Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 13:35 Reykur frá mosabrunasést í hlíðunum við hraunið í Geldingadölum. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. „Hann er mjög erfiður viðureignar, það logar lengi í honum og undir grjóti. Við erum aðalega að pæla í ytri rammanum því að gosið spýtir frá sér miklu lengra en hættusvæðið okkar er þannig að það er umhugsunarefni,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum dálítið óttaslegin að þetta nái upp á Fagradalsfjall þar sem er samfelldur mosi. Annars er mosinn bara mjög strjáll þarna alveg við gosstöðvarnar.“ Miklir gróðureldar hafa kviknað vegna hrauns sem spýtist úr gígunum og lendir glóandi á gróðri í kring. Að sögn Hjálmars leggur mikinn reyk frá gróðureldunum og því sé mengun á svæðinu mikil. „Það er erfitt að koma sér út úr öllum reyk og ég tala nú ekki um fyrir þá sem eru viðkvæmir, þeir eiga ekki að láta sjá sig þarna,“ segir Hjálmar. Lokað verður að gosstöðvunum í dag en Hjálmar gerir ekki ráð fyrir að lokað verði á næstu dögum. Engin vakt er á svæðinu eins og er en hún verður sett upp þegar nær kvöldi dregur. Að sögn Sigurðar Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, hafa ekki margir farið að gosstöðvunum í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. 9. maí 2021 10:25 Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. 8. maí 2021 14:09 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Hann er mjög erfiður viðureignar, það logar lengi í honum og undir grjóti. Við erum aðalega að pæla í ytri rammanum því að gosið spýtir frá sér miklu lengra en hættusvæðið okkar er þannig að það er umhugsunarefni,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum dálítið óttaslegin að þetta nái upp á Fagradalsfjall þar sem er samfelldur mosi. Annars er mosinn bara mjög strjáll þarna alveg við gosstöðvarnar.“ Miklir gróðureldar hafa kviknað vegna hrauns sem spýtist úr gígunum og lendir glóandi á gróðri í kring. Að sögn Hjálmars leggur mikinn reyk frá gróðureldunum og því sé mengun á svæðinu mikil. „Það er erfitt að koma sér út úr öllum reyk og ég tala nú ekki um fyrir þá sem eru viðkvæmir, þeir eiga ekki að láta sjá sig þarna,“ segir Hjálmar. Lokað verður að gosstöðvunum í dag en Hjálmar gerir ekki ráð fyrir að lokað verði á næstu dögum. Engin vakt er á svæðinu eins og er en hún verður sett upp þegar nær kvöldi dregur. Að sögn Sigurðar Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, hafa ekki margir farið að gosstöðvunum í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. 9. maí 2021 10:25 Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. 8. maí 2021 14:09 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Sjá meira
Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. 9. maí 2021 10:25
Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. 8. maí 2021 14:09
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41