Sjá loksins til sólar í fyrsta sinn í áratug Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2021 07:30 Chris Paul er einn af þeim sem hafa komið Phoenix Suns í toppbaráttu eftir eyðimerkurgöngu. AP/Matt York Línur eru sífellt að skýrast varðandi úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir úrslit næturinnar er ljóst að Phoenix Suns leika í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í rúman áratug. Þó að liðin eigi um 10 leiki eftir hvert þá hafa núna fjögur lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers eru efst í austurdeildinni, og Utah Jazz og Phoenix í vesturdeildinni, með nægt forskot á liðin í 7. sæti í hvorri deild. Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina en lið í 7.-10. sæti leika í umspili um tvö sæti. The @Suns clinch a playoff spot for the first time since the 2009-10 season.Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/gW0DldUemD— NBA (@NBA) April 29, 2021 Phoenix vann LA Clippers 109-101 í nótt og þar með er ljóst að Phoenix leikur í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2010. Devin Booker var þá 13 ára og Deandre Ayton 11 ára en Chris Paul, sem skoraði 28 stig í sigrinum á Clippers, var aftur á móti þegar orðinn NBA-stjarna þá. Booker skoraði 21 stig. „Við erum ekki búnir að fullnægja okkar markmiðum. Þetta er ekki nóg,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þegar Williams tók við Phoenix fyrir tveimur árum hafði liðið tapað 63 leikjum og unnið aðeins 19 leiktíðina á undan. Liðið hafði um árabil verið meðal þeirra neðstu í vesturdeildinni. Nú er öldin önnur, sigurinn á Clippers var kærkominn eftir tvö töp í rimmum liðanna í vetur, og Phoenix gæti átt eftir að spila marga leiki í úrslitakeppninni í sumar. Úrslitin í nótt: Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Þó að liðin eigi um 10 leiki eftir hvert þá hafa núna fjögur lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers eru efst í austurdeildinni, og Utah Jazz og Phoenix í vesturdeildinni, með nægt forskot á liðin í 7. sæti í hvorri deild. Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina en lið í 7.-10. sæti leika í umspili um tvö sæti. The @Suns clinch a playoff spot for the first time since the 2009-10 season.Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/gW0DldUemD— NBA (@NBA) April 29, 2021 Phoenix vann LA Clippers 109-101 í nótt og þar með er ljóst að Phoenix leikur í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2010. Devin Booker var þá 13 ára og Deandre Ayton 11 ára en Chris Paul, sem skoraði 28 stig í sigrinum á Clippers, var aftur á móti þegar orðinn NBA-stjarna þá. Booker skoraði 21 stig. „Við erum ekki búnir að fullnægja okkar markmiðum. Þetta er ekki nóg,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þegar Williams tók við Phoenix fyrir tveimur árum hafði liðið tapað 63 leikjum og unnið aðeins 19 leiktíðina á undan. Liðið hafði um árabil verið meðal þeirra neðstu í vesturdeildinni. Nú er öldin önnur, sigurinn á Clippers var kærkominn eftir tvö töp í rimmum liðanna í vetur, og Phoenix gæti átt eftir að spila marga leiki í úrslitakeppninni í sumar. Úrslitin í nótt: Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah
Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira