Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 08:31 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfa ekki að keppa á móti hverri annarri í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Katrín Tanja keppir á mótinu í Þýskalandi en Anníe Mist á mótinu í Hollandi. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum. CrossFit Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum.
CrossFit Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti