, við vildum bæta upp fyrir skituna í fyrri hálfleik." Alfreð Elías viðurkenndi að hann var orðin stressaður undir lok leiks eftir að Þróttur minnkaði leikinn niður í eitt mark en var ánægður með að svo fór ekki og Selfoss enn með fullt hús stiga.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti