Umfjöllun: Haukar - Höttur 100-104 | Hafnfirðingar fallnir en Höttur heldur í vonina Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. maí 2021 19:55 Michael A. Mallory var frábær í liði Hattar í kvöld og aðalástæða þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Vísir/Vilhelm Haukar eru fallnir úr Domino´s deild karla eftir tap gegn Hetti á heimavelli í kvöld. Gestirnir halda enn í veika von um að halda sæti sínu í deildinni. Lokatölur 95-101 í Ólafssal í kvöld. Falldraugurinn lá yfir Ásvöllum þegar að Hattarmenn komu ofan af Héraði til þess að etja kappi við Hauka. Liðin bæði í fallsæti fyrir leik og ljóst að tapliðið myndi falla úr deildinni. Eftir jafnan leik þar sem Haukarnir leiddu lengst af þá stigu Hattarmenn upp í lokin og sóttu gríðarlega mikilvægan sigur, 100-104. Haukarnir fallnir en Höttur ennþá með líflínu. Michael Mallory skoraði 38 stig fyrir Hött en hjá heimamönnum var atkvæðamestur Hansel Atencía sem skoraði 23. Strax í upphafi leiks lá ljóst fyrir hversu mikið var undir. Mikið um tapaða bolta og mikill spenningur í stúkunni. Ágætlega mætt á pallana og sérlega góðmennt því lætin voru til fyrirmyndar. Haukarnir leiddu eftir fyrsta leikhluta 25-19 og það var ekki síst fínni vörn að þakka. En Pablo Bertone og Jalen Jackson byrjuðu líka leikinn vel. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Vilhelm Í öðrum leikhluta þá hreinlega opnuðust flóðgáttirnar. Varnarleikurinn alls ekki til fyrirmyndar en sóknin þeim mun skemmtilegri. Þarna mættu Austin Bracey og Emil Barja eiturhressir af bekknum hjá Haukunum og smelltu í nokkra þrista. Sérstaklega var Bracey innstilltur og setti þrjú þriggja stiga skot í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 55-50 fyrir heimamenn. Besti leikmaður fyrri hálfleiksins hjá Haukum var Brian Fitzpatrick en hann gerði Hattarmönnum virkilega erfitt fyrir undir körfunni sem og Breki Gylfason. Hjá Hetti var Bryan Alberts öflugur en þá átti Michael Mallory ágætis hálfleik sem og Sigurður Þorsteinsson. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum. Liðin fengu að leika nokkuð lausum hala og allir í húsinu tóku eftir því að þarna var Mike Mallory byrjaður að snögghitna. Mallory var frábær í leikhlutanum sem Höttur vann með 5 stigum. Staðan jöfn fyrir síðasta leikhlutann og allt að verða vitlaust í stúkunni. Spennan hélst fram undir lokin en þá var Mallory einfaldlega orðinn of stór biti fyrir Hauka og Hattarmenn kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 100-104. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Höttur? Sóknarleikur Hattar var mun áferðafallegri heldur en hjá Haukunum. Mun meira flæði og þeir pössuðu boltann betur. Þeir gáfu mun fleiri stoðsendingar heldur en heimamenn eða 28 stoðsendingar gegn 16 og töpuðu næstum tvöfalt færri boltum 8 gegn 15. Þrátt fyrir þessar tölur í leik lítilla varna þá var munurinn á liðunum eiginlega mjög einfaldur. Hattarmenn hafa í fórum sínum eitt stykki Michael Mallory. Mallory var langbestur á vellinum, skoraði 38 stig og skoraði stigin sín í öllum regnbogans litum. Hverjir stóðu uppúr? Sem fyrr segir var Michael Mallory langbestur á vellinum. Lokatölfræðilínan hans er líka falleg. 38 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Bryan Alberts var einnig mjög öflugur með 24 stig en Sigurður Þorsteinsson skilaði líka tvennu í púkkið með 13 stig og 11 fráköst. Hjá Haukum var Brian Fitzpatrick atkvæðamestur með 20 stig og 11 fráköst. Þá skoraði Hansel Atencía 23 stig. Brian Edward Fitzpatrick átti fínan leik fyrir Hauka.Vísir/Vilhelm Hvað næst? Næsta skref hjá heimamönnum er einfaldlega fyrsta deild á næsta tímabili. En það er ennþá einn leikur eftir á móti Þór á Akureyri. Hattarmenn eiga enn von um áframhaldandi veru í úrvalsdeild en til þess að eiga möguleika þurfa úrslitin að vera hagstæð í leikjum Njarðvíkur og þeir þurfa auðvitað sjálfir að vinna besta lið landsins á heimavelli þegar Keflvíkingar mæta í heimsókn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Höttur
Haukar eru fallnir úr Domino´s deild karla eftir tap gegn Hetti á heimavelli í kvöld. Gestirnir halda enn í veika von um að halda sæti sínu í deildinni. Lokatölur 95-101 í Ólafssal í kvöld. Falldraugurinn lá yfir Ásvöllum þegar að Hattarmenn komu ofan af Héraði til þess að etja kappi við Hauka. Liðin bæði í fallsæti fyrir leik og ljóst að tapliðið myndi falla úr deildinni. Eftir jafnan leik þar sem Haukarnir leiddu lengst af þá stigu Hattarmenn upp í lokin og sóttu gríðarlega mikilvægan sigur, 100-104. Haukarnir fallnir en Höttur ennþá með líflínu. Michael Mallory skoraði 38 stig fyrir Hött en hjá heimamönnum var atkvæðamestur Hansel Atencía sem skoraði 23. Strax í upphafi leiks lá ljóst fyrir hversu mikið var undir. Mikið um tapaða bolta og mikill spenningur í stúkunni. Ágætlega mætt á pallana og sérlega góðmennt því lætin voru til fyrirmyndar. Haukarnir leiddu eftir fyrsta leikhluta 25-19 og það var ekki síst fínni vörn að þakka. En Pablo Bertone og Jalen Jackson byrjuðu líka leikinn vel. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Vilhelm Í öðrum leikhluta þá hreinlega opnuðust flóðgáttirnar. Varnarleikurinn alls ekki til fyrirmyndar en sóknin þeim mun skemmtilegri. Þarna mættu Austin Bracey og Emil Barja eiturhressir af bekknum hjá Haukunum og smelltu í nokkra þrista. Sérstaklega var Bracey innstilltur og setti þrjú þriggja stiga skot í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 55-50 fyrir heimamenn. Besti leikmaður fyrri hálfleiksins hjá Haukum var Brian Fitzpatrick en hann gerði Hattarmönnum virkilega erfitt fyrir undir körfunni sem og Breki Gylfason. Hjá Hetti var Bryan Alberts öflugur en þá átti Michael Mallory ágætis hálfleik sem og Sigurður Þorsteinsson. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum. Liðin fengu að leika nokkuð lausum hala og allir í húsinu tóku eftir því að þarna var Mike Mallory byrjaður að snögghitna. Mallory var frábær í leikhlutanum sem Höttur vann með 5 stigum. Staðan jöfn fyrir síðasta leikhlutann og allt að verða vitlaust í stúkunni. Spennan hélst fram undir lokin en þá var Mallory einfaldlega orðinn of stór biti fyrir Hauka og Hattarmenn kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 100-104. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Höttur? Sóknarleikur Hattar var mun áferðafallegri heldur en hjá Haukunum. Mun meira flæði og þeir pössuðu boltann betur. Þeir gáfu mun fleiri stoðsendingar heldur en heimamenn eða 28 stoðsendingar gegn 16 og töpuðu næstum tvöfalt færri boltum 8 gegn 15. Þrátt fyrir þessar tölur í leik lítilla varna þá var munurinn á liðunum eiginlega mjög einfaldur. Hattarmenn hafa í fórum sínum eitt stykki Michael Mallory. Mallory var langbestur á vellinum, skoraði 38 stig og skoraði stigin sín í öllum regnbogans litum. Hverjir stóðu uppúr? Sem fyrr segir var Michael Mallory langbestur á vellinum. Lokatölfræðilínan hans er líka falleg. 38 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Bryan Alberts var einnig mjög öflugur með 24 stig en Sigurður Þorsteinsson skilaði líka tvennu í púkkið með 13 stig og 11 fráköst. Hjá Haukum var Brian Fitzpatrick atkvæðamestur með 20 stig og 11 fráköst. Þá skoraði Hansel Atencía 23 stig. Brian Edward Fitzpatrick átti fínan leik fyrir Hauka.Vísir/Vilhelm Hvað næst? Næsta skref hjá heimamönnum er einfaldlega fyrsta deild á næsta tímabili. En það er ennþá einn leikur eftir á móti Þór á Akureyri. Hattarmenn eiga enn von um áframhaldandi veru í úrvalsdeild en til þess að eiga möguleika þurfa úrslitin að vera hagstæð í leikjum Njarðvíkur og þeir þurfa auðvitað sjálfir að vinna besta lið landsins á heimavelli þegar Keflvíkingar mæta í heimsókn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum