Innlent

Bein út­sending: Staða og horfur í sjávar­út­vegi og fisk­eldi

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Egill

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14.

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að skýrslan innihaldi ítarlega umfjöllun um núverandi stöðu sjávarútvegs- og fiskeldis og áskoranir og tækifæri til framtíðar.

Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og ritstjóri skýrslunnar, gerir grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×