Hótar að sniðganga Ólympíuleikana eftir alhvíta kynningarmynd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 12:31 Liz Cambage og myndin sem hún er ósátt við. getty/ethan miller/jockey Liz Cambage, leikmaður átralska körfuboltalandsliðsins, hefur hótað að sniðganga Ólympíuleikana í Tókýó í sumar vegna skorts á fjölbreytileika á kynningarmynd fyrir leikana. Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Á myndinni, sem er frá styrktaraðilanum Jockey, sjást átta fulltrúar Ástralíu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra, fjórir menn og fjórar konur, öll hvít á hörund. Cambage vakti athygli á því á Instagram að enginn íþróttamaður sem er dökkur á hörund væri á kynningarmyndinni. „Ef ég hef sagt það einu sinni hef ég sagt það milljón sinnum. Hvernig á ég að standa fyrir land sem stendur ekki fyrir mig,“ skrifaði Cambage við myndina. Hún gagnrýndi einnig aðra mynd af Ólympíuförum sem ruðningskappinn Maurice Longbottom, sem er af ætt frumbyggja, var meðal annars á. „Gervibrúnka er ekki fjölbreytni,“ skrifaði Cambage og sagði svo að ástralska ólympíusambandið gerði í því að fela svart íþróttafólk. Í kjölfar ummæla Cambages sendi ástralska ólympíusambandið frá sér yfirlýsingu þar sem það tók undir gagnrýni körfuboltakonunnar og lofaði fleiri myndum af svörtu íþróttafólki. Það sagðist þó hafa gert ýmislegt til að hampa því og hafa það sýnilegt. watch on YouTube Fyrrverandi þjálfari Cambages í ástralska landsliðinu, Tom Maher, gagnrýndi ummæli hennar. „Var samkynhneigður Ólympíufari á myndinni? Var einhver af asískum uppruna? Ég meina, hvar endar þetta?“ sagði Maher. „Ef ég væri þjálfari gæfi ég ekki mikið fyrir þessar hótanir. Ef hún vill vera með, getur hún verið með. En ef hún ætlar að sniðganga leikana óska ég henni bara góðs gengis.“ Cambage vann brons með ástralska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Cambage leikur með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún á metið yfir flest stig í einum leik í deildinni. Hún skoraði 53 stig gegn New York Liberty fyrir þremur árum.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli