Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 09:47 Á toppi Hvannadalshnjúks, eða Kvennadalshnjúks líkt og hópurinn kallar þennan hæsta tind Íslands. Vísir/RAX Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. „Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira