Hverjir stýra peningunum? Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir skrifa 30. apríl 2021 09:00 Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Jafnréttismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar