Körfubolti

„Þú þarft að vera ansi blindur til að sjá að hann slái hann ekki“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá skjámynd af atvikinu og svo viðbrögðum Grindvíkinga sem voru allt annað en sáttur með Hlyn Bæringsson.
Hér má sjá skjámynd af atvikinu og svo viðbrögðum Grindvíkinga sem voru allt annað en sáttur með Hlyn Bæringsson. S2 Sport

Er Hlynur Bæringsson möguleika á leið í leikbann? Domino´s Körfuboltakvöld skoðaði atvikið sem hefur skapað mikla umræðu á netmiðlum eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta hófst um helgina og það voru læti í Garðabænum þar sem einn af brottfluttum sonum Stjörnunnar fékk að finna fyrir því.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi tóku fyrir atvikið þar sem Dagur Kár Jónsson fékk högg frá Hlyni Bæringssyni.

Sérfræðingarnir að þessu sinni voru þeir Hermann Hauksson og Sævar Sævarsson.

Hlynur fékk enga refsingu í atvikinu en villa var aftur á móti dæmt á liðsfélaga hans Gunnar Ólafsson.

„Það eru margir sem hafa tjáð sig um þetta á netinu. Hlynur Bæringsson og Dagur Kár eiga þessi viðskipti og Hlynur svona slær höndinni niður í hnakkann á Degi. Hvað segið þið um þetta strákar,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson.

„Hann slær hann. Það er hundrað prósent. Þú þarft að vera ansi blindur til að sjá að hann slái hann ekki en hvað eru menn að pæla í að gera,“ spurði Hermann Hauksson til baka.

„Við erum búnir að sjá Drungilas fara í bann þrisvar sinnum,“ skaut Kjartan inn í.

„Bannið sem Drungilas fékk eftir leikinn gegn Stjörnunni held ég að hafi verið minna en þetta. Hann er að detta þarna og maður á svo erfitt með að tjá sig um þetta,“ sagði Sævar Sævarsson.

„Það kæmi mér á óvart ef að þetta færi ekki í einhverja skoðun en ég veit ekki hvað þessi dómaranefnd gerir,“ sagði Sævar en bætti svo aðeins í. „Þetta er bara grófur leikur þegar maður sér þetta svona endursýnt. Þetta er ekki eðlileg hreyfing,“ sagði Sævar.

Hér fyrir neðan má sjá alla umfjöllunina um atvikið í Domino´s Körfuboltakvöldi.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Umræða um atvikið milli Hlyns og Dags Kár



Fleiri fréttir

Sjá meira


×