Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 22:30 Elise Stefanik og Liz Cheney. Visir/AP Þingkonan Elise Stefanik lýsti því yfir í dag að hún vildi stöðu þingkonunnar Liz Cheney, sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney hefur verið undir miklum þrýstingi innan flokksins fyrir að taka ekki undir falsar yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningsvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra. Í viðtali í podcasti Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, auk annars, gagnrýndi Stefanik Cheney fyrir að fara gegn Trump. „Við erum eitt teymi og það þýðir að vinna með forsetanum,“ sagði Stefanik og átti hún þar við Trump. Vert er að taka fram að fjölmargar rannsóknir víðsvegar um Bandaríkin, framkvæmdar af embættismönnum úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, hafa ekki sýnt fram á þess konar svindl sem Trump-liðar hafa lýst hafi átt sér stað. Þá hafa tugir dómsmála ekki farið Trump-liðum í vil. Kevin McCarthy og Steve Scalise, sem eru æðri Cheney, stóðu fyrst við bakið á henni þegar Trump-liðar byrjuðu gagnrýni sína. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það þó breyst. Cheney hefur þó áfram staðið í fæturna og í gær birti hún grein á vef Washington Post þar sem hún varaði Repúblikana við persónudýrkun á Trump. Greinin bar titilinn: Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti. Sagan fylgist með okkur. Segir Trump grafa undan lýðræðinu Í greininni gagnrýnir hún Trump harðlega fyrir að halda því fram að Joe Biden sé í raun ólögmætur forseti. Þessi viðleitni hans hafi leitt til árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn hans reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, og þrátt fyrir það haldi hann ummælum sínum áfram. Cheney segir Trump reyna að grafa undir lýðræði Bandaríkjanna með málflutningi sínum og það sé eitthvað sem enginn forseti hafi áður gert. Þá hafi dómarar í rúmlega 60 dómsmálum hafnað málaflutningi Trumpliða. „Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti og Repúblikanar þurfa að ákveða hvort við ætlum að velja sannleikann og standa við stjórnarskránna,“ skrifar Cheney. Hún gagnrýndi McCarthy einnig í grein sinni og rifjaði upp að í kjölfar árásarinnar hafi hann sagt Trump bera ábyrgð á árásinni. Nú hafi honum hins vegar snúist hugur. Cheney bendir á að rúmlega sextíu dómarar á ýmsum dómsstigum Bandaríkjanna hafi hafnað málaflutningi Trump-liða. Lögin hafi talað og það sé eitt æðsta gildi íhaldsmanna Bandaríkjanna að virða lög og reglur. Stuðningur við Trump muni hafa alvarlegar afleiðingar Þingkonan sagði einnig í grein sinni að það að styðja Trump gæti ef til vill borgað sig fyrir þingmenn fjárhagslega, sem það hefur gert, en þessi viðleitni hans og stuðningsmanna hans muni hafa slæmar og langvarandi afleiðingar. Bæði fyrir Repúblikanaflokkinn og einnig fyrir Bandaríkin. Trump hefur lýst yfir fullum stuðningi við Stefnaki og er útlit fyrir að Cheney verði bolað úr embætti sínu á næstu dögum. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Cheney hafi ekki rætt við aðra þingmenn og reynt að öðlast stuðning þeirra. Þegar Repúblikanar héldu atkvæðagreiðslu um veru Cheney í embætti í febrúar hélt hún velli með miklum meirihluta, 145-61. Þá var talið að ræða sem McCarthy hélt á lokuðum fundi þar sem atkvæðagreiðslan fór fram, hafi bjargað henni. McCarthy mun þó líklegast ekki standa við bakið á Cheney aftur. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21 Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Í viðtali í podcasti Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, auk annars, gagnrýndi Stefanik Cheney fyrir að fara gegn Trump. „Við erum eitt teymi og það þýðir að vinna með forsetanum,“ sagði Stefanik og átti hún þar við Trump. Vert er að taka fram að fjölmargar rannsóknir víðsvegar um Bandaríkin, framkvæmdar af embættismönnum úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, hafa ekki sýnt fram á þess konar svindl sem Trump-liðar hafa lýst hafi átt sér stað. Þá hafa tugir dómsmála ekki farið Trump-liðum í vil. Kevin McCarthy og Steve Scalise, sem eru æðri Cheney, stóðu fyrst við bakið á henni þegar Trump-liðar byrjuðu gagnrýni sína. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það þó breyst. Cheney hefur þó áfram staðið í fæturna og í gær birti hún grein á vef Washington Post þar sem hún varaði Repúblikana við persónudýrkun á Trump. Greinin bar titilinn: Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti. Sagan fylgist með okkur. Segir Trump grafa undan lýðræðinu Í greininni gagnrýnir hún Trump harðlega fyrir að halda því fram að Joe Biden sé í raun ólögmætur forseti. Þessi viðleitni hans hafi leitt til árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn hans reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna, og þrátt fyrir það haldi hann ummælum sínum áfram. Cheney segir Trump reyna að grafa undir lýðræði Bandaríkjanna með málflutningi sínum og það sé eitthvað sem enginn forseti hafi áður gert. Þá hafi dómarar í rúmlega 60 dómsmálum hafnað málaflutningi Trumpliða. „Repúblikanaflokkurinn er á vendipunkti og Repúblikanar þurfa að ákveða hvort við ætlum að velja sannleikann og standa við stjórnarskránna,“ skrifar Cheney. Hún gagnrýndi McCarthy einnig í grein sinni og rifjaði upp að í kjölfar árásarinnar hafi hann sagt Trump bera ábyrgð á árásinni. Nú hafi honum hins vegar snúist hugur. Cheney bendir á að rúmlega sextíu dómarar á ýmsum dómsstigum Bandaríkjanna hafi hafnað málaflutningi Trump-liða. Lögin hafi talað og það sé eitt æðsta gildi íhaldsmanna Bandaríkjanna að virða lög og reglur. Stuðningur við Trump muni hafa alvarlegar afleiðingar Þingkonan sagði einnig í grein sinni að það að styðja Trump gæti ef til vill borgað sig fyrir þingmenn fjárhagslega, sem það hefur gert, en þessi viðleitni hans og stuðningsmanna hans muni hafa slæmar og langvarandi afleiðingar. Bæði fyrir Repúblikanaflokkinn og einnig fyrir Bandaríkin. Trump hefur lýst yfir fullum stuðningi við Stefnaki og er útlit fyrir að Cheney verði bolað úr embætti sínu á næstu dögum. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Cheney hafi ekki rætt við aðra þingmenn og reynt að öðlast stuðning þeirra. Þegar Repúblikanar héldu atkvæðagreiðslu um veru Cheney í embætti í febrúar hélt hún velli með miklum meirihluta, 145-61. Þá var talið að ræða sem McCarthy hélt á lokuðum fundi þar sem atkvæðagreiðslan fór fram, hafi bjargað henni. McCarthy mun þó líklegast ekki standa við bakið á Cheney aftur. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21 Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22
Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. 3. maí 2021 12:21
Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15
Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38
Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. 29. apríl 2021 23:57
Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59