Matur

Rósakakan í Blindum bakstri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rósakakan sem Eva Laufey bakaði í nýjasta þættinum af Blindur bakstur.
Rósakakan sem Eva Laufey bakaði í nýjasta þættinum af Blindur bakstur. Blindur bakstur

Í þættinum Blindur bakstur í gær fór fram hörð barátta á milli Sóla Hólm og unnustu hans Viktoríu Hermannsdóttur. Bæði fylgdu þau Evu Laufey Kjaran í blindni og bökuðu þau fallegar rósakökur, súkkulaðikökur með dásamlegu smjörkremi. 

Uppskrift þáttarins má finna hér að neðan en Eva Laufey mælir með því að nota þrjú tuttugu sentímetra kökuform fyrir þessa uppskrift. 

Botnar:

  • 400 g sykur
  • 220 g hveiti
  • 120 g kakó
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 3 egg
  • 2,5 dl súrmjólk
  • 2,5 dl heitt soðið vatn
  • 2 dl ljós olía
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Sigtið þurrefnin saman í skál, sykur, hveiti, kakó, matarsódi, lyftiduft og salt.
  3. Bætið eggjum , súrmjólk, vatni, olíu og vanillu og þeytið áfram.
  4. Skiptið deiginu á milli forma og bakið við 180°C í 25 mínútur.
  5. Kælið botnanna mjög vel.

Súkkulaðikrem:

  • 500 g smjör, við stofuhita
  • 500 g flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 2 msk bökunarkakó
  • 1 Mars súkkulaðistykki

Aðferð:

  1. Þeytið smjör og flórsykur þar til mjúkt.
  2. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.
  3. Bætið kakó og vanillu saman við, og hellið súkkulaðinu varlega saman við.
  4. Setjið kremið á milli botnana, skerið mars súkkulaði og setjið einnig á milli. Þekjið kökuna og inn í kæli þar til kremið er orðið stíft og fínt.

Perlurnar setja ótrúlega fallegan svip á smjörkrems-rósirnar.Blindur bakstur

Hvítt súkkulaðikrem

  • 700 g smjör
  • 700 flórsykur
  • 3 tsk vanilludropar
  • 100 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið smjör og flórsykur, þar til mjúkt.
  2. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið saman við ásamt vanilludropum. 
  3. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið rósum á kökuna.
  4. Skreytið gjarnan með fallegum skrautperlum.

Tengdar fréttir

Óborganleg rappsena Evu og Evu Ruzu

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, og skemmtikrafturinn Eva Ruza voru gestir í síðasta þætti af Blindur bakstur með Evu Laufey Kjaran.

Vanillu og karamellu „naked cake“ úr Blindum bakstri

Í Blindum bakstri í kvöld bökuðu keppendur einstaklega fallegar vanillukökur með karamellukeim og karamellukremi. Útlitið var svokallað „naked cake“ þar sem kremið hylur ekki kökubotnanna algjörlega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.