Lög um skipta búsetu breyta engu Lúðvík Júlíusson skrifar 28. apríl 2021 13:00 Nýlega samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu[1]. Margir fögnuðu, sögðu „loksins, loksins“ og að nú væri staða foreldra jöfn. Þegar frumvarpið er skoðað betur þá kemur því miður í ljós að það skilar foreldrum og börnum engu. Hvers vegna var verið að leggja frumvarpið fram? Hvers vegna var verið að samþykkja það? „Loksins er verið að tengja saman foreldra og börn“ Þessi fullyrðing stenst ekki. Í desember 2019 var lögum um Þjóðskrá breytt og Þjóðskrá gert að skrá forsjá foreldra, einnig ef forsjá er sameiginleg[2]. Það er því komið rúmt ár síðan börn og foreldrar voru tengdir saman hjá Þjóðskrá. Það þurfti því ekki lög um skipta búsetu, þau eru ekki að breyta neinu. „Loksins er staða foreldra jöfn“ Lögin gera ekki ráð fyrir því að staða foreldra sé jöfn. Barn getur aðeins átt eitt lögheimili og því fylgja margvísleg réttindi sem skipt búseta hefur ekki áhrif á. Sé gerður samningur um skipta búsetu þá tapar alltaf lögheimilisforeldrið fjárhagslega en hitt heimilið hagnast alltaf[8]. Lögheimilisforeldri hagnast því alltaf á riftun samnings og hitt heimilið tapar alltaf. Lögheimilisforeldrið er því í þeirri stöðu að geta stöðugt hótað riftun samnings og hitt heimilið mun vera í stöðugum „ótta“ um mögulega riftun samnings. Það er því ljóst að staða heimila og foreldra er langt frá því að vera jöfn. Lögheimilisforeldrið getur í einhverjum tilfellum haft fjárhagslegt sjálfstæði hins foreldrisins í hendi sér. Það er langt frá því að vera jafnræði á milli foreldra. „Foreldrar geta loksins deilt ábyrgð“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Í núgildandi barnalögum geta foreldrar farið sameiginlega með forsjá[3]. Samningur um sameiginlega forsjá er yfirlýsing foreldra, sem ekki búa saman, um að þeir deili ábyrgð, ætli sér að vinna saman og taka ákvarðanir sem varða barnið í sameiningu. Yfirlýsing foreldra sem semja um skipta búsetu um að þeir ætli sér að vinna saman er því ekki að bæta neinu við fyrri yfirlýsingu. Lög um skipta búsetu eru ekki að bæta neinu nýju við. „Loksins fá báðir foreldrar aðgang að Heilsuveru“ Þessi fullyrðing er ekki heldur rétt. Í desember 2019 var opnað fyrir aðgang beggja forsjárforeldra að Heilsuveru barna þeirra, einnig ef forsjá er sameiginleg og foreldrar búa ekki saman[4]. Þetta hefur bara ekki verið kynnt sérstaklega vel. „Loksins geta foreldrar sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín“ Ef foreldri er með aðgang að Heilsuveru þá er ekkert mál fyrir foreldri að fá umboð til að geta sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín[5]. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu með nokkrum hætti. „Loksins geta báðir foreldrar fengið upplýsingar um börnin“ Réttur forsjárforeldra til upplýsinga um börnin sín er án takmarkana[3]. Ef skólar, leikskólar eða aðrir eru ekki að upplýsa báða forsjárforeldra barnsins þá er það ekki vegna laganna heldur er það ákvörðun sveitarfélaga, skóla og annarra. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu. Í leik- og grunnskólalögum eru foreldrar barna skilgreindir sem þeir sem fara með forsjá, einnig ef forsjá er sameiginleg. Staða foreldra gagnvart leik- og grunnskólum á því að vera jöfn. Ákvörðun sveitarfélaga um annað er ekki studd í lögum. „Loksins geta börn átt tvö lögheimili“ Það er algengur misskilningur að lögin kveði á um möguleikann á tveimur lögheimilum. Bæði RÚV og mbl.is sögðu í frétt um lögin að börn gætu átt tvö lögheimili. Það var rangt og var leiðrétt. Lögin kveða hins vegar skýrt á um að barn geti aðeins átt eitt lögheimili[1]. Lög um skipta búsetu breyta engu varðandi lögheimili. „Börn með fötlun fá þjónustu á bæði heimili sín“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Börn með fötlun gleymdust þegar frumvarpið var samið, þau gleymdust í fyrstu umræðu, þau gleymdust í meðferð nefndarinnar og í þriðju umræðu var sett ein stutt grein um að skoða ætti stuðning við börn sem þyrftu á stuðningstækjum að halda. Ekkert er hugað að þeim börnum sem hafa aðra en líkamlega fötlun. Fötlun getur verið bæði andleg og líkamleg[6]. Þingmenn virðast almennt ekki gera ráð fyrir því að andleg fötlun barna(t.d. þroskahömlun eða geðfötlun) auki álag, kostnað eða umönnunarbyrði foreldra. Það finnst mér mjög merkilegt. Fullyrðingar um að lög um skipta búsetu auki réttindi barna með fötlun eru því rangar. Barnabætur og vaxtabætur Það eina sem skipt búseta gerir er að skipta barnabótum og vaxtabótum á milli foreldra. Ef einstæðar mæður standa verst í samfélaginu, eins og oft er fullyrt, þá er útilokað að þessi hópur fólks semji um skipta búsetu og gefi frá sér hálfar barnabætur og allt meðlagið[7]. Ímyndið ykkur ef lögheimili er hjá einstæðri móður í hlutastarfi en á hinu heimilinu séu tvær fyrirvinnur í fullu starfi í stjórnunarstöðum. Það ætti öllum að vera ljóst að það gagnast engum að lögheimilisforeldri gefi frá sér helming barnabóta og meðlag. Þá ætti líka öllum að vera ljóst að engin réttindi geta fylgt skiptri búsetu því skipt búseta er aðeins möguleg fyrir tekjuháa einstaklinga sem fá ekki barnabætur og geta gefið frá sér meðlag. Það kostar aðeins 10 milljónir að rétta hlut þessa hóps sem stendur verst í samfélaginu en Alþingi skoðaði ekki einu sinni þann kost. Í umsögn lagði ég til að ef barnabætur skertust hjá öðru foreldrinu þá myndu skerðingarnar flytjast til tekjulægra foreldrisins. Undir það var ekki tekið. Samantekt Fullyrt er að skipt búseta sé mikið framfararskref. Það er rangt. Skipta búseta tengir ekki saman börn og foreldra, það hefur ekkert með skiptingu ábyrgðar að gera, opnar ekki fyrir aðgang að Heilsuveru, opnar ekki á möguleikann að foreldar geti sótt lyfsseðilskyld lyf, eykur ekki upplýsingastreymi til foreldra, heimilar ekki tvö lögheimili og fötluð börn fá engin réttindi. Skipt búseta er ekki möguleiki fyrir lágtekjufólk. Hér hefði Alþingi átt að vinna heimavinnuna sína og bæta réttindi barna og foreldra með almennum hætti, t.d. með því að setja skýr fyrirmæli um upplýsingar til foreldra, setja fram með skýrum hætti rétt barna með fötlun sem tryggð eiga að vera í Barnasáttmála SÞ og greiða bætur til foreldra sem standa höllum fæti óháð lögheimili svo börn þurfi ekki að lifa í fátækt. Þetta var ekki gert en í staðinn tekið upp kerfi sem skilar foreldrum og börnum engum réttindum, eykur flækjustigið og eykur kostnað samfélagsins. Ef einhver sér ávinning með þessum lögum þá má alveg segja mér hver ávinningurinn er. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=11 (2 )https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=101 (3) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (4) https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38409/nyjungar-a-minum-sidum-a-heilsuverais (5) https://www.lyfjastofnun.is/frettir/rafraent-umbod-til-afhendingar-lyfja-i-apoteki/ (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58916 (7) https://www.obi.is/is/moya/news/barnafataekt-mest-medal-oryrkja-og-einstaedra-foreldra (8) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1312 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Réttindi barna Lúðvík Júlíusson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu[1]. Margir fögnuðu, sögðu „loksins, loksins“ og að nú væri staða foreldra jöfn. Þegar frumvarpið er skoðað betur þá kemur því miður í ljós að það skilar foreldrum og börnum engu. Hvers vegna var verið að leggja frumvarpið fram? Hvers vegna var verið að samþykkja það? „Loksins er verið að tengja saman foreldra og börn“ Þessi fullyrðing stenst ekki. Í desember 2019 var lögum um Þjóðskrá breytt og Þjóðskrá gert að skrá forsjá foreldra, einnig ef forsjá er sameiginleg[2]. Það er því komið rúmt ár síðan börn og foreldrar voru tengdir saman hjá Þjóðskrá. Það þurfti því ekki lög um skipta búsetu, þau eru ekki að breyta neinu. „Loksins er staða foreldra jöfn“ Lögin gera ekki ráð fyrir því að staða foreldra sé jöfn. Barn getur aðeins átt eitt lögheimili og því fylgja margvísleg réttindi sem skipt búseta hefur ekki áhrif á. Sé gerður samningur um skipta búsetu þá tapar alltaf lögheimilisforeldrið fjárhagslega en hitt heimilið hagnast alltaf[8]. Lögheimilisforeldri hagnast því alltaf á riftun samnings og hitt heimilið tapar alltaf. Lögheimilisforeldrið er því í þeirri stöðu að geta stöðugt hótað riftun samnings og hitt heimilið mun vera í stöðugum „ótta“ um mögulega riftun samnings. Það er því ljóst að staða heimila og foreldra er langt frá því að vera jöfn. Lögheimilisforeldrið getur í einhverjum tilfellum haft fjárhagslegt sjálfstæði hins foreldrisins í hendi sér. Það er langt frá því að vera jafnræði á milli foreldra. „Foreldrar geta loksins deilt ábyrgð“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Í núgildandi barnalögum geta foreldrar farið sameiginlega með forsjá[3]. Samningur um sameiginlega forsjá er yfirlýsing foreldra, sem ekki búa saman, um að þeir deili ábyrgð, ætli sér að vinna saman og taka ákvarðanir sem varða barnið í sameiningu. Yfirlýsing foreldra sem semja um skipta búsetu um að þeir ætli sér að vinna saman er því ekki að bæta neinu við fyrri yfirlýsingu. Lög um skipta búsetu eru ekki að bæta neinu nýju við. „Loksins fá báðir foreldrar aðgang að Heilsuveru“ Þessi fullyrðing er ekki heldur rétt. Í desember 2019 var opnað fyrir aðgang beggja forsjárforeldra að Heilsuveru barna þeirra, einnig ef forsjá er sameiginleg og foreldrar búa ekki saman[4]. Þetta hefur bara ekki verið kynnt sérstaklega vel. „Loksins geta foreldrar sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín“ Ef foreldri er með aðgang að Heilsuveru þá er ekkert mál fyrir foreldri að fá umboð til að geta sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín[5]. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu með nokkrum hætti. „Loksins geta báðir foreldrar fengið upplýsingar um börnin“ Réttur forsjárforeldra til upplýsinga um börnin sín er án takmarkana[3]. Ef skólar, leikskólar eða aðrir eru ekki að upplýsa báða forsjárforeldra barnsins þá er það ekki vegna laganna heldur er það ákvörðun sveitarfélaga, skóla og annarra. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu. Í leik- og grunnskólalögum eru foreldrar barna skilgreindir sem þeir sem fara með forsjá, einnig ef forsjá er sameiginleg. Staða foreldra gagnvart leik- og grunnskólum á því að vera jöfn. Ákvörðun sveitarfélaga um annað er ekki studd í lögum. „Loksins geta börn átt tvö lögheimili“ Það er algengur misskilningur að lögin kveði á um möguleikann á tveimur lögheimilum. Bæði RÚV og mbl.is sögðu í frétt um lögin að börn gætu átt tvö lögheimili. Það var rangt og var leiðrétt. Lögin kveða hins vegar skýrt á um að barn geti aðeins átt eitt lögheimili[1]. Lög um skipta búsetu breyta engu varðandi lögheimili. „Börn með fötlun fá þjónustu á bæði heimili sín“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Börn með fötlun gleymdust þegar frumvarpið var samið, þau gleymdust í fyrstu umræðu, þau gleymdust í meðferð nefndarinnar og í þriðju umræðu var sett ein stutt grein um að skoða ætti stuðning við börn sem þyrftu á stuðningstækjum að halda. Ekkert er hugað að þeim börnum sem hafa aðra en líkamlega fötlun. Fötlun getur verið bæði andleg og líkamleg[6]. Þingmenn virðast almennt ekki gera ráð fyrir því að andleg fötlun barna(t.d. þroskahömlun eða geðfötlun) auki álag, kostnað eða umönnunarbyrði foreldra. Það finnst mér mjög merkilegt. Fullyrðingar um að lög um skipta búsetu auki réttindi barna með fötlun eru því rangar. Barnabætur og vaxtabætur Það eina sem skipt búseta gerir er að skipta barnabótum og vaxtabótum á milli foreldra. Ef einstæðar mæður standa verst í samfélaginu, eins og oft er fullyrt, þá er útilokað að þessi hópur fólks semji um skipta búsetu og gefi frá sér hálfar barnabætur og allt meðlagið[7]. Ímyndið ykkur ef lögheimili er hjá einstæðri móður í hlutastarfi en á hinu heimilinu séu tvær fyrirvinnur í fullu starfi í stjórnunarstöðum. Það ætti öllum að vera ljóst að það gagnast engum að lögheimilisforeldri gefi frá sér helming barnabóta og meðlag. Þá ætti líka öllum að vera ljóst að engin réttindi geta fylgt skiptri búsetu því skipt búseta er aðeins möguleg fyrir tekjuháa einstaklinga sem fá ekki barnabætur og geta gefið frá sér meðlag. Það kostar aðeins 10 milljónir að rétta hlut þessa hóps sem stendur verst í samfélaginu en Alþingi skoðaði ekki einu sinni þann kost. Í umsögn lagði ég til að ef barnabætur skertust hjá öðru foreldrinu þá myndu skerðingarnar flytjast til tekjulægra foreldrisins. Undir það var ekki tekið. Samantekt Fullyrt er að skipt búseta sé mikið framfararskref. Það er rangt. Skipta búseta tengir ekki saman börn og foreldra, það hefur ekkert með skiptingu ábyrgðar að gera, opnar ekki fyrir aðgang að Heilsuveru, opnar ekki á möguleikann að foreldar geti sótt lyfsseðilskyld lyf, eykur ekki upplýsingastreymi til foreldra, heimilar ekki tvö lögheimili og fötluð börn fá engin réttindi. Skipt búseta er ekki möguleiki fyrir lágtekjufólk. Hér hefði Alþingi átt að vinna heimavinnuna sína og bæta réttindi barna og foreldra með almennum hætti, t.d. með því að setja skýr fyrirmæli um upplýsingar til foreldra, setja fram með skýrum hætti rétt barna með fötlun sem tryggð eiga að vera í Barnasáttmála SÞ og greiða bætur til foreldra sem standa höllum fæti óháð lögheimili svo börn þurfi ekki að lifa í fátækt. Þetta var ekki gert en í staðinn tekið upp kerfi sem skilar foreldrum og börnum engum réttindum, eykur flækjustigið og eykur kostnað samfélagsins. Ef einhver sér ávinning með þessum lögum þá má alveg segja mér hver ávinningurinn er. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=11 (2 )https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=101 (3) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (4) https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38409/nyjungar-a-minum-sidum-a-heilsuverais (5) https://www.lyfjastofnun.is/frettir/rafraent-umbod-til-afhendingar-lyfja-i-apoteki/ (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58916 (7) https://www.obi.is/is/moya/news/barnafataekt-mest-medal-oryrkja-og-einstaedra-foreldra (8) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1312
(1) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=11 (2 )https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=101 (3) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (4) https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38409/nyjungar-a-minum-sidum-a-heilsuverais (5) https://www.lyfjastofnun.is/frettir/rafraent-umbod-til-afhendingar-lyfja-i-apoteki/ (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58916 (7) https://www.obi.is/is/moya/news/barnafataekt-mest-medal-oryrkja-og-einstaedra-foreldra (8) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1312
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun