Níu börn meðal hinna látnu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 09:23 Ísraelsmenn segjast hafa gert 130 árásir á Gasa. AP/Hatem Moussa Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst. Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021 Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira