Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 07:34 Colonial-leiðslan er sú stærsta í Bandaríkjunum. Colonial Pipeline Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira