28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2021 12:00 Ciro Immobile fagnar marki gegn Norður-Írlandi í mars. Getty/Massimo Insabato Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. Ljóst er að Ítalir ætla sér stóra hluti á mótinu sem er kærkomið tækifæri til að gleðja ítölsku þjóðina eftir afar erfiða tíma. Á meðan að lið á borð við Ísland léku á síðasta stórmóti, HM í Rússlandi, sátu Ítalir heima en þeir hafa náð sér vel á strik undir stjórn nýs þjálfara. Tyrkland og Sviss hafa sýnt að þau geta unnið bestu þjóðir álfunnar en Tyrkir fengu til að mynda fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM. Það stefnir því í harða baráttu um sæti í 16-liða úrslitum og Walesverjar, sem komust í undanúrslit á síðasta EM, ætla sér að vera með í þeirri baráttu og koma á óvart á ný. LEIKIRNIR Í A-RIÐLI: 11. júní kl. 19: Tyrkland - Ítalía, Róm 12. júní kl. 13: Wales - Sviss, Bakú 16. júní kl. 16: Tyrkland - Wales, Bakú 16. júní kl. 19: Ítalía - Sviss, Róm 20. júní kl. 16: Sviss - Tyrkland, Bakú 20. júní kl. 16: Ítalía - Wales, Róm Tyrkir náðu í fjögur stig gegn Frökkum í undankeppni EM.Getty/ANP Sport Tyrkland Þjálfari: Senol Günes Stjörnur liðsins: Hakan Calhanoglu (AC Milan), Caglar Söyüncü (Leicester), Burak Yilmaz (Lille). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2000, 2008 og 2016). Besti árangur 3. sæti 2008. Tyrkir komu sér á EM þrátt fyrir að fá aðeins eitt stig út úr leikjum sínum við Ísland í undankeppninni. Þeir sýndu mátt sinn í leikjunum við heimsmeistara Frakka sem á endanum dugði þeim til að komast á EM. Tyrkir fóru ágætlega af stað í undankeppni HM í mars, unnu sigra á Hollandi og Tyrklandi, og gætu reynst hvaða liði sem er erfiðir á EM. Senol Günes tók við þjálfun Tyrkja árið 2019, eftir að hafa gert Besiktas tvisvar að Tyrklandsmeisturum, en þessi fyrrverandi markvörður var einnig við stjórnvölinn þegar Tyrkland náði sínum besta árangri í sögunni með því að vinna brons á HM 2002. Ítalir eru með ansi mikla reynslu í varnarlínu sinni með þá Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini til staðar.Getty/Jonathan Moscrop Ítalía Þjálfari: Roberto Mancini Stjörnur liðsins: Marco Verratti (PSG), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli). Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur: Evrópumeistarar 1968 á heimavelli. Roberto Mancini hefur blásið nýju lífi í ítalska landsliðið. Hann tók við því eftir einn myrkasta dag í sögu þess þegar Ítalíu mistókst, í fyrsta sinn í 60 ár, að komast á HM í Rússlandi 2018. Síðan hefur leiðin legið upp á við. Ítalía hefur ekki tapað einum einasta leik síðan Mancini tók við og vann alla tíu leiki sína í undankeppni EM. Liðið hefur haldið áfram á sömu braut með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM í mars, alla 2-0. Leikirnir hafa þó ekki verið gegn neinum af bestu þjóðum álfunnar en Ítalía ætti engu að síður ekki að eiga í vandræðum með að komast í 16-liða úrslitin – hvað þá á heimavelli sínum í Róm. Það skemmir þó fyrir að miðjumaðurinn Marco Verratti, lykilmaður í spili liðsins, skuli staddur í kapphlaupi við tímann vegna hnémeiðsla. Xherdan Shaqiri verður í lykilhlutverki hjá Sviss á EM.Getty/ Vedran Galijas Sviss Þjálfari: Vladimir Petkovic Stjörnur liðsins: Granit Xhaka (Arsenal), Xherdan Shaqiri (Liverpool). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2004, 2008 og 2016). Besti árangur 16-liða úrslit á EM 2016. Svisslendingar hafa verið með á síðustu þremur stórmótum í röð eða frá því að þeir skildu Íslendinga eftir og komust á HM í Brasilíu 2014. Vladimir Petkovic tók við Sviss það ár og hefur gert ágæta hluti með liðið, komið því í 16-liða úrslit á HM og EM en ekki lengra. Sviss vann sinn riðil í undankeppni EM, eftir keppni við Danmörku og Írland, og fór vel af stað í undankeppni HM í mars með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína. Liðið er með nokkra hágæðaleikmenn og hefur sýnt að það getur staðist bestu liðum álfunnar snúninginn. Gareth Bale og Daniel James verða í lykilhlutverkum fyrir Wales.Getty Wales Þjálfari: Rob Page í fjarveru Ryans Giggs. Stjörnur liðsins: Gareth Bale (Tottenham), Aaron Ramsey (Juventus), Daniel James (Manchester United). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, og komst í undanúrslit. Wales er í þeirri sérstöku stöðu að fara á EM án þjálfara síns, Ryans Giggs, sem ákærður hefur verið fyrir heimilisofbeldi. Rob Page stýrði Wales í fyrstu leikjunum í undankeppni HM og verður við stjórnvölinn á EM. Walesverjar, og ekki síst Will Grigg sem þó spilaði lítið, stálu senunni litlu síður en Ísland á síðasta EM þegar þeir léku í fyrsta sinn á mótinu. Þeir komust í undanúrslit en játuðu sig þar sigraða gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Wales tryggði sér sæti á EM með 2-0 sigri gegn Ungverjalandi í æsispennandi keppni í E-riðli undankeppninnar, þar sem liðið endaði í 2. sæti á eftir Króatíu en fyrir ofan Slóvaka og Ungverja. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í C-riðli (Holland, Úkraína, Austurríki, Norður-Makedónía). Liðið úr 2. sæti í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í B-riðli (Danmörk, Finnland, Belgía, Rússland). Liðið úr 3. sæti í A-riðli gæti mögulega mætt sigurliði B-, E- eða F-riðils. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Ljóst er að Ítalir ætla sér stóra hluti á mótinu sem er kærkomið tækifæri til að gleðja ítölsku þjóðina eftir afar erfiða tíma. Á meðan að lið á borð við Ísland léku á síðasta stórmóti, HM í Rússlandi, sátu Ítalir heima en þeir hafa náð sér vel á strik undir stjórn nýs þjálfara. Tyrkland og Sviss hafa sýnt að þau geta unnið bestu þjóðir álfunnar en Tyrkir fengu til að mynda fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM. Það stefnir því í harða baráttu um sæti í 16-liða úrslitum og Walesverjar, sem komust í undanúrslit á síðasta EM, ætla sér að vera með í þeirri baráttu og koma á óvart á ný. LEIKIRNIR Í A-RIÐLI: 11. júní kl. 19: Tyrkland - Ítalía, Róm 12. júní kl. 13: Wales - Sviss, Bakú 16. júní kl. 16: Tyrkland - Wales, Bakú 16. júní kl. 19: Ítalía - Sviss, Róm 20. júní kl. 16: Sviss - Tyrkland, Bakú 20. júní kl. 16: Ítalía - Wales, Róm Tyrkir náðu í fjögur stig gegn Frökkum í undankeppni EM.Getty/ANP Sport Tyrkland Þjálfari: Senol Günes Stjörnur liðsins: Hakan Calhanoglu (AC Milan), Caglar Söyüncü (Leicester), Burak Yilmaz (Lille). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2000, 2008 og 2016). Besti árangur 3. sæti 2008. Tyrkir komu sér á EM þrátt fyrir að fá aðeins eitt stig út úr leikjum sínum við Ísland í undankeppninni. Þeir sýndu mátt sinn í leikjunum við heimsmeistara Frakka sem á endanum dugði þeim til að komast á EM. Tyrkir fóru ágætlega af stað í undankeppni HM í mars, unnu sigra á Hollandi og Tyrklandi, og gætu reynst hvaða liði sem er erfiðir á EM. Senol Günes tók við þjálfun Tyrkja árið 2019, eftir að hafa gert Besiktas tvisvar að Tyrklandsmeisturum, en þessi fyrrverandi markvörður var einnig við stjórnvölinn þegar Tyrkland náði sínum besta árangri í sögunni með því að vinna brons á HM 2002. Ítalir eru með ansi mikla reynslu í varnarlínu sinni með þá Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini til staðar.Getty/Jonathan Moscrop Ítalía Þjálfari: Roberto Mancini Stjörnur liðsins: Marco Verratti (PSG), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli). Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur: Evrópumeistarar 1968 á heimavelli. Roberto Mancini hefur blásið nýju lífi í ítalska landsliðið. Hann tók við því eftir einn myrkasta dag í sögu þess þegar Ítalíu mistókst, í fyrsta sinn í 60 ár, að komast á HM í Rússlandi 2018. Síðan hefur leiðin legið upp á við. Ítalía hefur ekki tapað einum einasta leik síðan Mancini tók við og vann alla tíu leiki sína í undankeppni EM. Liðið hefur haldið áfram á sömu braut með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM í mars, alla 2-0. Leikirnir hafa þó ekki verið gegn neinum af bestu þjóðum álfunnar en Ítalía ætti engu að síður ekki að eiga í vandræðum með að komast í 16-liða úrslitin – hvað þá á heimavelli sínum í Róm. Það skemmir þó fyrir að miðjumaðurinn Marco Verratti, lykilmaður í spili liðsins, skuli staddur í kapphlaupi við tímann vegna hnémeiðsla. Xherdan Shaqiri verður í lykilhlutverki hjá Sviss á EM.Getty/ Vedran Galijas Sviss Þjálfari: Vladimir Petkovic Stjörnur liðsins: Granit Xhaka (Arsenal), Xherdan Shaqiri (Liverpool). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2004, 2008 og 2016). Besti árangur 16-liða úrslit á EM 2016. Svisslendingar hafa verið með á síðustu þremur stórmótum í röð eða frá því að þeir skildu Íslendinga eftir og komust á HM í Brasilíu 2014. Vladimir Petkovic tók við Sviss það ár og hefur gert ágæta hluti með liðið, komið því í 16-liða úrslit á HM og EM en ekki lengra. Sviss vann sinn riðil í undankeppni EM, eftir keppni við Danmörku og Írland, og fór vel af stað í undankeppni HM í mars með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína. Liðið er með nokkra hágæðaleikmenn og hefur sýnt að það getur staðist bestu liðum álfunnar snúninginn. Gareth Bale og Daniel James verða í lykilhlutverkum fyrir Wales.Getty Wales Þjálfari: Rob Page í fjarveru Ryans Giggs. Stjörnur liðsins: Gareth Bale (Tottenham), Aaron Ramsey (Juventus), Daniel James (Manchester United). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, og komst í undanúrslit. Wales er í þeirri sérstöku stöðu að fara á EM án þjálfara síns, Ryans Giggs, sem ákærður hefur verið fyrir heimilisofbeldi. Rob Page stýrði Wales í fyrstu leikjunum í undankeppni HM og verður við stjórnvölinn á EM. Walesverjar, og ekki síst Will Grigg sem þó spilaði lítið, stálu senunni litlu síður en Ísland á síðasta EM þegar þeir léku í fyrsta sinn á mótinu. Þeir komust í undanúrslit en játuðu sig þar sigraða gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Wales tryggði sér sæti á EM með 2-0 sigri gegn Ungverjalandi í æsispennandi keppni í E-riðli undankeppninnar, þar sem liðið endaði í 2. sæti á eftir Króatíu en fyrir ofan Slóvaka og Ungverja. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í C-riðli (Holland, Úkraína, Austurríki, Norður-Makedónía). Liðið úr 2. sæti í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í B-riðli (Danmörk, Finnland, Belgía, Rússland). Liðið úr 3. sæti í A-riðli gæti mögulega mætt sigurliði B-, E- eða F-riðils.
LEIKIRNIR Í A-RIÐLI: 11. júní kl. 19: Tyrkland - Ítalía, Róm 12. júní kl. 13: Wales - Sviss, Bakú 16. júní kl. 16: Tyrkland - Wales, Bakú 16. júní kl. 19: Ítalía - Sviss, Róm 20. júní kl. 16: Sviss - Tyrkland, Bakú 20. júní kl. 16: Ítalía - Wales, Róm
Þjálfari: Senol Günes Stjörnur liðsins: Hakan Calhanoglu (AC Milan), Caglar Söyüncü (Leicester), Burak Yilmaz (Lille). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2000, 2008 og 2016). Besti árangur 3. sæti 2008.
Þjálfari: Roberto Mancini Stjörnur liðsins: Marco Verratti (PSG), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli). Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur: Evrópumeistarar 1968 á heimavelli.
Þjálfari: Vladimir Petkovic Stjörnur liðsins: Granit Xhaka (Arsenal), Xherdan Shaqiri (Liverpool). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2004, 2008 og 2016). Besti árangur 16-liða úrslit á EM 2016.
Þjálfari: Rob Page í fjarveru Ryans Giggs. Stjörnur liðsins: Gareth Bale (Tottenham), Aaron Ramsey (Juventus), Daniel James (Manchester United). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, og komst í undanúrslit.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00