Mavericks og Trail Blazers með mikilvæga sigra á meðan Lakers marði Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 11:31 Damian Lillard var frábær í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Í Vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks og Portland Trail Blazers mikilvæga sigra sem þýðir að það er nær öruggt að ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers þurfa að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Dallas lagði New Orleans Pelicans 125-107 í nótt. Luka Dončić var að venju aðalmaðurinn í liði Dallas en hann skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Tim Hardaway Junior kom þar á eftir með 27 stig. Hjá Pelicans dreifðist stigaskorið töluvert. Eric Bledsoe og Jaxson Hayes voru stigahæstir með 15 stig en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Luka Doncic (33 PTS, 8 REB, 8 AST) knocks down 7 threes as the @dallasmavs keep pace in the West! #MFFL pic.twitter.com/Uon2f30MMI— NBA (@NBA) May 13, 2021 Portland gerði sér lítið fyrir og lagði Utah Jazz með sjö stiga mun, 105-98. Damian Lillard var að venju stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig á meðan Jusuf Nurkić var með tvöfalda tvennu, 11 stig og 15 fráköst. Hjá Utah var Jordan Clarkson enn á ný sjóðandi heitur en hann gerði 29 stig á 30 mínútum. Þá var Rudy Gobert með tvennu, 15 stig og 20 fráköst. Dame and CJ lead the way in the @trailblazers 5th straight win... as they stay at #5 out West! #RipCity @Dame_Lillard: 30 PTS, 6 AST@CJMcCollum: 26 PTS pic.twitter.com/eIV2oHFxSF— NBA (@NBA) May 13, 2021 Sigrar þessara liða þýða að þegar tveir leikir eru eftir af deildakeppni NBA-deildarinnar er nær ómögulegt fyrir meistara Los Angeles Lakers, sem lögðu Houston Rockets í nótt 124-122, að ná þessum liðum. Lakers situr í 7. sæti deildarinnar og þarf því að fara í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Var sú breyting gerð vegna þess að tímabilið var stytt um tíu leiki. Efstu sex liðin í hvorri deild fara í úrslitakeppnina en liðin í 7. til 10. sæti fara í umspil. Lakers voru án LeBron James, Anthony Davis, Alex Caruso og Marc Gasol í nótt. Liðið rétt marði því slakt Rockets lið þökk sé 23 stigum og 10 stoðsendingum Talen Horton-Tucker. Þá skoraði Andre Drummond 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst. THT & KUZ put together clutch performances for the @Lakers... LAL remains within 1 game of #6 in the West! #LakeShow @Thortontucker: 23 PTS, 10 AST@kylekuzma: 19 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/d0EDwQrKK4— NBA (@NBA) May 13, 2021 Í Austurdeildinni vann Atlanta Hawks fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 120-116. Trae Young var ekki langt frá tvöfaldri þrennu í liði Hawks en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Washington var Russell Westbrook stigahæstur með 34 stig, hann gaf einnig 15 stoðsendingar. Brooklyn Nets vann San Antonio Spurs 128-116 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 102-94. Hér má sjá stöðuna í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum