Fara ekki fram á aflífun: Hundurinn hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 13:40 Um er að ræða Rottweiler, sem hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun ekki fara fram á að hundurinn sem beit konu á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum verði aflífaður. Ákvörðunin var tekin í kjölfar skapgerðarmats á hundinum. Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir. Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira
Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir.
Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira
Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37
Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01