Grafa upp líkamsleifar í von um að leysa 70 ára ráðgátu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 09:08 Lögregla birti myndir af Somerton-manninum í þeirri von að almenningur gæti aðstoðað við að bera kennsl á hann. Áströlsk lögregluyfirvöld vinna nú að því að grafa upp líkamsleifar manns sem fannst á strönd fyrir meira en 70 árum. Markmiðið er að bera kennsl á manninn en málið er eitt þekktustu óleystu sakamála landsins. Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC. Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC.
Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira