Safna liði í málsókn gegn bönkunum: Stærsta hagsmunamál neytenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:59 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Vilhelm Neytendasamtökin segja breytilega vexti á lánum ólögmæta og hyggjast stefna bönkunum. Formaður samtakanna segir einhliða vaxtaákvarðanir byggja á matskenndum og huglægum mælikvörðum bankanna. Þetta sé stærsta hagsmunamál neytenda í dag. Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun. Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Neytendasamtökin safna nú liði á nýstofnuðu vefsíðunni Vaxtamálið til þess að aðstoða lántakendur sem þeir telja að hafi verið beittir órétti. Allir sem eru með lán með breytilegum vöxtum, eða hafa greitt slík lán upp á síðustu fjórum árum, eru hvattir til að skrá sig. Samtökin munu fara með þrjú mál sem teljast fordæmisgefandi fyrir dómstóla og aðstoða aðra við að sækja rétt sinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að skilmálar flestra lánastofnana vegna breytilegra vaxta séu ólögmætir. „Þetta eru skilmálar sem eru settir fram einhliða af ráðandi aðila og neytendur hafa ekkert um það að segja hvernig þeir eru og þess vegna hafa dómstólar kveðið á um að það þurfi að vera mjög sterkir og hlutlausir mælikvarðar um hvernig vextir taka breytingum,“ segir Breki. Skilmálarnir í reynd séu aftur á móti matskenndir og vaxtaákvarðanir byggi á geðþótta lánastofnana. „Meðal annars er í einhverjum skilmálum sem við höfum séð eru mælikvarðar eins og rekstrarafkoma sem lánastofnanir geta sjálfar haft bein áhrif á.“ Þá fylgi vextirnir ekki alltaf meginvöxtum Seðlabankans. „Við sáum það til dæmis þegar meginvetir seðlabankans lækkuðu fyrir um ári síðan mjög skarpt og voru lágir í langan tíma, þá sáum við að bankarnir tóku sér mjög langan tíma og þurftu í raun skammir frá seðlabankastjóra áður en þeir lækkuðu sína vexti,“ segir Breki og bætir við að því verði áhugavert að sjá hvernig bankarnir bregðist við vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, hvert oftekið prósentustig í vöxtum á þrjátíu milljóna króna láni nemur 300 þúsund krónum á ári. Neytendasamtökunum reiknast til að vextir hafi verið ofteknir um allt að 2,25 prósent, eða um 675 þúsund á ári miðað við sömu forsendur. „Þetta eru verulegir hagsmunir og líklega eitt stærsta hagsmunamál neytenda nú um stundir,“ segir Breki. Hann segir viðbúið að málaferlin taki einhver ár í dómskerfinu en VR og Samtök fjármálafyrirtækja hafi styrkt málareksturinn. Lántakendur greiða ekkert fyrir að taka þátt en vinnist málið verður tekin þóknun.
Neytendur Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira