Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2021 22:00 Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. Egill Páll snerti á þessu í grein í Vikublaðinu á dögunum sem bar yfirskriftina „Martröðin sem ekki er talað um“. Egill Páll segist ekki hafa getað setið á sér að setja greinina í loftið. Umræðan í bransanum fyrir norðan sé slík. „Ég reikna með að þetta sé svona um allt land,“ segir Egill Páll en upplifun hans og reynsla miðist þó aðallega við Norðurlandið; Húsavík, Akureyri og nærsveitir. Íslendingar gleymi mannasiðum Ferðasumarið 2020 einkenndist af Íslendingum á faraldsfæti um land allt. Þú varst ekki maður með mönnum nema að hafa skoðað hið tiltölulega nýfundna Stuðlagil í nágrenni Egilsstaða. Metfjöldi Íslendinga marseraði Laugaveginn og gisti í skálum Ferðafélags Íslands. Svo fátt eitt sé nefnt. Hótel buðu upp á tilboð og treystu á Íslendinga að sækja landið heim. Þeir svöruðu kallinu en sumir með dólgshætti ef marka má orð Egils. Stuðlagil sló í gegn ferðasumarið mikla 2020.Vísir/Sunna Karen „Ferðasumrinu 2020 var bjargað af ferðaþyrstum Íslendingum sem tilneyddir þurftu að ferðast innanlands með peningana sem annars hefðu farið í hanastél á Tene; en mikill fjöldi Íslendinga ferðaðist um Norðurland. Eigendur veitinga og gististaða sögðust enda ánægðir með afkomuna miðað við ástandið,“ segir Egill í pistli sínum. Undir niðri hafi kraumað sannleikur sem enginn þori að segja upphátt. Sannleikur sem næri ótta þjónustufólks. Svo virðist nefnilega vera sem of stór hluti Íslendinga gleymi öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. Starfsfólkið sem hafði það hlutverk að þjónusta þurftafreka Íslendinga hefur aldrei kynnst öðru eins álagi eins og síðasta sumar. Með eigin áfengisbyrgðir í lobbíinu Framkoma sumra íslenskra ferðamanna sé með ólíkindum. „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks. Dæmi voru um að Íslendingar hreiðruðu um sig á hótellobbíum með sínar eigin áfengisbyrgðir, djömmuðu fram í roða; og virtu að vettugi öll tilmæli starfsfólks.“ Gamla laugin á Flúðum hefur notið vinsælda meðal íslenskra sem erlendra ferðamanna.Vísir/vilhelm Fólk hafi verið niðurbrotið eftir vaktir, sérstaklega erlenda starfsfólkið sem upplifi meira áreiti. Meira að segja á bensínstöðvum og bakaríum hafi starfsfólk þurft að taka við skömmum frá frekum íslenskum ferðamönnum. Útlendingar sem ekki kunnu íslensku hafi auðvitað mátt þola niðurlægingu. „Það að greiða fyrir þjónustu gefur ekki frípassa á að haga sér eins og fífl. Virðing og kurteisi kostar ekkert en hagnaðurinn er ómetanlegur. Verum góð við hvor annað,“ segir Egill. Egill starfar sjálfur ekki í ferðaþjónustu þótt hann þekki vel til. Hann starfar sem blaðamaður og sinnir fólki með fötlun. Drekka bjór og sleppa börnunum lausum „Ég gat ekki setið á mér að setja þetta í loftið,“ segir Egill Páll um greinina sem vakið hefur athygli. Hann þekki yfirmann í hótela og veitingabransanum sem hafi sjálf notað orðið martröð. Verst sé ástandið þegar fólk hafi áfengi um hönd. Dynjandi átti sínar sekúndur í Börnum náttúrunnar sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 1992. Með opnun Dýrafjarðarganga er aðgangi að fossinum auðveldara fyrir ferðamenn að vetri sem sumri.Vísir/Vilhelm „Þá fara hömlurnar og frekjan brýst fram. Fólk er að drekka jafnvel sínar eigin áfengisbirgðir í hótellobbíum langt fram eftir nóttu,“ segir Egill Páll. Auðvitað séu líka hópar sem hagi sér til fyrirmyndir. Einhverjir hafi fagnað því að sjá fjölskyldufólk með börnin sín á hótelum, sem sé ekki svo algengt. „En önnur kona í bransanum sagði reyndar að því fylgdu svartir sauðir. Foreldrar sem drekka sinn bjór og leyfa börnunum að spranga út um allt.“ Bandaríkjamenn vinsælastir Ekki er hægt að sleppa Agli án þess að spyrja út í Húsavík og stemmninguna þar eftir stjörnuljómann í kringum Óskarsverðlaunahátíðina. Rauður dregill var lagður í bænum og sló stúlkur í bænum í gegn í bakröddum með Molly Sanden þegar hún söng lagið Husavik - My Home Town á hátíðinni. Stúlknakórinn úr Borgarhólsskóla framkallaði gæsahúð og jafnvel tár á hvarmi hjá Íslendingum víða um land með flutningi sínum á dögunum.Skjáskot „Það er stemmning í kringum þetta Eurovision- og Óskarsævintýri,“ segir Egill Páll. Örlygur Hnefill Örglysson, annar Húsvíkingur og hótelrekandi sem staðið hefur í ströngu í Óskarsverðlaunaævintýri Húsavíkur, greindi frá því í gær að hann væri að taka á móti hjónum frá Oregon í Bandaríkjunum á Húsavík Cape Hotel. Sáu Húsavík á Óskarnum „Þau sögðu mér að þau væru komin alla leið hingað til Húsavíkur vegna þess að þau hefðu fallið fyrir bænum á Óskarnum. Þetta eru þau fyrstu, en örugglega ekki þau síðustu,“ segir Örlygur Hnefill á Facebook. Egill Páll talar á svipuðum nótum. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið. Ja ja ding dong bar og Eurovision-safn eru hugmyndir úr hans smiðju.Vísir „Menn eiga von á því að þessi athygli skili sér að einhverju leyti. Mér skilst að það sé mikið bókað síðari hluta sumars, frá og með júlí. Af Bandaríkjamönnum og svo Norðurlandaþjóðunum,“ segir Egill Páll. „Bandaríkjamenn skilst mér að séu einna vinsælustu túristarnir, því þeir kunna að haga sér.“ Göngugata frá tjaldstæðinu að sjóböðunum Að endingu minnir Egill Páll á að ekki megi gleyma að sumarið 2020 hafi að mestu verið jákvæð upplifun fyrir fólk í ferðaþjónustu. „Fyrir þann sem þarf ekki að vinna við þessi störf var þetta frábært sumar og ótrúlegur fjöldi íslenskra ferðamanna. Stemmningin í bænum var frábær,“ segir Egill Páll. Hann hafi verið á kvöld- og næturvöktum í skammtímavist fyrir fatlaða sem er staðsett mitt á milli tjaldstæðis bæjarins og sjóbaðanna. „Gatan var eins og göngugata allt sumarið. Raðir af fólki.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. 26. apríl 2021 02:39 Með tárin í augunum á Húsavík Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. 27. apríl 2021 10:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Egill Páll snerti á þessu í grein í Vikublaðinu á dögunum sem bar yfirskriftina „Martröðin sem ekki er talað um“. Egill Páll segist ekki hafa getað setið á sér að setja greinina í loftið. Umræðan í bransanum fyrir norðan sé slík. „Ég reikna með að þetta sé svona um allt land,“ segir Egill Páll en upplifun hans og reynsla miðist þó aðallega við Norðurlandið; Húsavík, Akureyri og nærsveitir. Íslendingar gleymi mannasiðum Ferðasumarið 2020 einkenndist af Íslendingum á faraldsfæti um land allt. Þú varst ekki maður með mönnum nema að hafa skoðað hið tiltölulega nýfundna Stuðlagil í nágrenni Egilsstaða. Metfjöldi Íslendinga marseraði Laugaveginn og gisti í skálum Ferðafélags Íslands. Svo fátt eitt sé nefnt. Hótel buðu upp á tilboð og treystu á Íslendinga að sækja landið heim. Þeir svöruðu kallinu en sumir með dólgshætti ef marka má orð Egils. Stuðlagil sló í gegn ferðasumarið mikla 2020.Vísir/Sunna Karen „Ferðasumrinu 2020 var bjargað af ferðaþyrstum Íslendingum sem tilneyddir þurftu að ferðast innanlands með peningana sem annars hefðu farið í hanastél á Tene; en mikill fjöldi Íslendinga ferðaðist um Norðurland. Eigendur veitinga og gististaða sögðust enda ánægðir með afkomuna miðað við ástandið,“ segir Egill í pistli sínum. Undir niðri hafi kraumað sannleikur sem enginn þori að segja upphátt. Sannleikur sem næri ótta þjónustufólks. Svo virðist nefnilega vera sem of stór hluti Íslendinga gleymi öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. Starfsfólkið sem hafði það hlutverk að þjónusta þurftafreka Íslendinga hefur aldrei kynnst öðru eins álagi eins og síðasta sumar. Með eigin áfengisbyrgðir í lobbíinu Framkoma sumra íslenskra ferðamanna sé með ólíkindum. „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks. Dæmi voru um að Íslendingar hreiðruðu um sig á hótellobbíum með sínar eigin áfengisbyrgðir, djömmuðu fram í roða; og virtu að vettugi öll tilmæli starfsfólks.“ Gamla laugin á Flúðum hefur notið vinsælda meðal íslenskra sem erlendra ferðamanna.Vísir/vilhelm Fólk hafi verið niðurbrotið eftir vaktir, sérstaklega erlenda starfsfólkið sem upplifi meira áreiti. Meira að segja á bensínstöðvum og bakaríum hafi starfsfólk þurft að taka við skömmum frá frekum íslenskum ferðamönnum. Útlendingar sem ekki kunnu íslensku hafi auðvitað mátt þola niðurlægingu. „Það að greiða fyrir þjónustu gefur ekki frípassa á að haga sér eins og fífl. Virðing og kurteisi kostar ekkert en hagnaðurinn er ómetanlegur. Verum góð við hvor annað,“ segir Egill. Egill starfar sjálfur ekki í ferðaþjónustu þótt hann þekki vel til. Hann starfar sem blaðamaður og sinnir fólki með fötlun. Drekka bjór og sleppa börnunum lausum „Ég gat ekki setið á mér að setja þetta í loftið,“ segir Egill Páll um greinina sem vakið hefur athygli. Hann þekki yfirmann í hótela og veitingabransanum sem hafi sjálf notað orðið martröð. Verst sé ástandið þegar fólk hafi áfengi um hönd. Dynjandi átti sínar sekúndur í Börnum náttúrunnar sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 1992. Með opnun Dýrafjarðarganga er aðgangi að fossinum auðveldara fyrir ferðamenn að vetri sem sumri.Vísir/Vilhelm „Þá fara hömlurnar og frekjan brýst fram. Fólk er að drekka jafnvel sínar eigin áfengisbirgðir í hótellobbíum langt fram eftir nóttu,“ segir Egill Páll. Auðvitað séu líka hópar sem hagi sér til fyrirmyndir. Einhverjir hafi fagnað því að sjá fjölskyldufólk með börnin sín á hótelum, sem sé ekki svo algengt. „En önnur kona í bransanum sagði reyndar að því fylgdu svartir sauðir. Foreldrar sem drekka sinn bjór og leyfa börnunum að spranga út um allt.“ Bandaríkjamenn vinsælastir Ekki er hægt að sleppa Agli án þess að spyrja út í Húsavík og stemmninguna þar eftir stjörnuljómann í kringum Óskarsverðlaunahátíðina. Rauður dregill var lagður í bænum og sló stúlkur í bænum í gegn í bakröddum með Molly Sanden þegar hún söng lagið Husavik - My Home Town á hátíðinni. Stúlknakórinn úr Borgarhólsskóla framkallaði gæsahúð og jafnvel tár á hvarmi hjá Íslendingum víða um land með flutningi sínum á dögunum.Skjáskot „Það er stemmning í kringum þetta Eurovision- og Óskarsævintýri,“ segir Egill Páll. Örlygur Hnefill Örglysson, annar Húsvíkingur og hótelrekandi sem staðið hefur í ströngu í Óskarsverðlaunaævintýri Húsavíkur, greindi frá því í gær að hann væri að taka á móti hjónum frá Oregon í Bandaríkjunum á Húsavík Cape Hotel. Sáu Húsavík á Óskarnum „Þau sögðu mér að þau væru komin alla leið hingað til Húsavíkur vegna þess að þau hefðu fallið fyrir bænum á Óskarnum. Þetta eru þau fyrstu, en örugglega ekki þau síðustu,“ segir Örlygur Hnefill á Facebook. Egill Páll talar á svipuðum nótum. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið. Ja ja ding dong bar og Eurovision-safn eru hugmyndir úr hans smiðju.Vísir „Menn eiga von á því að þessi athygli skili sér að einhverju leyti. Mér skilst að það sé mikið bókað síðari hluta sumars, frá og með júlí. Af Bandaríkjamönnum og svo Norðurlandaþjóðunum,“ segir Egill Páll. „Bandaríkjamenn skilst mér að séu einna vinsælustu túristarnir, því þeir kunna að haga sér.“ Göngugata frá tjaldstæðinu að sjóböðunum Að endingu minnir Egill Páll á að ekki megi gleyma að sumarið 2020 hafi að mestu verið jákvæð upplifun fyrir fólk í ferðaþjónustu. „Fyrir þann sem þarf ekki að vinna við þessi störf var þetta frábært sumar og ótrúlegur fjöldi íslenskra ferðamanna. Stemmningin í bænum var frábær,“ segir Egill Páll. Hann hafi verið á kvöld- og næturvöktum í skammtímavist fyrir fatlaða sem er staðsett mitt á milli tjaldstæðis bæjarins og sjóbaðanna. „Gatan var eins og göngugata allt sumarið. Raðir af fólki.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. 26. apríl 2021 02:39 Með tárin í augunum á Húsavík Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. 27. apríl 2021 10:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00
Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. 26. apríl 2021 02:39
Með tárin í augunum á Húsavík Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. 27. apríl 2021 10:30