Nei, ráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:00 Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun