Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2021 21:32 Brynjar á vítalínunni. vísir/bára Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. „Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
„Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12