10.000 boðaðir aukalega í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2021 19:00 Bólusetningar við Covid fara að stærstum hluta fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm 10.000 fleiri verða bólusettir með AstraZeneca þessa vikuna en til stóð. Leik- og grunnskólakennarar verða bólusettir með Jansen og nú er fólk boðað í bólusetningu út frá lyfjasögu. 10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira