Allt í járnum eftir leik kvöldsins í Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2021 20:55 Það rigndi hressilega í Madríd í kvöld. Eitthvað sem gestirnir frá Lundúnum þekkja vel. David Ramos/Getty Images Real Madrid og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea því í góðum málum fyrir síðari leik liðanna í Lundúnum. Bæði lið stilltu upp í þriggja manna vörn en gestirnir virtust mun öruggari með leikkerfið í upphafi leiks. Chelsea byrjaði leikinn í fimmta gír og fengu gestirnir dauðafæri strax á 10. mínútu leiksins. Timo Werner reimaði ekki á sig markaskóna í kvöld.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Mason Mount átti þá frábæran sprett upp vinstra megin, náði að skófla boltanum inn á teig þar sem Christian Pulisic skallaði knöttinn fyrir fætur Timo Werner sem var aleinn inn í markteig. Þjóðverjinn skaut í fyrsta en skotið var laust og Thibaut Courtois náði að slæma hægri fætinum í knöttinn og bjarga heimamönnum. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Pulisic frábæra sendingu inn fyrir vörn Real. Hann tók við knettinum en fór í raun aðeins frá marki, enginn varnarmaður fór í átt að honum svo Courtois tók það á sig. Sá bandaríski fór auðveldlega framhjá belgíska markverðinum og þrumaði knettinum í netið. What a start for Chelsea in Madrid!#UCL pic.twitter.com/Xb2GTXx2rE— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 27, 2021 Staðan verðskuldað orðin 1-0 Chelsea í vil þegar 14 mínútur voru liðnar. Upp úr þurru var Karim Benzmea næstum búinn að jafna metin á 22. mínútu þegar skot hans sleikti stöngina. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum jafnaði Benzema hins vegar metin með frábæru marki sem virtist beint af æfingasvæðinu. Hornspyrnu Toni Kroos var fór út á Marcelo, sá brasilíski lyfti boltanum á fjærstöng þar sem samlandi hans Casemiro stangaði boltann fyrir markið. Éder Militão flikkaði boltanum á Benzema sem tók við boltanum með höfðinu áður en hann klippti boltann meistaralega í netið. Frábæt mark í alla staði og staðan orðin 1-1. Þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik nema ef til vill að Eden Hazard – fyrrum leikmaður Chelsea – kom inn af varamannabekk Real en Belginn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en nú horfir loks til betri vegar. Watching Hazard vs. Chelsea just doesn't feel right pic.twitter.com/P84xDw5H0q— B/R Football (@brfootball) April 27, 2021 Hazard var nokkuð sprækur miðað við en síðari hálfleikur bar þess merkis að bæði lið voru orðin nokkuð þreytt Mögulega tók gríðarleg rigning sinn toll en völlurinn hefur verið orðinn þungur undir lok leiks. Lokatölur 1-1 í Madríd í kvöld og því allt í járnum fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Lundúnum í næstu viku. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu
Real Madrid og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea því í góðum málum fyrir síðari leik liðanna í Lundúnum. Bæði lið stilltu upp í þriggja manna vörn en gestirnir virtust mun öruggari með leikkerfið í upphafi leiks. Chelsea byrjaði leikinn í fimmta gír og fengu gestirnir dauðafæri strax á 10. mínútu leiksins. Timo Werner reimaði ekki á sig markaskóna í kvöld.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Mason Mount átti þá frábæran sprett upp vinstra megin, náði að skófla boltanum inn á teig þar sem Christian Pulisic skallaði knöttinn fyrir fætur Timo Werner sem var aleinn inn í markteig. Þjóðverjinn skaut í fyrsta en skotið var laust og Thibaut Courtois náði að slæma hægri fætinum í knöttinn og bjarga heimamönnum. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Pulisic frábæra sendingu inn fyrir vörn Real. Hann tók við knettinum en fór í raun aðeins frá marki, enginn varnarmaður fór í átt að honum svo Courtois tók það á sig. Sá bandaríski fór auðveldlega framhjá belgíska markverðinum og þrumaði knettinum í netið. What a start for Chelsea in Madrid!#UCL pic.twitter.com/Xb2GTXx2rE— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 27, 2021 Staðan verðskuldað orðin 1-0 Chelsea í vil þegar 14 mínútur voru liðnar. Upp úr þurru var Karim Benzmea næstum búinn að jafna metin á 22. mínútu þegar skot hans sleikti stöngina. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum jafnaði Benzema hins vegar metin með frábæru marki sem virtist beint af æfingasvæðinu. Hornspyrnu Toni Kroos var fór út á Marcelo, sá brasilíski lyfti boltanum á fjærstöng þar sem samlandi hans Casemiro stangaði boltann fyrir markið. Éder Militão flikkaði boltanum á Benzema sem tók við boltanum með höfðinu áður en hann klippti boltann meistaralega í netið. Frábæt mark í alla staði og staðan orðin 1-1. Þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik nema ef til vill að Eden Hazard – fyrrum leikmaður Chelsea – kom inn af varamannabekk Real en Belginn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en nú horfir loks til betri vegar. Watching Hazard vs. Chelsea just doesn't feel right pic.twitter.com/P84xDw5H0q— B/R Football (@brfootball) April 27, 2021 Hazard var nokkuð sprækur miðað við en síðari hálfleikur bar þess merkis að bæði lið voru orðin nokkuð þreytt Mögulega tók gríðarleg rigning sinn toll en völlurinn hefur verið orðinn þungur undir lok leiks. Lokatölur 1-1 í Madríd í kvöld og því allt í járnum fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Lundúnum í næstu viku. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti