Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 13:42 Konur að vinnu á akri nærri Mekelle, höfuðborg Tigray. Vitni segja þúsundum kvenna hafa verið nauðgað og nauðgunum sé beint með markvissum hætti. AP/Ben Curtis Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.
Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira