„Til fjandans með Pollýönnu“ Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 16:45 Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar á sig hendur í janúar á þessu ári eftir margra ára bið. Facebook Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum. Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix. Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix.
Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56
„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40