Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:37 „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. „Það sem ég er búin að hugsa mikið um síðustu daga er, hvað ef ég hefði gefist upp? Af því að ég náttúrulega tapaði í héraðsdómi og það var rosa mikið áfall þó að ég hafi verið búin að undirbúa mig fyrir það.“ Freyja ræddi þessa áralöngu baráttu í þættinum Spjallið með Góðvild. Þátturinn birtist á Vísi og helstu efnisveitum í dag. „Ég átti erfitt eftir það og átti erfitt með að halda áfram. Ekki bara af því að ég myndi tapa aftur heldur líka af því að þetta er svo mikið álag á heilsuna manns.“ Freyja þurfti þá að staldra við og spyrja sig hvort hún væri virkilega tilbúin til þess að halda baráttunni áfram. „Á þeim tímapunkti var ég gjörsamlega búin á því. En þökk sé fyrst og fremst fjölskyldu, vinum og öðru fötluðu fólki sem kom fyrir mig vitinu að lokum.“ Hún fékk rými til að melta þessa ákvörðun en var líka hvött áfram af sínum nánustu. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þau hafi ýtt mér áfram.“ Freyja segir að hún hafi áfrýjað til Landsréttar því hún hafi ekki viljað sitja eftir, nagandi á sér handarbakið yfir því hvað hefði orðið. Klippa: Spjallið með Góðvild - Freyja Haraldsdóttir Ekkert eðlilegt við þetta „Ég er mjög stolt af þessum árangri og vona að það skili sér bæði til fósturbarna og til fatlaðs fólks,“ segir Freyja um þessa baráttu. Þó að það hafi verið langt og strangt ferli að fá þessa niðurstöðu, var umræðan í samfélaginu um málið henni erfið. „Það var vissulega erfitt að fara í gegnum dómskerfið, en að upplifa almenna umræðu og kommentakerfin, andúðina og reiðina sem fólk hefur sýnt mér og fötluðu fólki almennt, hefur eiginlega verið meira sársaukafullt.“ Freyja viðurkennir að hafa tekið nærri sér umfjöllunina í kringum baráttuna við að verða fósturforeldri. „Mér langar ekkert að byggja upp skráp fyrir einhverju svona ofbeldi. Það er bara ekkert eðlilegt við það.“ Freyja ræddi um eigin æsku í þættinum Spjallið með Góðvild. Skjól og heimili fyrir börnin Hún telur að fólk geri sér ekki grein fyrir því að þetta særi ekki aðeins hana heldur líka þá sem standa henni næst. Freyja segir að á umræðunni sé ljóst að það átti sig ekki allir á því hvað það sé að vera fósturforeldri á Íslandi og margir rugli því við ættleiðingu. „Fóstur er þar sem að fólk vill í rauninni gefa börnum heimili, sem getur ekki búið með sínum fjölskyldum hér á landi.“ Eru þetta þá börn sem búsett eru á Íslandi, en geta þó verið af erlendum uppruna. Bæði getur þetta verið tímabundið á meðan það er kannski verið að styðja kynfjölskyldu þeirra eða verið að gera breytingar til að tryggja öryggi og velferð barnsins. „Í sumum tilfellum getur þetta verið varanlegt, þá er það þegar ekki er hægt að snúa til baka.“ Freyja ræðir í viðtalinu um ástæður sínar fyrir því að fara í þetta ferli og einnig um uppvöxt sinn, dvölina í Nýja Sjálandi, baráttuna fyrir málefnum fatlaðra og margt fleira. Viðtalið má heyra í heild sinni ofar í fréttinni. Umræðan um fósturforeldra hefst á mínútu sautján í klippunni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
„Það sem ég er búin að hugsa mikið um síðustu daga er, hvað ef ég hefði gefist upp? Af því að ég náttúrulega tapaði í héraðsdómi og það var rosa mikið áfall þó að ég hafi verið búin að undirbúa mig fyrir það.“ Freyja ræddi þessa áralöngu baráttu í þættinum Spjallið með Góðvild. Þátturinn birtist á Vísi og helstu efnisveitum í dag. „Ég átti erfitt eftir það og átti erfitt með að halda áfram. Ekki bara af því að ég myndi tapa aftur heldur líka af því að þetta er svo mikið álag á heilsuna manns.“ Freyja þurfti þá að staldra við og spyrja sig hvort hún væri virkilega tilbúin til þess að halda baráttunni áfram. „Á þeim tímapunkti var ég gjörsamlega búin á því. En þökk sé fyrst og fremst fjölskyldu, vinum og öðru fötluðu fólki sem kom fyrir mig vitinu að lokum.“ Hún fékk rými til að melta þessa ákvörðun en var líka hvött áfram af sínum nánustu. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þau hafi ýtt mér áfram.“ Freyja segir að hún hafi áfrýjað til Landsréttar því hún hafi ekki viljað sitja eftir, nagandi á sér handarbakið yfir því hvað hefði orðið. Klippa: Spjallið með Góðvild - Freyja Haraldsdóttir Ekkert eðlilegt við þetta „Ég er mjög stolt af þessum árangri og vona að það skili sér bæði til fósturbarna og til fatlaðs fólks,“ segir Freyja um þessa baráttu. Þó að það hafi verið langt og strangt ferli að fá þessa niðurstöðu, var umræðan í samfélaginu um málið henni erfið. „Það var vissulega erfitt að fara í gegnum dómskerfið, en að upplifa almenna umræðu og kommentakerfin, andúðina og reiðina sem fólk hefur sýnt mér og fötluðu fólki almennt, hefur eiginlega verið meira sársaukafullt.“ Freyja viðurkennir að hafa tekið nærri sér umfjöllunina í kringum baráttuna við að verða fósturforeldri. „Mér langar ekkert að byggja upp skráp fyrir einhverju svona ofbeldi. Það er bara ekkert eðlilegt við það.“ Freyja ræddi um eigin æsku í þættinum Spjallið með Góðvild. Skjól og heimili fyrir börnin Hún telur að fólk geri sér ekki grein fyrir því að þetta særi ekki aðeins hana heldur líka þá sem standa henni næst. Freyja segir að á umræðunni sé ljóst að það átti sig ekki allir á því hvað það sé að vera fósturforeldri á Íslandi og margir rugli því við ættleiðingu. „Fóstur er þar sem að fólk vill í rauninni gefa börnum heimili, sem getur ekki búið með sínum fjölskyldum hér á landi.“ Eru þetta þá börn sem búsett eru á Íslandi, en geta þó verið af erlendum uppruna. Bæði getur þetta verið tímabundið á meðan það er kannski verið að styðja kynfjölskyldu þeirra eða verið að gera breytingar til að tryggja öryggi og velferð barnsins. „Í sumum tilfellum getur þetta verið varanlegt, þá er það þegar ekki er hægt að snúa til baka.“ Freyja ræðir í viðtalinu um ástæður sínar fyrir því að fara í þetta ferli og einnig um uppvöxt sinn, dvölina í Nýja Sjálandi, baráttuna fyrir málefnum fatlaðra og margt fleira. Viðtalið má heyra í heild sinni ofar í fréttinni. Umræðan um fósturforeldra hefst á mínútu sautján í klippunni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30
Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00