Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2021 21:32 Brynjar á vítalínunni. vísir/bára Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. „Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Sjá meira
„Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12