Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. apríl 2021 07:00 Erla Sylvía Guðjónsdóttir. Vísir/Vilhelm „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. Hins vegar þurfi að taka tillit til þess að fjarvinna hentar ekki öllu starfsfólki. „Aðstæður fólks heima við eru misjafnar og því áhersla lögð á það hjá Valitor að fjarvinna stendur flestu starfsfólki til boða en er á engan hátt skylda. Þeir sem vilja mæta á vinnustaðinn daglega munu gera það áfram,“ segir Erla. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um fjarvinnu í kjölfar Covid og bólusetningar. Í dag er tekið dæmi um hvernig innleiðingarferli hefur verið háttað hjá fyrirtæki sem starfar á alþjóðavettvangi. Á morgun verður fjallað um hvaða þætti vinnustaðir þurfa að huga sérstaklega að, varðandi líðan starfsfólks. Áhugi starfsfólksins Erla segir fjarvinnu ekki nýja af nálinni hjá Valitor. Fyrir tíma Covid hafi fjarvinna því verið í boði fyrir starfsfólk og verktaka, sem búa erlendis en hún þetta hafi þásérstaklega átt við þann hóp fólks sem starfar við hugbúnaðarþróun. En síðan kom Covid. „Fljótlega eftir að allt skall í lás síðasta vetur varð okkur ljóst að fjarvinna ætti ekki bara við störf í hugbúnaðarþróun heldur væri hægt að útfæra hana fyrir flest störf innan Valitor,“ segir Erla. Í fyrrasumar lagðist mannauðsteymi fyrirtækisins því í smá rannsóknarvinnu. Hún fól meðal annars í sér að kynna sér málin, lesa til um efnið og kanna viðhorf starfsfólks. „Samkvæmt okkar mælingum gátu 93% hugsað sér að vinna í fjarvinnu að hluta til eða öllu leyti, 98% taldi að fjarvinna hefði jákvæð eða engin áhrif á frammistöðu í starfi og helstu kostir sem voru nefndir voru meira næði, tímasparnaður og meiri sveigjanleiki,“ segir Erla. Þá nýtti mannauðsdeildin sér það samfélag sem til staðar er hjá mannauðsfólki á Íslandi og hafði samband við nokkra vinnustaði sem vitað var um að væru í sambærilegum hugleiðingum. „Það er vissulega mikilvægt að fyrirtæki marki sér stefnu út frá eigin þörfum en það er óþarfi að ætla sér alltaf að finna upp hjólið í hvert skipti sem gera á eitthvað nýtt,“ segir Erla og bætir við: „Ég hef því verið óhrædd við að taka upp tólið og leita upplýsinga hjá fyrirtækjum sem mér þykja standa framarlega á ákveðnum sviðum.“ Þegar öll gögn höfðu verið rýnd lá sú niðurstaða fyrir að vinnuumhverfið eins og það var fyrir tíma Covid, væri að breytast til frambúðar. Það mátti ekki síst sjá vegna áhuga starfsfólksins á varanlegu fyrirkomulagi fjarvinnuvalkosta. „Það var því tekin ákvörðun um að innleiða fjarvinnustefnu hjá Valitor og í kjölfarið var settur á fót vinnuhópur sem tók að sér mótun nýrrar stefnu. Fjarvinnustefnan var endanleg samþykkt af stjórn Valitor í nóvember 2020.“ Erla segir Breta kunnugri fjarvinnu en Íslendinga, að minnsta kosti eins og var fyrir tíma Covid. Hjá Valitor hefur verið innleidd fjarvinnustefna til framtíðar sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í nóvember síðastliðnum.Vísir/Vilhelm Helstu útfærslur Að sögn Erlu er meginmarkmið í stefnu Valitors að bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegra starfsumhverfi í takt við breytta tíma. „Fjarvinnustefnan veitir starfsfólki svigrúm til betra vinnunæðis en margir eiga auðveldara með að einbeita sér að verkefnum utan sjálfs vinnustaðarins. Stefnan stuðlar þannig að auknum sveigjanleika í starfi og þar með betra jafnvægis á milli vinnu og einkalífs,“ segir Erla og bætir því við að fjarvinnustefnan falli einnig vel að þeim umhverfismarkmiðum Valitor að draga úr kolefnisfótspori, til dæmis með færri ferðum fólks til og frá vinnu eða ferðalögum á milli landa og landshluta. Stjórnendur skipuleggja fjarvinnu sinna teyma: „Fjarvinnan nær til allra starfa eða verkefna sem með góðu móti má sinna utan vinnustaðarins en hver stjórnandi stýrir því hvernig hann skipuleggur fjarvinnu síns teymis. Þó flestir innan Valitor vinni við tölvu allan daginn eru verkefnin ólík og því hentar sama fyrirkomulag ekki öllum. Fjarvinna byggir að miklu leiti á trausti til starfsfólks og í sumum tilfellum getur starfsfólk verið í 90-100% fjarvinnu.“ Erla segir þó mikilvægt að fylgja eftir innleiðingu stefnunnar með reglubundnum mælingum og mati á árangri. Það er gert með mælingum á viðhorfi starfsfólks og stjórnenda til fjarvinnu, sem og mælingum á heilsu og líðan starfsfólks. Stjórnendur ræða einnig árangur sín á milli og læra þannig af reynslu hvors annars. Þó einhverjir hafi áður verið í fjarvinnu innan Valitor áður er þetta breyting fyrir flesta og því þarf að fylgjast vel með upplifun og vellíðan starfsfólks.“ Góðu ráðin Erla segir Covid hafa tafið innleiðingarferlið að hluta til. Í fyrrasumar hafi allir verið bjartsýnir á rúmar samkomutakmarkanir og því voru fyrstu hugmyndir þær að klára innleiðingu stefnunnar fyrir áramótin. Þar sem raunin varð önnur í vetur, hafa samkomutakmarkanir hins vegar gert það að verkum að fjarvinna hefur verið nauðsyn frekar en valkostur sökum sóttvarnar- og samkomureglna. „Það hefur því lítið reynt á stefnuna hingað til en nú þegar við sjáum fram á rýmri takmarkanir munum við taka upp boltann þar sem frá var horfið síðasta haust,“ segir Erla. Erla segir lykilatriði að fjarvinnustefnan sé skýr. „Ég myndi því ávallt mæla með því að kanna vel aðstæður á hverri starfsstöð fyrir sig, framkvæma reglulegar viðhorfskannanir á meðal starfsfólks og vera tilbúin að aðlaga eftir þörfum. Stefnan þarf að vera skýr og aðgengileg og líkt og með allar breytingar er algjört grundvallaratriði að yfirstjórn styðji við stefnuna og að upplýsingaflæði til starfsfólks sé skilvirkt.“ Þá segir hún mikilvægt að huga að bæði félagslega hlutanum. Í blönduðum teymum, þar sem hluti starfsfólks er á vinnustaðnum og hluti í fjarvinnu, er sérstaklega mikilvægt að huga að góðum samskiptum þar sem þau eru undirstaða árangursríkrar samvinnu. Annað sem við höfðum lært áður en faraldurinn skall á var hversu mikilvægt það er að samstarfsfólk hittist líka „í alvörunni“, sérstaklega þegar ný kynni eru að eiga sér stað. Það að fólk hafi hist í eigin persónu liðkar fyrir öllum samskiptum,“ segir Erla. Eins þurfi að tryggja að starfsfólk í fjarvinnu hafi góðan tækjabúnað. Covid tímabilið hafi þó kennt fólki að það sem áður virtist ómögulegt, telst einfalt í framkvæmd í dag. Loks segir Erla mikilvægt að vera tilbúin til að aðlaga og breyta stefnu síðar, ef þess þarf. „Þegar við getum loksins kvatt þetta ástand og látið reyna á stefnuna fyrir alvöru munu nýjar áskoranir vafalaust dúkka upp en jafnframt ný tækifæri sem við ætlum okkur að vera opin fyrir.“ Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði. 15. apríl 2021 07:00 Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hins vegar þurfi að taka tillit til þess að fjarvinna hentar ekki öllu starfsfólki. „Aðstæður fólks heima við eru misjafnar og því áhersla lögð á það hjá Valitor að fjarvinna stendur flestu starfsfólki til boða en er á engan hátt skylda. Þeir sem vilja mæta á vinnustaðinn daglega munu gera það áfram,“ segir Erla. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um fjarvinnu í kjölfar Covid og bólusetningar. Í dag er tekið dæmi um hvernig innleiðingarferli hefur verið háttað hjá fyrirtæki sem starfar á alþjóðavettvangi. Á morgun verður fjallað um hvaða þætti vinnustaðir þurfa að huga sérstaklega að, varðandi líðan starfsfólks. Áhugi starfsfólksins Erla segir fjarvinnu ekki nýja af nálinni hjá Valitor. Fyrir tíma Covid hafi fjarvinna því verið í boði fyrir starfsfólk og verktaka, sem búa erlendis en hún þetta hafi þásérstaklega átt við þann hóp fólks sem starfar við hugbúnaðarþróun. En síðan kom Covid. „Fljótlega eftir að allt skall í lás síðasta vetur varð okkur ljóst að fjarvinna ætti ekki bara við störf í hugbúnaðarþróun heldur væri hægt að útfæra hana fyrir flest störf innan Valitor,“ segir Erla. Í fyrrasumar lagðist mannauðsteymi fyrirtækisins því í smá rannsóknarvinnu. Hún fól meðal annars í sér að kynna sér málin, lesa til um efnið og kanna viðhorf starfsfólks. „Samkvæmt okkar mælingum gátu 93% hugsað sér að vinna í fjarvinnu að hluta til eða öllu leyti, 98% taldi að fjarvinna hefði jákvæð eða engin áhrif á frammistöðu í starfi og helstu kostir sem voru nefndir voru meira næði, tímasparnaður og meiri sveigjanleiki,“ segir Erla. Þá nýtti mannauðsdeildin sér það samfélag sem til staðar er hjá mannauðsfólki á Íslandi og hafði samband við nokkra vinnustaði sem vitað var um að væru í sambærilegum hugleiðingum. „Það er vissulega mikilvægt að fyrirtæki marki sér stefnu út frá eigin þörfum en það er óþarfi að ætla sér alltaf að finna upp hjólið í hvert skipti sem gera á eitthvað nýtt,“ segir Erla og bætir við: „Ég hef því verið óhrædd við að taka upp tólið og leita upplýsinga hjá fyrirtækjum sem mér þykja standa framarlega á ákveðnum sviðum.“ Þegar öll gögn höfðu verið rýnd lá sú niðurstaða fyrir að vinnuumhverfið eins og það var fyrir tíma Covid, væri að breytast til frambúðar. Það mátti ekki síst sjá vegna áhuga starfsfólksins á varanlegu fyrirkomulagi fjarvinnuvalkosta. „Það var því tekin ákvörðun um að innleiða fjarvinnustefnu hjá Valitor og í kjölfarið var settur á fót vinnuhópur sem tók að sér mótun nýrrar stefnu. Fjarvinnustefnan var endanleg samþykkt af stjórn Valitor í nóvember 2020.“ Erla segir Breta kunnugri fjarvinnu en Íslendinga, að minnsta kosti eins og var fyrir tíma Covid. Hjá Valitor hefur verið innleidd fjarvinnustefna til framtíðar sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í nóvember síðastliðnum.Vísir/Vilhelm Helstu útfærslur Að sögn Erlu er meginmarkmið í stefnu Valitors að bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegra starfsumhverfi í takt við breytta tíma. „Fjarvinnustefnan veitir starfsfólki svigrúm til betra vinnunæðis en margir eiga auðveldara með að einbeita sér að verkefnum utan sjálfs vinnustaðarins. Stefnan stuðlar þannig að auknum sveigjanleika í starfi og þar með betra jafnvægis á milli vinnu og einkalífs,“ segir Erla og bætir því við að fjarvinnustefnan falli einnig vel að þeim umhverfismarkmiðum Valitor að draga úr kolefnisfótspori, til dæmis með færri ferðum fólks til og frá vinnu eða ferðalögum á milli landa og landshluta. Stjórnendur skipuleggja fjarvinnu sinna teyma: „Fjarvinnan nær til allra starfa eða verkefna sem með góðu móti má sinna utan vinnustaðarins en hver stjórnandi stýrir því hvernig hann skipuleggur fjarvinnu síns teymis. Þó flestir innan Valitor vinni við tölvu allan daginn eru verkefnin ólík og því hentar sama fyrirkomulag ekki öllum. Fjarvinna byggir að miklu leiti á trausti til starfsfólks og í sumum tilfellum getur starfsfólk verið í 90-100% fjarvinnu.“ Erla segir þó mikilvægt að fylgja eftir innleiðingu stefnunnar með reglubundnum mælingum og mati á árangri. Það er gert með mælingum á viðhorfi starfsfólks og stjórnenda til fjarvinnu, sem og mælingum á heilsu og líðan starfsfólks. Stjórnendur ræða einnig árangur sín á milli og læra þannig af reynslu hvors annars. Þó einhverjir hafi áður verið í fjarvinnu innan Valitor áður er þetta breyting fyrir flesta og því þarf að fylgjast vel með upplifun og vellíðan starfsfólks.“ Góðu ráðin Erla segir Covid hafa tafið innleiðingarferlið að hluta til. Í fyrrasumar hafi allir verið bjartsýnir á rúmar samkomutakmarkanir og því voru fyrstu hugmyndir þær að klára innleiðingu stefnunnar fyrir áramótin. Þar sem raunin varð önnur í vetur, hafa samkomutakmarkanir hins vegar gert það að verkum að fjarvinna hefur verið nauðsyn frekar en valkostur sökum sóttvarnar- og samkomureglna. „Það hefur því lítið reynt á stefnuna hingað til en nú þegar við sjáum fram á rýmri takmarkanir munum við taka upp boltann þar sem frá var horfið síðasta haust,“ segir Erla. Erla segir lykilatriði að fjarvinnustefnan sé skýr. „Ég myndi því ávallt mæla með því að kanna vel aðstæður á hverri starfsstöð fyrir sig, framkvæma reglulegar viðhorfskannanir á meðal starfsfólks og vera tilbúin að aðlaga eftir þörfum. Stefnan þarf að vera skýr og aðgengileg og líkt og með allar breytingar er algjört grundvallaratriði að yfirstjórn styðji við stefnuna og að upplýsingaflæði til starfsfólks sé skilvirkt.“ Þá segir hún mikilvægt að huga að bæði félagslega hlutanum. Í blönduðum teymum, þar sem hluti starfsfólks er á vinnustaðnum og hluti í fjarvinnu, er sérstaklega mikilvægt að huga að góðum samskiptum þar sem þau eru undirstaða árangursríkrar samvinnu. Annað sem við höfðum lært áður en faraldurinn skall á var hversu mikilvægt það er að samstarfsfólk hittist líka „í alvörunni“, sérstaklega þegar ný kynni eru að eiga sér stað. Það að fólk hafi hist í eigin persónu liðkar fyrir öllum samskiptum,“ segir Erla. Eins þurfi að tryggja að starfsfólk í fjarvinnu hafi góðan tækjabúnað. Covid tímabilið hafi þó kennt fólki að það sem áður virtist ómögulegt, telst einfalt í framkvæmd í dag. Loks segir Erla mikilvægt að vera tilbúin til að aðlaga og breyta stefnu síðar, ef þess þarf. „Þegar við getum loksins kvatt þetta ástand og látið reyna á stefnuna fyrir alvöru munu nýjar áskoranir vafalaust dúkka upp en jafnframt ný tækifæri sem við ætlum okkur að vera opin fyrir.“
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði. 15. apríl 2021 07:00 Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði. 15. apríl 2021 07:00
Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00
Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00
Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 10. mars 2021 10:22
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02