Skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en kunningjaskapar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:52 Þingmaður Pírata óskaði eftir svörum um ráðningar aðstoðarmanna dómara. vísir/Vilhelm Störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti hafa ekki verið auglýst frá því að lög um dómstóla tóku gildi í ársbyrjun 2018. Störf aðstoðarmanna í Landsrétti voru einungis auglýst við stofnun réttarins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“ Dómstólar Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“
Dómstólar Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira