Innlent

Eldgosið áberandi frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Stór og rauðbjartur gufustrókur frá eldgosinu í Geldingadölum sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Stór og rauðbjartur gufustrókur frá eldgosinu í Geldingadölum sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Stór og rauðbjartur gufustrókur frá eldgosinu við Fagradalsfjall sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld líkt og sjá má á þessari mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók í kvöld.

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að veðuraðstæður í kvöld skýri einna helst þennan mikla strók. 

„Það blekkir svolítið að ég held að það hafi ekki verið svona lítið um ský síðan að gosið byrjaði og þannig að núna er þetta eiginlega eina skýið sem er þarna og er áberandi. Það hefur sitt að segja líka,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á eldgosinu með svipuðu móti og verið hefur undanfarið, svipað hraunflæði og ekki hefur orðið vart við nýjar sprungur. 

Búist við suðlægri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, á svæðinu við eldgosið í nótt og fyrri partinn á morgun og möguleiki á að vart verði við gosmengun í byggð norður af gosinu, frá Reykjanesbæ og austur á höfuðborgarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×