Innlent

Eldur kom upp í þaki hjá N1 í Borgar­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í Borgarnesi.
Frá vettvangi í Borgarnesi. Mynd/Birgir Örn

Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út um klukkan 11 í morgun eftir að eldur kom upp í þaki húsnæðis N1 í Borgarnesi.

Magnús Fjeldsted, stöðvarstjóri N1 í Borgarnesi, segir unnið hafi verið að viðgerðum á þaki, verið að leggja pappa og virðist sem að eldur hafi borist í þakið.

Hann segir að eldur logi enn og að slökkvilið sé enn að rjúfa þakið. 

Slökkvilið og lögregla er á staðnum.

Mynd/Birgir Örn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×