Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2021 11:24 Adolf Ingi Erlingsson getur vart lýst því hversu mikill léttir það er að geta nú horft fram á ferðaþjónustuna vakna til lífsins. Hann fór með belgísk hjón til að skoða gosið í gær en þau hafa ferðast um heim allan til að skoða gos. Adolf Ingi Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira