Umfjöllun og viðtöl: Fram - Þór 31-19 | Afleitir Þórsarar guldu afhroð í Safamýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 21:48 Ólafur Jóhann Magnússon skoraði sex mörk fyrir Fram gegn Þór. vísir/vilhelm Eftir þrjú töp í röð vann Fram stórsigur á Þór, 31-19, í Safamýrinni í Olís-deild karla í kvöld. Með sigrinum komst Fram upp í 8. sæti deildarinnar. Þór er hins vegar í ellefta og næstsíðasta sætinu og staða liðsins í botnbaráttunni verður alltaf erfiðari og erfiðari. Frammarar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og úrslitin voru ráðin í byrjun seinni hálfleiks. Þórsarar voru afleitir og pöbbalið hefði skammast sín fyrir frammistöðuna í kvöld. Þeir eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli en miðað við spilamennskuna virðast þeir vera búnir að sætta sig við orðinn hlut. Andri Már Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fram og Ólafur Jóhann Magnússon sex. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í liði Þórs með sjö mörk. Lárus Helgi Ólafsson varði sautján skot í marki Fram (49 prósent) á meðan markverðir Þórs vörðu samtals ellefu skot (26 prósent). Fram lagði grunninn að forskotinu með frábærum kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Í stöðunni 6-5 skoruðu heimamenn sex mörk í röð og náðu sjö marka forskoti, 12-5. Þórsurum voru mislagðar hendur í sókninni í fyrri hálfleik. Þeir komu sér stundum í ágætis færi en gekk bölvanlega að hitta markið. Í fyrri hálfleik átti Þór átta skot sem fóru ekki á markið. Andri Már kom Fram í 15-7, Þór svaraði tveimur mörkum í röð en Breki Dagsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum 16-9, Fram í vil. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og þegar ellefu mínútur voru liðnar af honum var munurinn orðinn ellefu mörk, 24-13. Þrátt fyrir yfirburðastöðu slökuðu Frammarar ekkert á og náðu mest þrettán marka forskoti. Á endanum munaði tólf mörkum á liðunum, 31-19. Margir spennuleikir hafa farið fram í Safamýrinni í vetur en þetta var svo sannarlega ekki einn af þeim. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig.vísir/vilhelm Af hverju vann Fram? Frammarar voru miklu sterkari og leikur þeirra var mun betur útfærður en hjá Þórsurum. Gestirnir byrjuðu þokkalega en misstu fljótt móðinn og voru aldrei líklegir til að koma til baka. Eftir erfið töp að undanförnu hungraði Fram í sigur og frammistaða liðsins bar þess merki. Heimamenn voru sterkari á öllum sviðum leiksins og sigurinn var afar sannfærandi. Sóknin var flott eins og í síðustu leikjum og Fram skoraði einnig tólf mörk eftir hraðaupphlaup. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Jóhann minnti á sig með frábærum leik og skoraði sex mörk úr sjö skotum. Þorvaldur Tryggvason var frábær í vörn og sókn og Andri Már var öflugur allan leikinn og var markahæstur á vellinum með átta mörk. Þá varði Lárus Helgi Ólafsson afar vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Það er engin tilviljun að Þór er búinn að skora liða minnst í deildinni. Sóknarframmistaða liðsins í leiknum í kvöld var skelfileg. Það skoraði aðeins nítján mörk og var með 43 prósent skotnýtingu. Þórsarar áttu þrettán skot í leiknum sem hittu ekki markið sem er afleit tölfræði. Vörnin var ekki mikið skárri og þá voru Þórsarar full fljótir að gefast upp. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær Þór Selfoss í heimsókn í leik sem liðið verður að vinna. Frammistaðan í kvöld gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Á mánudaginn tekur Fram á móti verðandi deildarmeisturum Hauka í Safamýrinni. Sebastian: Leyfum okkur að vera bjartsýnir Sebastian Alexandersson ætlar að koma Fram í úrslitakeppnina.vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með spilamennskuna gegn Þór og vonast til að hún gefi hans mönnum byr undir báða vængi. „Við höfum ekki fengið neinn sigur í vetur þar sem við höfum fengið „komplett“ frammistöðu. Við höfum verið í hörkuleikjum í allan vetur og enginn hefur tekið okkur illa nema kannski FH í 3. umferð í september,“ sagði Sebastian en fyrir leikinn í kvöld hafði Fram tapað þremur leikjum í röð. „Ég er vissulega ánægður með að hópurinn skuli svara svona eftir þrjá mjög svekkjandi leiki. Við vorum alveg staðráðnir í að við myndum ekki tapa þremur heimaleikjum í röð, sama hver kæmi hérna. Ég held að leikmennirnir hafi sýnt að það var eitthvað á bak við þá fullyrðingu.“ Fram átti frábæran kafla um miðbik fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði sex mörk í röð og náði afgerandi forskoti. „Loksins, loksins er vörnin okkar að komast á réttan stað. Það eru góðar fréttir. Það sem eru jafngóðar fréttir er að sóknarleikurinn okkar hefur verið góður eftir síðasta stopp og var það líka í dag. Og nú er vörnin að koma og við leyfum okkur að vera bjartsýnir.“ Sebastian segir að Frammarar ætli sér að komast í úrslitakeppnina, með öllum tiltækum ráðum. „Síðan ég tók við liðinu hef ég sagt að ætlunin væri að komast í átta liða úrslit. Mér er alveg sama hvaða sæti það er. Við ætlum bara að ná 8. sætinu,“ sagði Sebastian. „Ef allt væri eðlilegt værum við í miklu betri stöðu. Það eru nokkrir leikir sem við hefðum getað fengið meira úr. Það eru smáatriðin sem skipta gríðarlega miklu máli. Við eigum enn möguleika og meðan við eigum möguleika á að ná markmiðum okkar berjumst við fyrir því.“ Halldór: Eina sem ég bið drengina um er að sýna lit og hafa gaman að þessu Frammistaða Þórs var þjálfaranum Halldór Erni Tryggvasyni ekki að skapi.vísir/vilhelm Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum í Safamýrinni í kvöld. „Þetta var hræðilegt af okkar hálfu. Við gáfumst upp í fyrri hálfleik þegar við fengum á okkur nokkur hraðaupphlaup. Ég veit hvað þetta er, andlegt, eða hvort menn séu búnir. Ég veit ekki hvað þetta er,“ sagði Halldór eftir leik. Þórsarar eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli. Halldór er svekktur að hans menn hafi ekki gefið meira í leikinn í kvöld og sýnt vilja til að halda sér á lífi í Olís-deildinni. „Þetta er fullur möguleiki og við höfum fulla trú á þessu. Þeir segja það og frá mínu hjarta. Það var eins og við værum að spara okkur í dag. Ég veit ekki hvort við vorum að spara okkur fyrir heimferðina. Ég er drullusvekktur,“ sagði Halldór. Eftir jafnar upphafsmínútur skoraði Fram sex mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks og leit ekki um öxl eftir það. „Ég veit ekki hvað gerðist. Við koðnuðum niður og hættum að þora. Það er það eina sem ég bið drengina um að gera, að sýna lit á vellinum og hafa gaman að þessu,“ sagði Halldór. Honum fannst Þórsarar ekki líklegir til að koma til baka í kvöld. „Í rauninni ekki. Frammarar gerðu vel. Við reyndum að fara í sjö á sex, gera nýja hluti og skipta um menn í varnarleiknum en við vorum ekki líklegir.“ Olís-deild karla Fram Þór Akureyri
Eftir þrjú töp í röð vann Fram stórsigur á Þór, 31-19, í Safamýrinni í Olís-deild karla í kvöld. Með sigrinum komst Fram upp í 8. sæti deildarinnar. Þór er hins vegar í ellefta og næstsíðasta sætinu og staða liðsins í botnbaráttunni verður alltaf erfiðari og erfiðari. Frammarar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og úrslitin voru ráðin í byrjun seinni hálfleiks. Þórsarar voru afleitir og pöbbalið hefði skammast sín fyrir frammistöðuna í kvöld. Þeir eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli en miðað við spilamennskuna virðast þeir vera búnir að sætta sig við orðinn hlut. Andri Már Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fram og Ólafur Jóhann Magnússon sex. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í liði Þórs með sjö mörk. Lárus Helgi Ólafsson varði sautján skot í marki Fram (49 prósent) á meðan markverðir Þórs vörðu samtals ellefu skot (26 prósent). Fram lagði grunninn að forskotinu með frábærum kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Í stöðunni 6-5 skoruðu heimamenn sex mörk í röð og náðu sjö marka forskoti, 12-5. Þórsurum voru mislagðar hendur í sókninni í fyrri hálfleik. Þeir komu sér stundum í ágætis færi en gekk bölvanlega að hitta markið. Í fyrri hálfleik átti Þór átta skot sem fóru ekki á markið. Andri Már kom Fram í 15-7, Þór svaraði tveimur mörkum í röð en Breki Dagsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum 16-9, Fram í vil. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og þegar ellefu mínútur voru liðnar af honum var munurinn orðinn ellefu mörk, 24-13. Þrátt fyrir yfirburðastöðu slökuðu Frammarar ekkert á og náðu mest þrettán marka forskoti. Á endanum munaði tólf mörkum á liðunum, 31-19. Margir spennuleikir hafa farið fram í Safamýrinni í vetur en þetta var svo sannarlega ekki einn af þeim. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig.vísir/vilhelm Af hverju vann Fram? Frammarar voru miklu sterkari og leikur þeirra var mun betur útfærður en hjá Þórsurum. Gestirnir byrjuðu þokkalega en misstu fljótt móðinn og voru aldrei líklegir til að koma til baka. Eftir erfið töp að undanförnu hungraði Fram í sigur og frammistaða liðsins bar þess merki. Heimamenn voru sterkari á öllum sviðum leiksins og sigurinn var afar sannfærandi. Sóknin var flott eins og í síðustu leikjum og Fram skoraði einnig tólf mörk eftir hraðaupphlaup. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Jóhann minnti á sig með frábærum leik og skoraði sex mörk úr sjö skotum. Þorvaldur Tryggvason var frábær í vörn og sókn og Andri Már var öflugur allan leikinn og var markahæstur á vellinum með átta mörk. Þá varði Lárus Helgi Ólafsson afar vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Það er engin tilviljun að Þór er búinn að skora liða minnst í deildinni. Sóknarframmistaða liðsins í leiknum í kvöld var skelfileg. Það skoraði aðeins nítján mörk og var með 43 prósent skotnýtingu. Þórsarar áttu þrettán skot í leiknum sem hittu ekki markið sem er afleit tölfræði. Vörnin var ekki mikið skárri og þá voru Þórsarar full fljótir að gefast upp. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær Þór Selfoss í heimsókn í leik sem liðið verður að vinna. Frammistaðan í kvöld gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Á mánudaginn tekur Fram á móti verðandi deildarmeisturum Hauka í Safamýrinni. Sebastian: Leyfum okkur að vera bjartsýnir Sebastian Alexandersson ætlar að koma Fram í úrslitakeppnina.vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með spilamennskuna gegn Þór og vonast til að hún gefi hans mönnum byr undir báða vængi. „Við höfum ekki fengið neinn sigur í vetur þar sem við höfum fengið „komplett“ frammistöðu. Við höfum verið í hörkuleikjum í allan vetur og enginn hefur tekið okkur illa nema kannski FH í 3. umferð í september,“ sagði Sebastian en fyrir leikinn í kvöld hafði Fram tapað þremur leikjum í röð. „Ég er vissulega ánægður með að hópurinn skuli svara svona eftir þrjá mjög svekkjandi leiki. Við vorum alveg staðráðnir í að við myndum ekki tapa þremur heimaleikjum í röð, sama hver kæmi hérna. Ég held að leikmennirnir hafi sýnt að það var eitthvað á bak við þá fullyrðingu.“ Fram átti frábæran kafla um miðbik fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði sex mörk í röð og náði afgerandi forskoti. „Loksins, loksins er vörnin okkar að komast á réttan stað. Það eru góðar fréttir. Það sem eru jafngóðar fréttir er að sóknarleikurinn okkar hefur verið góður eftir síðasta stopp og var það líka í dag. Og nú er vörnin að koma og við leyfum okkur að vera bjartsýnir.“ Sebastian segir að Frammarar ætli sér að komast í úrslitakeppnina, með öllum tiltækum ráðum. „Síðan ég tók við liðinu hef ég sagt að ætlunin væri að komast í átta liða úrslit. Mér er alveg sama hvaða sæti það er. Við ætlum bara að ná 8. sætinu,“ sagði Sebastian. „Ef allt væri eðlilegt værum við í miklu betri stöðu. Það eru nokkrir leikir sem við hefðum getað fengið meira úr. Það eru smáatriðin sem skipta gríðarlega miklu máli. Við eigum enn möguleika og meðan við eigum möguleika á að ná markmiðum okkar berjumst við fyrir því.“ Halldór: Eina sem ég bið drengina um er að sýna lit og hafa gaman að þessu Frammistaða Þórs var þjálfaranum Halldór Erni Tryggvasyni ekki að skapi.vísir/vilhelm Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum í Safamýrinni í kvöld. „Þetta var hræðilegt af okkar hálfu. Við gáfumst upp í fyrri hálfleik þegar við fengum á okkur nokkur hraðaupphlaup. Ég veit hvað þetta er, andlegt, eða hvort menn séu búnir. Ég veit ekki hvað þetta er,“ sagði Halldór eftir leik. Þórsarar eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli. Halldór er svekktur að hans menn hafi ekki gefið meira í leikinn í kvöld og sýnt vilja til að halda sér á lífi í Olís-deildinni. „Þetta er fullur möguleiki og við höfum fulla trú á þessu. Þeir segja það og frá mínu hjarta. Það var eins og við værum að spara okkur í dag. Ég veit ekki hvort við vorum að spara okkur fyrir heimferðina. Ég er drullusvekktur,“ sagði Halldór. Eftir jafnar upphafsmínútur skoraði Fram sex mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks og leit ekki um öxl eftir það. „Ég veit ekki hvað gerðist. Við koðnuðum niður og hættum að þora. Það er það eina sem ég bið drengina um að gera, að sýna lit á vellinum og hafa gaman að þessu,“ sagði Halldór. Honum fannst Þórsarar ekki líklegir til að koma til baka í kvöld. „Í rauninni ekki. Frammarar gerðu vel. Við reyndum að fara í sjö á sex, gera nýja hluti og skipta um menn í varnarleiknum en við vorum ekki líklegir.“