Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 09:06 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Margrét Seema Takyar Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra. Áður hefur Hildur verið borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur hún sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, meðal annars sem núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan hans. Hildur er fædd árið 1978 og lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2008 og hlaut lögmannsréttindi árið 2009. Hún skrifaði um árabil bakþanka í Fréttablaðið og ritstýrði bókinni Fantasíur, um kynferðislegar fantasíur íslenskra kvenna, sem kom út sumarið 2012. Hildur starfaði sem lögfræðingur og lögmaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Með laganámi starfaði hún sem framkvæmdastjóri V-dagsins gegn kynferðisbrotum. Hún starfaði einnig sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival og gegndi stöðu framkvæmdastjóra Jafningjafræðslunnar fyrir ÍTR og menntamálaráðuneytið. Hildur hefur einnig starfað erlendis, meðal annars á lögmannsstofunni Ambrose Appelbe í London og í flóttamannabúðum í Serbíu. Í framboðstilkynningu segir Hildur að frelsismál eins og einstaklingsfrelsið, skoðanafrelsi, frelsi í atvinnulífinu, kynfrelsi og tjáningarfrelsi hafi verið henni hugleikin og þau verði áfram forsendur og mælikvarði alls þess sem hún geri. Óskar hún eftir stuðningi í 3.-4. sæti listans sem skili henni þá í annað sætið á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. 7. maí 2021 16:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Áður hefur Hildur verið borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur hún sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, meðal annars sem núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan hans. Hildur er fædd árið 1978 og lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2008 og hlaut lögmannsréttindi árið 2009. Hún skrifaði um árabil bakþanka í Fréttablaðið og ritstýrði bókinni Fantasíur, um kynferðislegar fantasíur íslenskra kvenna, sem kom út sumarið 2012. Hildur starfaði sem lögfræðingur og lögmaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Með laganámi starfaði hún sem framkvæmdastjóri V-dagsins gegn kynferðisbrotum. Hún starfaði einnig sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival og gegndi stöðu framkvæmdastjóra Jafningjafræðslunnar fyrir ÍTR og menntamálaráðuneytið. Hildur hefur einnig starfað erlendis, meðal annars á lögmannsstofunni Ambrose Appelbe í London og í flóttamannabúðum í Serbíu. Í framboðstilkynningu segir Hildur að frelsismál eins og einstaklingsfrelsið, skoðanafrelsi, frelsi í atvinnulífinu, kynfrelsi og tjáningarfrelsi hafi verið henni hugleikin og þau verði áfram forsendur og mælikvarði alls þess sem hún geri. Óskar hún eftir stuðningi í 3.-4. sæti listans sem skili henni þá í annað sætið á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. 7. maí 2021 16:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. 7. maí 2021 16:49