„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:31 Hópsmit er komið upp í Ölfuss. Vísir/Vilhelm Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira