„Ruslakonan“ Ásta Júlía fékk mikið hrós í Domino´s Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 11:01 Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær á móti Fjölni í gær og þurfti bara átján mínútur til að skora átján stig. Vísir/Bára Ásta Júlía Grímsdóttir átti mjög flottan leik þegar Valskonur komust í 2-0 á móti Fjölni í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en frammistaða hennar var tekin sérstaklega fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir leikinn. Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira