Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 19:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Magnús Hlynur Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira